föstudagur, október 14, 2005

Gaman að þessum gömlu myndum.. margir halda að um Hinrik son minn sé að ræða á fyrstu myndinni í þessari seríu.. gaman að því!


Ég og Gísli Pétur litli bróðir, hann 1. árs og ég 9. ára.

Ég og pabbi, ég 2. ára

miðvikudagur, október 12, 2005

MINNINGAR

Smá nostalgíukast hjá mér elska þessar gömlu myndir af mér og pabba!

Nostalgia

ROMA TI AMO

Róm var stofnuð fyrir 2700 árum síðan og í dag er hægt að skoða minjar frá þeim tíma. Á laugardaginn gekk ég um stræti Rómar, gömul og ný og baðaði mig í minningum tímana og þéttri rigningu. Ég elska Róm, ég er rómverji í mér. Ég elska söguna og ég elska að segja fólki söguna.. mér finnst gaman að vera leiðsögumaður og veit að það á vel við mig. Ég vona að ég fari í næstu ferð Heimsferða og vona að þú komir með mér!

NÆSTA DÖMUKVÖLD

Þá er loksins komið að því. Næsta dömukvöld Pjúru verður haldið laugardaginn 15. október klukkan 19 - 21. Frú Fiðrildi verður einnig á sínum stað og nú er að opna ný verslun í litla kjarnanum okkar. Það eru verslun með skó sem heitir French Sole. Það eru sko ekki flottari konur en Cameron Diaz, Kate Moss, Scarlett Johansen, Kirsten Dunst og fleiri og fleiri frægar og minni frægar konur sem elska þessa skó. Við Pjúrur elskum þá líka

Á dömukvöldinu verða í boði léttar veitingar, veglegur happdrættisvinningur og frábær tilboð að hætti okkar súperkvenna. Þess vegna ætti engin dama að láta þetta happ úr hendi sleppa, enda tilvalið að klæða sig uppá, skilja karlana og börnin eftir heima og njóta þess að skoða, máta, versla, hlæja og hafa það huggulegt í góðra kvenna hópi. Hvernig væri að mæta með eitthvað bleikt, eða vera í einhverju bleiku í tilefni "brjóstakrabbameinsmánaðar"

Hlökkum til að sjá ykkur allar

Pjúrur = Elín, Hildur, Íris og Kolbrún