föstudagur, desember 31, 2010

Kjúklinganúðlusúpa

Ég var í mörg ár fastakúnni á Veitingastaðnum Asíu, ég borðaði aðallega tvo rétti þar.... Hrísgrjónanúðlur með kjúklingi og rækjum og Kjúklingasúpuna... þá kostaði súpan 690 kr.. og var svo gott að hoppa úr vinnunni í hádeginu með fallegum konum... (yfirleitt Freyju og Sollu) og borða dásamlegan mat... svo flutti ég í úthverfi Hafnarfjarðar og Asía hækkaði matinn... svo ég fór að þróa uppáhaldsréttina mína heima ... læt fylgja með hér uppskriftina af kjúllasúpunni... sérstaklega fyrir Ástu Birnu!

Innihald
2-3 kjúklingabringur (má nota hvaða kjúllakjöt sem er en mér finnst bringurnar bestar)
smá sojasósa
2 kjúklingateninga
1 grænmetistening
3-4 gulrætur
1/2 púrrulaukur
Brokkolí ( má nota hvaða grænmeti sem er)
ca 3 hreiður af núðlum... kaupi pakka í bónus með 4 hreiðrum.
Engifer (ferskt)
chilli pipar
Maldon salt

Byrja á því að skera bringurnar í litla bita og steikja á djúpri pönnu eða potti. Krydda með chillipipar, salti og pipar og setja svo slettu af sojasósu yfir...
bæta svo púrrulauknum og gulrótunum útí
steikja smá... setja svo soðið vatn yfir... ca 1-2 lítra... og alla teningana... láta sjóða í ca 10 min.. þá smakkarðu súpuna til og bætir útí kryddi eða salti ef þarf.
bæta svo brokkolíinu út í og núðlunum og slökkva undir pottinum.... láta vera í ca 5 min og þá er súpan tilbúin.... þegar þú ert búin að setja súpuna í disk þá rífurðu engifer yfir.. eins mikið og þú vilt.

verði ykkur að góðu:)


sunnudagur, desember 26, 2010

Buon natale

Sono fortunata, ho questi bellissimi bimbi ed ho passato una festa di santo natale in tanta pace e gioia... dicembre é stato difficile, tutti i giorni ho lavorato... anche tutte le sere e le fine settimana sono stata al mercatino di natale nella mia cittá:
Desember er búin að vera yndislegur, er búin að vinna alla daga, öll kvöld og allar helgar, í Fjölsmiðjunni á daginn, sauma á kvöldin og í Jólaþorpinu um helgar. Þetta er búin að vera skemmtilegur tími en ég þurfti virkilega að trappa mig niður í gær á jóladag... gat ekki alveg legið eins og kartafla í sófanum... þurfti aðeins að þvo nokkrar vélar.. ganga frá þvotti en slakaði líka á og byrjaði á lopapeysu á Felix Helga... hann vantar fína peysu!

hér eru strákarnir mínir í jólafötunum frá Tengdó... svo flottir með klúta!

Gleðileg jól allir saman

Buon natale cari amici

föstudagur, nóvember 26, 2010

8485 enn og aftur


Ég skrifa ykkur til að mæla með henni Rósu G. Erlingsdóttur, vinkonu minni og frambjóðanda númer 8485 til stjórnlagaþings. Rósa er mjög klár og flink í samstarfi. Hún hefur komið miklum breytingum til leiðar alls staðar sem hún hefur komið að. Hún er einstaklega kjörkuð, ósérhlífin og hefur skýra sýn.
Rósa leggur áherslu á lýðræðisumbætur, mannréttindi, jafnréttismál og umhverfismál. Rósa er eini frambjóðandinn mér vitanlega sem vill að starfsemi óháðrar mannréttindastofnunar skv. fyrirmælum SÞ verði tryggð í stjórnarskrá.

Rósa er menntaður stjórnmálafræðingur og stundar nú doktorsnám í faginu þar sem hún beinir sjónum að efnahagshruninu á Íslandi, fyrirgreiðslustjórnmálum og lýðræðisþróun. Rósa hefur búið bæði í Þýskalandi og Danmörku og er víðsýn og reynd.

Mér finnst skipta miklu máli að konur komi vel út úr kosningunum á morgun. Úrslitin hafa forspárgildi fyrir einmenningskjör auk þess sem landið er eitt kjördæmi í þessum kosningum. Það væru mjög sterk skilaboð og sigur í jafnréttisbaráttunni ef jöfnunarsætin verða notuð til annars en að jafna kynjaskiptingu þeirra sem sitja stjórnlagaþingið. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til þess að svo megi verða.

Gleðilegan kjördag!

laugardagur, nóvember 20, 2010

8485

Þegar ég var 18 kynntist ég Rósu vinkonu minni... ég hef í 20 ár
leitað til hennar þegar ég hafði spurningar um stjórnmál því hún er
svo skelegg og vitur... hún hefur aldrei sagt mér hvað ég á að kjósa
en ávalt náð að lýsa fyrir mér áherslum hinna ýmsu sjónarmiða... og ég
treysti henni hundrað prósent... þess vegna styð ég hana á
Stjórnlagaþing og langar til að biðja ykkur um að kynna ykkur hana.

takk elskurnar

kveðja
Hildur
8485 Rósin mín:)

föstudagur, september 24, 2010

Birgitta


Fallega Birgitta mín sem dó í gær. Hún var 11 mánaða og einstaklega blíð og góð.

þriðjudagur, september 21, 2010

Hjálmhúfur

Helgi Hinriksson módel og hjólreiðakappi

Nýjasta hönnun HiN design eru flottar hjálmhúfur...
Svona er auglýsingin:

HiN design húfurnar hafa verið í framleiðslu í tæplega 8 ár, þær hafa nú verið sérhannaðar fyrir hjólreiðarmenn.

Húfan liggur þétt yfir eyrunum og flaksast ekki þótt þú sért á fullri ferð, flísefnið andar vel og saumarnir liggja utan á húfunni þannig að engir saumar stingast í höfuðið. Húfan hentar einstaklega vel undir hjálm.

Hafnfirsk hönnun fyrir smekkmenn og konur.

mánudagur, september 20, 2010

fimmtudagur, júlí 29, 2010

Tengdafjölskyldan

Fallegu mágkonur mínar, Berglind og Soffía
Felix Helgi matargat

Nú erum við loksins búin að endurheimta tengdapabba eftir 2 mánaða útlegð á Vopnafirði... auvitað var tekið mjög vel á móti honum.

Fjölskyldan mín

Hér sést Helgi bróðir að keppa í hálfum Járnmanni... flottur!!
Helvíti líkur pabba á þessari mynd:)
Sætu frændurnir, Ari Eðvald Gísla(Péturs)son og Felix Helgi minn
Og hlaupa að myndavélinni

Hinrik minn og fallega Amelían

Fjölskyldan er það dýrmætasta sem ég á!

föstudagur, júlí 23, 2010

júlí... 2010

Júlí er búin að ganga út á sumarmarkaðinn á Thorsplani þar sem ég er búin að vera að selja síðustu 3 helgar. Strákarnir mínir eru búnir að vera að hjálpa mér og Hinrik minn er búin að vera með dót til sölu þar sem hann hefur verið að safna sér fyrir takkaskóm.





Eftir tvær helgar var hann búin að safna fyrir skónum og tveimur boltum.

Húfurnar mínar rjúka út, er líka með Steinakallana hennar Auðar frænku og plöntur frá mömmu.

Við familían fílum markaðslífið.

Ætla að reyna að vera duglegri að blogga núna 2010!