miðvikudagur, mars 30, 2005

kríla ofl.

Getum ekki komið okkur saman um nafn...
opnum 16. apríl...
hér eru nokkrar hugmyndir frá mér.

Nostra: vinna hægt en með vandvirkni, fægja, vinna með alúð, snotra til.

Snotra: 1. Ryksópur, húsasnotra
2. snyrta, fága, lagfæra- fræða, vitka.

Bíslag.. er nafnið sem þú varst að leyta eftir Íris held ég.... viðbygging úr timbri framan við útidyr,fyrir útiflíkur ofl.

og svo tók ég þetta af netinu og sting uppá
Kríla

Úr þættinum íslenskt mál 18 desember 2004.

Ég spurði síðast um sögnina að slyngja sem heimildarmaður ræddi um við mig nýlega. Hún er notuð um að brydda leppa í skó og hafði heimildarmaður þetta frá móður sinni sem bjó í Flatey á Skjálfanda. Enginn hefur haft samband við mig um þetta orð en um það eigum við fáein dæmi. Í Iðnsögu Íslendinga, sem gefin var út 1943, stendur eftirfarandi: ,,Gömlu konurnar kunnu meðal annars að stíma, kríla og slyngja; voru þetta mismunandi aðferðir til að flétta örmjó bönd, t.d. til bryddinga." Af þessu má ef til vill draga þá ályktun að aðferðin, eða í raun allar þrjár aðferðirnar, sem nefndar eru, hafi þegar verið orðnar sjaldgæfar. Nú þætti mér afar fróðlegt að frétta hvort einhverjar konur kunni enn að slyngja, stíma eða kríla.


Hvað finnst ykkur??

þriðjudagur, mars 29, 2005

Sniðið ..að þér!

Páskarnir búinir og komin aftur til vinnu.
Æfingar á Lo Speziale, samstarfsverkefni óperunnar og listaháskóla íslands hefjast í kvöld.
Leikstjóri Ingólfur Níels Árnason.
Frumsýning 29. apríl.
Það verður spennandi verkefni.

Kem hálf dösuð undan þessum Páskum. Búin að vaka alltof lengi á kvöldin. Horfði á The Italian Job í gærkveldi helv. góð mynd!

Fer á fund í kvöld út af búðinni opnum sennilega eftir 2 vikur! Ætla að stinga uppá nafninu
Sniðið
..að þér
finnst það flott nafn. Er búin að vera að gera prótótípur af barnafötum, saumaði flottar buxur á Hinrik og aðrar á Elías Hrafn.

Fer í 90 min. lúxusnudd á eftir. Ingólfur gaf mér það í afmælisgjöf. Hlakka mikið til að slaka á. Þarf bara að ná að klára fullt í vinnunni þangað til.

Eigið góða vinnuviku.

fimmtudagur, mars 17, 2005


Bíllinn hans Pabba sem Helgi er búin að gera upp, fyrsti bíllinn sem ég var á 1988!!

föstudagur, mars 11, 2005

Verslun nafn óskast!

Helgin að koma og ég líklegast að fara að stofna fyrirtæki með 3 öðrum konum. Fataverslun með íslenskri hönnun. Voðaspennó leyfi ykkur að fylgjast með. Erum komnar með húsnæði í Ingólfsstrætinu og förum að standsetja á næstu vikum! Finnst ykkur það ekki spennandi? Hinrik var hjá Jónínu í gærkveldi og sofnaði svo niðri. Hún er svo góð við hann. Við ætlum svo að vera með Idol partý í kvöld feðginin, kaupa snakk og nammi! Svo segir Hinrik allavegana! Ingólfur komin til spánar og byrjaður að sitja fyrirlestra. Sólin skín og ég hlakka til á laugardaginn þegar við lokum Toscu. Þurfti að bregða mér á svið á sýningu í gær og sópa upp glerbrot. Þreytti sem sagt frumraun mína á sviði Íslensku óperunnar og gekk svona líka mætavel.
Góða helgi elskurnar!

mánudagur, mars 07, 2005

Tosca

Tosca svífur áfram á bleiku skýi og bara 2. sýningar eftir. Ingólfur fer út á fimmtudaginn til Spánar á óperuráðstefnu og við Hinrik verðum ein í kotinu. Hlakka til að loka Toscu pródúksjóninni þó maður sjái náttúrulega eftir sýningunni sem er yndisleg! Það gengur alveg rosavel að selja húfur og ég skal setja inn myndir hér sem fyrst.

fimmtudagur, mars 03, 2005

ahhakið...

Ég lagðist með son minn í rúmið í gærkveldi og þar sem hann var alveg að festa svefn, snéri hann sér við og í leiðinni slapp lítið prump frá honum.. hann sagði strax ahhakið.. og byrjaði svo að hrjóta! Ég segji nú bara að drengurinn minn er vel upp alinn!!