þriðjudagur, maí 31, 2005


Fallegasti drengur í bænum!

Ef ég ætti 2!!

Það er hunderfitt þegar barnið manns veikist! Nú er Hinrik veikur og Ingólfur á fullu að leikstýra... sem verður til þess að flækja líf manns all illilega.. Mamma reddaði okkur í dag og kom kl 13 en á morgun þarf ég að fara að vinna í búðinni minni og Ingólfur verður að fara að leikstýra og mamma upptekin... erum svo bæði á fundi í óperunni á miðvikudagsmorgun.. hvað gerir maður í svona stöðu.. það er hunderfitt að fá pössun með stuttum fyrirvara og mér finnst svo erfitt að vera ekki í vinnunni.. það er ekki eins og maður geti unnið eitthvað heima með lítin lasin kall.. Svo er það nú bara þannig að þegar barnið manns er svona lasið og lítið í sér þá vill maður ekki koma honum fyrir hvar sem er.. verð að segja að ég á erfitt að láta hann frá mér nema bara til mömmu eða einhvers í nánustu fjölskyldu okkar Ingó.. sem er náttúrulega rangt.. en hvað veit maður í dag.. hmm. Farin að kvíða sumafríinu í leikskólanum. Mánuður í púsli.. veit einhver um góða stelpu í 101?? Eins gott að við eigum ekki tvö börn!

sunnudagur, maí 22, 2005

Roma mi manchi giá

Komin heim með gleði í hjarta. Það á svei mér þá barasta vel við mig að vera fararstjóri og get ég sagt að hópurinn minn var langbestur í innkaupum þar sem ég gat leitt þau í réttar búðir og var svei mér þá alveg sama á hvaða aldri fólkið var öll versluðu þau vel! Roma hefur breyst mikið en er enn heimaborg mín. Mikið er komið að innflytjendum og fannst mér það miður hvað Piazza Vittorio er búin að breytast í kínahverfi og hvað Porta Portese markaðurinn líkist markaðstorgi í Marokkó ekki í Róm. En nóg um það. Það var mikill hiti og auðvitað náði ég mér í smá lit sem var nú barasta jákvætt. Lærði mikið af Rómar leiðsögumönnunum og vona að mér verði aftur boðin svona vinna, mun hlaupa á hana. Því þó þetta hafi verið mikil vinna, lítið um svefn og mikið labb þá kem ég endurnærð heim með gleði í hjarta og bros á vör.

þriðjudagur, maí 10, 2005

Það styttist...

í Rómarferðina. Fer út á fimmtudagsmorgun kl. 8 og fer í gönguferð um Róm á föstudag í 5 tíma. Fer svo í Vatíkanið á laugardag og til Tivoli á þriðjudag. Mun svo vera á fullu þess á milli að drekka í mig anda og menningu fyrrum heimaborgar minnar. Er ekki búin að hafa samband við nema einn vin. Ætla ekkert að vera að búa til stress að hitta alla. Fer kannski í heimsókn ef ég hef tíma. Hótelið mitt er í heimahverfi mínu svo ég þekki vel umhverfið. Vonandi gengur allt vel og ég kem endurnærð heim.... bohh. Mun sennilega ekkert blogga fyrr en ég kem heim svo ég segi bara góðar stundir.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Heimsferðir

Er að fara á fund uppí Heimsferðum þar sem skýrist hvaða ferðir ég þarf að taka að mér og hvernig þetta verður. Hlakka svoooo til. Þetta verður hörkuvinna en ég veit að sumarið er komið til Rómar. Meira í kvöld.