Haustið er búið að gera innrás sína með tilheyrandi roki og rigningu. Ég er búin að vera á haus í litun í Óperunni og er það nú alltaf helvíti gaman.. en nokkuð tímafrekt, sem komið hefur niður á tölvuvinnu og skriffinsku! En nú verður gerð bót á því.
Fjölgun hefur átt sér stað í fjölskyldunni, Mjási litli 11. vikna fress kom í heimsókn og ákveðið hefur verið að ættleiða hann. Hinrik er mjög ábyrgðarfullur faðir/bróðir/stundum amma.... og eiga þeir mjög vel saman vinirnir. Og virkilega gaman að fylgjast með þeim. Mjási fékk nafn sitt úr bókum um Einar Áskel en hann á kött sem heitir Mjási.
sýni ykkur mynd sem fyrst af Mjásaling...
mánudagur, september 12, 2005
miðvikudagur, ágúst 31, 2005
P.S Messaggio per Leo
Se vedi questo caro Leo mio hai ricevuto il mio email.. nel tuo onore scrivo due righe in italiano.. ci manchiiii vieni via reykjavik quando vai a NY.. Hinrik Leonard ti manda tanti baci.. ha bisogno di vedere il suo padrino sai che ormai parla tanto italiano... dai Leoooo dai dai dai.. ti voglio bene tua Hildurina
Hvað er í gangi...
Það byrjaði með digital myndavélinni.. hún er biluð og enn að bíða þess að komast í viðgerð.. svo var það þvottavélin í fyrradag.. dauð... ónýt.. verð að kaupa nýja og hef ekki efni á því... grrr... svo í dag.. síminn.. en held það sé reyndar línan frá Ogvodafone.. sem by the way endurgreiddu okkur 10.000 kall í gær vegna þess að við erum búin að greiða af aukanúmeri í marga mánuði sem við eigum ekki, höfum aldrei átt og kom aldrei fram á neinum reikningum!!! Það er svo margt í gangi.. hef verið að vinna mikið síðustu vikur.. óperan komin á fullt og ég að lita heilmikið voðagaman og svo búðin alltaf nóg að gera og ég frekar ánægð með það eyði öllum kvöldum í sauma.. hitti Ingó um miðnætti og fer að sofa kl 3.. ekki nógu gott vonandi fer að komast regla á mig og vinnuna mína með skammdeginu.
fimmtudagur, ágúst 18, 2005
Menningarnótt
Bréf sem fór til þeirra sem eru á póstlista pjúru....
Sælar dömur.
Laugardaginn 20. ágúst er Pjúra menning í Ingólfsstræti 8. Við opnum klukkan 12 og
opið verður eitthvað fram eftir kveldi.
Pjúra og Frú Fiðrildi styðja menninguna í miðbænum og af því tilefni ætlar MoR
(Margrét Eir og Róbert bassaleikari) að syngja nokkur vel valin Duran Duran lög
fyrir framan verslanirnar klukkan 14 og 16 þennan sama dag.
Pjúrur eru nú komnar aftur við sníða og saumaborðið eftir sumarfríið með höfuðin
stútfull af nýjum hugmyndum og eru nýjar og spennandi vörur væntanlegar í búðina á
næstu dögum og vikum. Einnig eru nýjar myndir á blogginu og myndir af nýjum vörum
verða settar á bloggið eftir því sem þær berast.
Við hlökkum til að sjá ykkur í Pjúru
Pjúra íslensk hönnun
Ingólfsstræti 8
101 Reykjavík
http://www.blog.central.is/pjura
Elín A. Gunnarsdóttir - elina
Hildur Hinriksdóttir - HiN
Íris Eggertsdóttir - Krúsilíus
Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir - Kow
Sælar dömur.
Laugardaginn 20. ágúst er Pjúra menning í Ingólfsstræti 8. Við opnum klukkan 12 og
opið verður eitthvað fram eftir kveldi.
Pjúra og Frú Fiðrildi styðja menninguna í miðbænum og af því tilefni ætlar MoR
(Margrét Eir og Róbert bassaleikari) að syngja nokkur vel valin Duran Duran lög
fyrir framan verslanirnar klukkan 14 og 16 þennan sama dag.
Pjúrur eru nú komnar aftur við sníða og saumaborðið eftir sumarfríið með höfuðin
stútfull af nýjum hugmyndum og eru nýjar og spennandi vörur væntanlegar í búðina á
næstu dögum og vikum. Einnig eru nýjar myndir á blogginu og myndir af nýjum vörum
verða settar á bloggið eftir því sem þær berast.
Við hlökkum til að sjá ykkur í Pjúru
Pjúra íslensk hönnun
Ingólfsstræti 8
101 Reykjavík
http://www.blog.central.is/pjura
Elín A. Gunnarsdóttir - elina
Hildur Hinriksdóttir - HiN
Íris Eggertsdóttir - Krúsilíus
Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir - Kow
mánudagur, ágúst 15, 2005
Veislustjórn
Margrét Ben vinkona gifti sig á laugardaginn honum Pétri sínum. Ég var veislustjóri. Í fyrsta skipti sem ég tek svoleiðis að mér og svei mér þá mér gekk barasta rosalega vel! Þetta var flott brúðkaup í fallegum sal og fegurðin skein af brúðurinni! Margrét Eir kom og söng 2 lög fyrir þau að minni ósk og var alveg stórkostleg. Ræður voru fluttar og málverk framið af veislugestum til brúðhjóna, gullkorn skrifuð á blað, ofsagóður matur og svo var stiginn dans fram eftir nóttu. Við hjónin komum heim glöð og þreytt klukkan 2.30.
Nú er Einara systir Ingó farin til Svíþjóðar með börn og buru. Við náðum að hitta hana og dæturnar hjá Tengdó í gær og var það voðagott fyrir Hinrik. Hann er á "besta vinar" tímabilinu, allir eru bestu vinir hans til skiptis, Írena Björt, Breki Þór, Andri Þór á leikskólanum, afi Kiddi, afi Hinrik osfrv.. hann spurði Pabba sinn í gær hvort mamma væri besti vinur hans og auðvitað svaraði Ingó með jái!
Óperan bíður, byrja að vinna í dag og hlakka bara til.
Nú er Einara systir Ingó farin til Svíþjóðar með börn og buru. Við náðum að hitta hana og dæturnar hjá Tengdó í gær og var það voðagott fyrir Hinrik. Hann er á "besta vinar" tímabilinu, allir eru bestu vinir hans til skiptis, Írena Björt, Breki Þór, Andri Þór á leikskólanum, afi Kiddi, afi Hinrik osfrv.. hann spurði Pabba sinn í gær hvort mamma væri besti vinur hans og auðvitað svaraði Ingó með jái!
Óperan bíður, byrja að vinna í dag og hlakka bara til.
sunnudagur, ágúst 07, 2005
Kabarett, Pjúra og brúðkaup.
Það er sunnudagur og veðrið úti virðist nokkuð haustlegt. Ég neita samt að trúa að sumarið sé búið! Ég er enn í fríi í óperunni. Það er búið að vera mikið að gera í búðinni og ég hef mikið verið að vinna þar þar sem stúlkurnar hafa verið mikið í fríi. Ég er komin með nýja línu af pilsum og er það gaman hvað þau rjúka út. Vonandi gengur mér vel að sauma í vikunni þar sem það er mikil forvinna við pilsin. Ég lita þau og mála og sauma svo. Fór á frumsýningu á Kabarett á fimmtudaginn og mæli óhikað með þeirri sýningu. Mjög proffessional söngleikur, snertir mann djúpt og Felix er yndislegur.. fékk flassbakk í Greyfana svei mér þá þegar hann söng svo fallegt lag. Hef ekki verið mikill aðdáandi Þórunnar en hún var helvíti góð í þessari sýningu. Auðunn Þór litli frændi minn gifti sig í gær og var það yndislegt brúðkaup! Hápunktar veislunnar voru 2. Stebbi Hilmars kom og söng 5 lög og svo slógum við systkynini í gegn með skemmtiatriði sem var improviserað á staðnum og var ég svo glöð að því loknu að við skildum gera þetta fyrir litla frænda!
laugardagur, júlí 23, 2005
Prufa með myndir
Það gladdi hjart foreldranna þegar Hinrik Leonard ákvað að borða spaghetti um daginn! Hingað til hefur hann neitað að borða pasta en fannst spaghettíið eitthvað spennandi og hámaði það í sig!! Viva la pasta!
Ekki lengur kalt á tánum!!
Ég er ekki búin að vera dugleg að blogga síðustu daga.. fyrst var það kuldinn nú er það hitinn! Það er gott að vera í Reykjavík þessa dagana og segja gárungarnir að hitinn eigi að haldast út vikuna... vona það.. trúi því varla en vona það. Hinrik sefur í sófanum og á eftir þegar hann vaknar ætlum við út.. bara eitthvað út í sólina.. vildi óska þess að ég væri með garð.. gæti þá dúllast þar allan daginn.. það kemur að því..
föstudagur, júlí 08, 2005
Mér er kalt á tánum.
8. júlí.. svitinn lekur af mér og ég get ekkert drukkið nema vatn, kannski eina dós af Cocacola þegar húma tekur. Held mig innandyra allan daginn með viftuna á fullu skreppa kannski út í kvöld á minipilsi og hlýrabol...... svona var líf mitt fyrir 5 árum síðan. Í dag sit ég við tölvuna í 101 Reykjavík og er að drepast úr kulda á tánum.....grátbroslegt.. kannski.. held ég gráti bara!
laugardagur, júlí 02, 2005
Dömukvöld í Pjúra og Frú Fiðrildi
Þann 6. júlí næstkomandi milli 19 og 21 liggur leið þín til okkar. Taktu með vinkonur, mágkonur, mömmu, tengdó og allar þær konur sem þú mætir á leiðinni. Sumarstemming, léttar veitingar, þægileg tónlist og notaleg stund á Ingólfsstræti 8.
Segðu öllum sem þú þekkir frá þessum viðburði og við sjáumst hress - ekkert stress
Komdu í Pjúra - ekki skúra
Komdu í Pjúra - ekki kúra
Segðu öllum sem þú þekkir frá þessum viðburði og við sjáumst hress - ekkert stress
Komdu í Pjúra - ekki skúra
Komdu í Pjúra - ekki kúra
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)