miðvikudagur, mars 26, 2008

Grjónaguðjón







Grjónaguðjón fæst í Fjölsmiðjunni... besti baksturinn á vöðvabólgu, bara settur í örbylgjuofn í 4 mínútur og lagður á axlir. Hann er fylltur með dýrindir ítölskum Arborío grjónum, lífrænt ræktuðum!!


Pokinn kostar 2000 krónur en einnig er hægt að sauma út í hann mynd og nafn og þá kostar hann 3000 krónur!

mánudagur, mars 03, 2008

Túlípani

"Mamma, eru þeir á Túlípana?"
"Hvað meinarðu Hinrik minn?"
"Æji svona túlípana sem fer í hringi svona... æji mamma....TÚLÍPANA!!?"

Hmmm eftir smá umhugsunartíma dettur uppúr mér....

"Já, þú meinar RÚSSÍBANA!"

Saga úr daglegu lífi Drekavallafjölskyldunnar!

mánudagur, febrúar 25, 2008

Föndur og fjölskylda


Hér eru myndir af nýjasta föndrinu sem ég gerið með magic-curl penna... skemmtilegt eins og gamaldags flos















Hér er svo Felix Helgi með veggteppið sem ég er að smyrna/rýja
Þessi mynd er síðan um jólin en ég er alveg að verða búin með meistarastykkið sem er síðan 1960ogeitthvað!!!

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Silver cross


Búin að redda barnavagni...

Keyptum notaðan á barnalandi... hann er örugglega á svipuðum aldri og ég brúnn og fallegur og Felix Helgi yfir sig hrifin.

Nóg að gera í vinnunni er að sauma flíshettupeysur núna.. set inn myndir við fyrsta tækifæri.

Felix Helgi að taka tennur.. erfiðar nætur..

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Svalavagn

Okkur vantar svo rosalega svalavagn til að hafa hjá dagmömmunni.. viljið þið láta mig vita ef þið lúrið á einum slíkum....
knús

mánudagur, febrúar 04, 2008

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Vinnan


Hér eru nokkrar myndir af henni Gullu minni með prjónaða og heklaða hluti sem ég hef verið að gera í vinnunni síðustu vikur. Verkefnið er fyrir Rauða krossinn....
Ég bjó til uppskriftir og gerði bækling fyrir sjálfboðaliða RK...
Gulla mín er svo rosaflott fyrirsæta








sunnudagur, janúar 27, 2008

Söknuður

Ohh það er svo gott að vera komin aftur.. ég er búin að sakna þessa bloggs mikið... er ekki alveg að fíla moggabloggið... það er svo rosalega opinbert. Fínt til að setja inn auglýsingar um húfurnar mínar en mér finnst ekkert gott að skrifa eitthvað persónulegt þar... hmmmmm

Mikil veikindi eru búin að herja á Drekavellina uppá síðkastið. Felix Helgi fékk RS vírus og svo streptókokka og svo Inflúensuna.. er enn veikur 10 dögum seinna. Hinrik Leonard fékk streptókokka en var fljótur að vinna sig uppúr þeim... Ég og Ingó fengum inflúensuna og það var hræðilegt.. erum að skríða uppúr henni.

Vinnan mín gengur rosalega vel og er alltaf gaman í vinnunni.. það er skemmtilegt að vakna klukkan korter í sjö á morgnana og hefði ég aldrei trúað því að ég myndi skrifa það upphátt... hehhehehe

Sem sagt.. komin aftur á minn gamla stað.