laugardagur, júlí 23, 2005


E rivviva la pasta!

Viva la pasta!

Prufa með myndir

Það gladdi hjart foreldranna þegar Hinrik Leonard ákvað að borða spaghetti um daginn! Hingað til hefur hann neitað að borða pasta en fannst spaghettíið eitthvað spennandi og hámaði það í sig!! Viva la pasta!

Ekki lengur kalt á tánum!!

Ég er ekki búin að vera dugleg að blogga síðustu daga.. fyrst var það kuldinn nú er það hitinn! Það er gott að vera í Reykjavík þessa dagana og segja gárungarnir að hitinn eigi að haldast út vikuna... vona það.. trúi því varla en vona það. Hinrik sefur í sófanum og á eftir þegar hann vaknar ætlum við út.. bara eitthvað út í sólina.. vildi óska þess að ég væri með garð.. gæti þá dúllast þar allan daginn.. það kemur að því..

föstudagur, júlí 08, 2005

Mér er kalt á tánum.

8. júlí.. svitinn lekur af mér og ég get ekkert drukkið nema vatn, kannski eina dós af Cocacola þegar húma tekur. Held mig innandyra allan daginn með viftuna á fullu skreppa kannski út í kvöld á minipilsi og hlýrabol...... svona var líf mitt fyrir 5 árum síðan. Í dag sit ég við tölvuna í 101 Reykjavík og er að drepast úr kulda á tánum.....grátbroslegt.. kannski.. held ég gráti bara!

laugardagur, júlí 02, 2005

Dömukvöld í Pjúra og Frú Fiðrildi

Þann 6. júlí næstkomandi milli 19 og 21 liggur leið þín til okkar. Taktu með vinkonur, mágkonur, mömmu, tengdó og allar þær konur sem þú mætir á leiðinni. Sumarstemming, léttar veitingar, þægileg tónlist og notaleg stund á Ingólfsstræti 8.

Segðu öllum sem þú þekkir frá þessum viðburði og við sjáumst hress - ekkert stress

Komdu í Pjúra - ekki skúra
Komdu í Pjúra - ekki kúra

Búðin mín

Búðin mín

Barnaföt HiN design

Húfur frá HiN design