mánudagur, janúar 17, 2011

Felix Helgi

Felix Helgi er 3 ára.. 
verður 4 ára þann 15 mars... 
hann elskar að láta taka myndir af sér 
og er flottast að ulla á myndunum... 
hér kemur sería af honum sem tekin var í gær!









Felix Helgi ha 3 anni... 
compia 4 il 15 marzo... 
ama farsi fotografare 
e preferisce che la lingua sia fuori!  
Ecco le foto che sono state prese ieri.

laugardagur, janúar 15, 2011

Laugardagskvöld á Burknavöllum

 Yndislegt laugardagskvöld í faðmi fjölskyldunnar.... með Pandoro á kantinum.....
 Yndisleg ítölsk jólakaka...
 Svo pizza með ruccolu, hráskinku og parmesan osti mmmmm
 Svo saumaði ég nokkrar hjálmhúfur

Date night... út og borða og Faust

 Við hjónin fórum á stúfana í gærkveldi og áttum "Date night" fengum Erlu Guðný flottustu barnapíuna til að passa strákana okkar og brunuðum á dásamlega Tían.. 
leyndarmálið á Grensásveginum 
 Þar er svo gott að borða og gott verð og sorglega vorum við einu gestirnir þarna kl 20.40.  
Um 21.30 vorum við mætt í Borgaleikhúsið til að sjá Faust, 
Auður móðursystir mín gaf okkur gjafakort og við vorum full tilhlökkunnar að sjá Vesturportarana í Faust

 Við hittum fullt af fólki fyrir sýninguna og settumst svo á 15. bekk sæti 35 og 36, 
stórkostlegur staður og eftir langa fjarveru frá leikhúsi fann ég fiðrildi í maganum.  
Hef ekki komið í Borgarleikhúsið síðan 16. júní 2006, 
þá var ég á Grímunni af því að Ingó minn var tilnefndur, 
það var líka dagurinn sem ég hætti í Óperunni.
 Sýningin byrjaði hægt, var svolítið eins og Hollywood mynd.. 
hæg og bítandi... 
3 mínútum eftir að sýningin byrjaði komu hjón á okkar aldri inn og settust í sæti 33 og 34.. 
kannaðist við hann úr FG... 
hann sofnaði strax, og ég benti Ingó á það og kímdi...
 Svo magnaðist sýningin... 
eitthvað rosalegt var að fara að gerast... 
og því miður líka við hliðina á mér.... 
um leið og allt aksjónið hófst á sviðinu vaknaði sessunautur minn af værum blundi og ældi fram fyrir sig, yfir skóna mína og leggings og notaði svo trefilinn sinn til að gubba meira og stóð svo upp og tróðst fram hjá okkur og út.  
Konan hans var skelfingu lostin... 
vorkenndi henni svakalega... 
og hún stóð ekki upp fyrr en uþb 10-15 min seinna og fór út.  
Fnykurinn var skelfilegur, ég var með klút sem ég þurfti að halda fyrir vitum mínum næsta klukkutímann... 
og lyktin var hrikaleg allan tímann...
hún barst yfir allt leikhúsið og frændfólk mitt á bekk 11 var að spá í þessari gubbufýlu sem allt í einu fór að finnast.
 Þegar hléið loksins kom sáum við stóran poll af gubbi 
og hvursu illa leiknir skórnir mínir nýju og fallegu voru... 
starfsfólk Borgaleikhússins stóð sig rosalega vel í hléi 
og hreinsaði allt upp... 
hléið var aðeins lengra fyrir vikið...
ég fékk tusku og gat þrifið skóna mína en smá keimur var í loftinu eftir hlé... 
gubbulykt!!
Sýningin var æðisleg... 
en því er ekki að neita að gubbið eyðilagði svolítið fyrir mér!!  
Held að skórnir séu samt í lagi...
það kemur í ljós þegar þeir þorna.

fimmtudagur, janúar 13, 2011

Skemmtilegar föndursíður

Ég hef voðagaman að því að skoða föndursíður á netinu... ætla að setja hér inn smá póst með úrvali af skemmtilegum síðum.


http://www.whatimade.com/


http://www.skiptomylou.org/

http://www.embroidery.rocksea.org/

http://www.ohfransson.com/oh_fransson/

http://www.vanessachristenson.com/


http://www.greenfairyquilts.com/

http://craftingagreenworld.com/
   þetta er eitthvað sem gaman er að
skoða... sérstaklega fyrir mömmu sem er svo endurvinnsluþenkjandi:)

http://pepperpaints.com/
http://www.craftbits.com/craft-project-categories


http://www.designmom.com/
þessi finnst mér alltaf voða skemmtileg...

http://www.soulemama.com/
og þessi er í algjöru uppáhaldi

http://www.handmadenews.org/home/index.php
þessi er endalaus

http://prettylittlethings.typepad.com/
 þessi er alltaf voðasæt

http://www.quiltcetera.com/
http://www.purlbee.com/


http://www.modishblog.com/
þessi er æðisleg

http://www.leethal.net/zine/
var að finna þessa lofar góðu:)

http://missfancypants.typepad.com/

http://www.inspiringmama.blogspot.com/

http://www.ymib.com/

http://www.pinkolive.ca/jordynnmackenzie/patterns/index.html

http://howaboutorange.blogspot.com/

http://www.oneprettything.com/

http://www.makegrowgather.com/

http://henriettashandbags.com/index.html

http://www.sweetsassafras.org/

http://www.craftstylish.com/


miðvikudagur, janúar 12, 2011

Vinnan / Il lavoro

Flottu spangirnar úr Fjölsmiðjunni

 Sollý er fyrirsætan mín
 Alltaf nóg að gera í vinnunni!

 Hinrik Leonard fór á þrettándagleði í gær, kom heim með kyndil:) sætastur!
 Hinrik Leonard é tornato a casa dalla festa islandese della befana col torcio... bello mio bimbo!
Bílinn okkar bilaði á fimmtudaginn... elsku Júlía okkar (bíllinn heitir Júlía sko!) 
Það á eftir að úrskurða hana látna... en við erum búin að vera á strætó síðan, hér er Felix Helgi í strætó á leið í kringluna!
 La nostra macchina é rotta... 
abbiamo dovuto prendere l´autobus
gl´ultimi giorni.. 
Ecco Felix Helgi... il grande attore!

mánudagur, janúar 10, 2011

Samhjól á sunnudegi.. le cicliste hanno bisogno di cappelletti!

 Sunnudagur og ég vöknuð fyrir alla aldir til að sýna  hjólabrjálæðingum húfur:)
 Ég segi brjálæðingar því þeir voru farnir af stað um níuleitið og hjóluðu 2 klst hring.....
"Hjólað var upp Krísuvíkurveginn inn Bláfjallaafleggjarann og malarstíg meðfram Helgafelli inn að Kaldárseli.
Síðan var hjólað inn í Heiðmörk meðfram Vífilstaðarhlíð og gegnum Garðabæ og að Strandgötu að Ásvallalaug"

 Við Hinrik Leonard nutum þess að sýna og selja hjálmhúfurnar mínar og mikið var gaman að heyra hvursu vel þær hafa reynst þessum hjólahetjum!
Faccio cappeletti che vanno molto bene sotto i caschi.. sia per quelli che vanno in bici o moto o a cavallo... domenica sono andata a presentare le mie cose agli ciclisti.. ecco le foto:)

laugardagur, janúar 08, 2011

Fjölskyldan

 Felix Helgi 2 ára
 Ingólfur 2 ára
 Hildur 2 ára
Hinrik Leonard 2 ára

Felix Helgi fyrirsæta



Felix Helgi var fyrirsæta fyrir mig í kvöld... var að sérsauma eina húfu og hann auðvitað tók hlutverkið mjög alvarlega eins og sést á myndunum!

föstudagur, desember 31, 2010

Kjúklinganúðlusúpa

Ég var í mörg ár fastakúnni á Veitingastaðnum Asíu, ég borðaði aðallega tvo rétti þar.... Hrísgrjónanúðlur með kjúklingi og rækjum og Kjúklingasúpuna... þá kostaði súpan 690 kr.. og var svo gott að hoppa úr vinnunni í hádeginu með fallegum konum... (yfirleitt Freyju og Sollu) og borða dásamlegan mat... svo flutti ég í úthverfi Hafnarfjarðar og Asía hækkaði matinn... svo ég fór að þróa uppáhaldsréttina mína heima ... læt fylgja með hér uppskriftina af kjúllasúpunni... sérstaklega fyrir Ástu Birnu!

Innihald
2-3 kjúklingabringur (má nota hvaða kjúllakjöt sem er en mér finnst bringurnar bestar)
smá sojasósa
2 kjúklingateninga
1 grænmetistening
3-4 gulrætur
1/2 púrrulaukur
Brokkolí ( má nota hvaða grænmeti sem er)
ca 3 hreiður af núðlum... kaupi pakka í bónus með 4 hreiðrum.
Engifer (ferskt)
chilli pipar
Maldon salt

Byrja á því að skera bringurnar í litla bita og steikja á djúpri pönnu eða potti. Krydda með chillipipar, salti og pipar og setja svo slettu af sojasósu yfir...
bæta svo púrrulauknum og gulrótunum útí
steikja smá... setja svo soðið vatn yfir... ca 1-2 lítra... og alla teningana... láta sjóða í ca 10 min.. þá smakkarðu súpuna til og bætir útí kryddi eða salti ef þarf.
bæta svo brokkolíinu út í og núðlunum og slökkva undir pottinum.... láta vera í ca 5 min og þá er súpan tilbúin.... þegar þú ert búin að setja súpuna í disk þá rífurðu engifer yfir.. eins mikið og þú vilt.

verði ykkur að góðu:)


sunnudagur, desember 26, 2010

Buon natale

Sono fortunata, ho questi bellissimi bimbi ed ho passato una festa di santo natale in tanta pace e gioia... dicembre é stato difficile, tutti i giorni ho lavorato... anche tutte le sere e le fine settimana sono stata al mercatino di natale nella mia cittá:
Desember er búin að vera yndislegur, er búin að vinna alla daga, öll kvöld og allar helgar, í Fjölsmiðjunni á daginn, sauma á kvöldin og í Jólaþorpinu um helgar. Þetta er búin að vera skemmtilegur tími en ég þurfti virkilega að trappa mig niður í gær á jóladag... gat ekki alveg legið eins og kartafla í sófanum... þurfti aðeins að þvo nokkrar vélar.. ganga frá þvotti en slakaði líka á og byrjaði á lopapeysu á Felix Helga... hann vantar fína peysu!

hér eru strákarnir mínir í jólafötunum frá Tengdó... svo flottir með klúta!

Gleðileg jól allir saman

Buon natale cari amici

föstudagur, nóvember 26, 2010

8485 enn og aftur


Ég skrifa ykkur til að mæla með henni Rósu G. Erlingsdóttur, vinkonu minni og frambjóðanda númer 8485 til stjórnlagaþings. Rósa er mjög klár og flink í samstarfi. Hún hefur komið miklum breytingum til leiðar alls staðar sem hún hefur komið að. Hún er einstaklega kjörkuð, ósérhlífin og hefur skýra sýn.
Rósa leggur áherslu á lýðræðisumbætur, mannréttindi, jafnréttismál og umhverfismál. Rósa er eini frambjóðandinn mér vitanlega sem vill að starfsemi óháðrar mannréttindastofnunar skv. fyrirmælum SÞ verði tryggð í stjórnarskrá.

Rósa er menntaður stjórnmálafræðingur og stundar nú doktorsnám í faginu þar sem hún beinir sjónum að efnahagshruninu á Íslandi, fyrirgreiðslustjórnmálum og lýðræðisþróun. Rósa hefur búið bæði í Þýskalandi og Danmörku og er víðsýn og reynd.

Mér finnst skipta miklu máli að konur komi vel út úr kosningunum á morgun. Úrslitin hafa forspárgildi fyrir einmenningskjör auk þess sem landið er eitt kjördæmi í þessum kosningum. Það væru mjög sterk skilaboð og sigur í jafnréttisbaráttunni ef jöfnunarsætin verða notuð til annars en að jafna kynjaskiptingu þeirra sem sitja stjórnlagaþingið. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til þess að svo megi verða.

Gleðilegan kjördag!

laugardagur, nóvember 20, 2010

8485

Þegar ég var 18 kynntist ég Rósu vinkonu minni... ég hef í 20 ár
leitað til hennar þegar ég hafði spurningar um stjórnmál því hún er
svo skelegg og vitur... hún hefur aldrei sagt mér hvað ég á að kjósa
en ávalt náð að lýsa fyrir mér áherslum hinna ýmsu sjónarmiða... og ég
treysti henni hundrað prósent... þess vegna styð ég hana á
Stjórnlagaþing og langar til að biðja ykkur um að kynna ykkur hana.

takk elskurnar

kveðja
Hildur
8485 Rósin mín:)

föstudagur, september 24, 2010

Birgitta


Fallega Birgitta mín sem dó í gær. Hún var 11 mánaða og einstaklega blíð og góð.

þriðjudagur, september 21, 2010

Hjálmhúfur

Helgi Hinriksson módel og hjólreiðakappi

Nýjasta hönnun HiN design eru flottar hjálmhúfur...
Svona er auglýsingin:

HiN design húfurnar hafa verið í framleiðslu í tæplega 8 ár, þær hafa nú verið sérhannaðar fyrir hjólreiðarmenn.

Húfan liggur þétt yfir eyrunum og flaksast ekki þótt þú sért á fullri ferð, flísefnið andar vel og saumarnir liggja utan á húfunni þannig að engir saumar stingast í höfuðið. Húfan hentar einstaklega vel undir hjálm.

Hafnfirsk hönnun fyrir smekkmenn og konur.

mánudagur, september 20, 2010