
Ég skrifa ykkur til að mæla með henni Rósu G. Erlingsdóttur, vinkonu minni og frambjóðanda númer 8485 til stjórnlagaþings. Rósa er mjög klár og flink í samstarfi. Hún hefur komið miklum breytingum til leiðar alls staðar sem hún hefur komið að. Hún er einstaklega kjörkuð, ósérhlífin og hefur skýra sýn.
Rósa leggur áherslu á lýðræðisumbætur, mannréttindi, jafnréttismál og umhverfismál. Rósa er eini frambjóðandinn mér vitanlega sem vill að starfsemi óháðrar mannréttindastofnunar skv. fyrirmælum SÞ verði tryggð í stjórnarskrá.
Rósa er menntaður stjórnmálafræðingur og stundar nú doktorsnám í faginu þar sem hún beinir sjónum að efnahagshruninu á Íslandi, fyrirgreiðslustjórnmálum og lýðræðisþróun. Rósa hefur búið bæði í Þýskalandi og Danmörku og er víðsýn og reynd.
Mér finnst skipta miklu máli að konur komi vel út úr kosningunum á morgun. Úrslitin hafa forspárgildi fyrir einmenningskjör auk þess sem landið er eitt kjördæmi í þessum kosningum. Það væru mjög sterk skilaboð og sigur í jafnréttisbaráttunni ef jöfnunarsætin verða notuð til annars en að jafna kynjaskiptingu þeirra sem sitja stjórnlagaþingið. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til þess að svo megi verða.
Gleðilegan kjördag!