miðvikudagur, apríl 08, 2020
mánudagur, apríl 06, 2020
Dagur 29
Föstudagur, Páfinn hughreysti okkur í fréttatímanum.
Haldið ykkur heima...
Föstudagskvöld,
Ingólfur ræðir við Loga um almenna kurteisi.
Laugardagur á þakinu, kindill og útsaumsmynd
og....
Felix minn
Hundur og köttur á laugardegi
Morgunverður á sunnudegi
og hundur í skugga
Svart og sykurlaust... við Logi bæði ómáluð
Ég á sunnudegi að reyna að lesa....
Það gekk ekki vel.
Mánudagur, heitt...hundur.
og nú er komin dagur 29.
Verkefni dagsins er að finna út hvernig í ósköpunum við getum pantað áfyllingu á Sódastrímið.
föstudagur, apríl 03, 2020
Bjartsýni borgar sig
Valdi mér þennan límmiða í gær.. sendi skilaboð út í KOSMOSIÐ
og viti menn...
í dag skrifaði ég undir starfslokasamning í gömlu vinnunni minni.
Þetta er búin að vera mjög, mjög erfitt ferðalag sem loksins er á enda.
Við Ingó þurftum að skella okkur í annað hverfi sem er í 2 km fjarlægð og bíða svo í
10 mínútur fyrir utan gamla vinnustaðinn minn.
Ferðin í dag var hreint út sagt óraunveruleg...
venjulega tekur uþb 15 minútur að keyra þessa leið stundum allt uppí 25 mínútur.
Á sunnudögum ca 10 min,
í dag tók þessi bílferð 3 til 4 mínútur.
Engin traffík, göturnar algerlega tómar og við lentum alltaf á grænu ljósi.
Lögreglan var að tékka á bílum við stóru götuna og við þurftum hálfpartinn að fela okkur meðan við biðum!!
Lögreglan er sko ekkert að grínast með sektir í dag.
Upphæðin er 300 til 4000 evrur ef þú ert að flækjast eitthvað að óþörfu.
Það fékk þessi prestur í Calabríu að finna fyrir á dögunum.
en hann ákvað að skella sér í göngu um götur bæjarins með heilagan kross sem farið er með á hverju ári. Að þessu sinni fór presturinn einn út að ganga og lögreglan stoppaði hann, setti hann í tveggja vikna sóttkví og sektaði um 400 evrur.
Nú er búið að framlengja útgöngubannið sem rann út í dag.
Opinberlega til 14 apríl en ráðamenn hafa ýjað að því að það verði til 1 maí allavegana.
Góðu fréttirnar eru að ég er loksins búin að kaupa sólarvörn!
og vorið er komið og hitinn á uppleið... 18 gráður í dag og 21 á morgun.
Farið varlega elskurnar!
miðvikudagur, apríl 01, 2020
Grímur og Evrópa
Jæja ég er búin að eyða deginum meira og minna í grímusaum.
Það er algerlega ómögulegt að kaupa grímur hér í apótekinu og ef maður vill panta þær af Amazon þá tekur mánuð að fá þær sendar.
Mín gríma er gul... Auðvitað!!
Gerði hvíta á strákana en ætla ekkert að biðja þá um að pósa fyrir mig í dag....
kannski á morgun.
Hlustaði með öðru eyranu á íslenska fundinn áðan.
Þar sagði Víðir? Þórólfur? annar hvor þeirra að íslendingar eigi ekki að vera með grímur og er það aðallega vegna þess að skortur er á grímum og það á að nota þær inná spítölum.
Hér á Ítalíu gilda ekki sömu reglur.
Fyrst var þetta svolítið á reiki... á ég að vera með grímu og hanska..eða ekki...
Núna er þetta hins vegar alveg á hreinu.
Þegar þú ferð út áttu að vera með grímu og hanska.
Þú þarft ekki að vera með grímuna á þér meðan þú ert undir stýri eða einn á labbi, en í verslunum, apótekinu eða þegar þú mætir fólki þá áttu að vera með grímuna fyrir vitunum.
Þess vegna saumaði ég þessar nýju grímur í dag.
Það er svo erfitt að anda í gegnum þær sem ég hafði áður gert en þessar eru úr bómull, eru þrefaldar og eiga að gera gagn.
(Er sko búin að vinna mikla rannsóknarvinnu áður en ég hellti mér í saumaskapinn)
Nú
Mottó þessara daga er:
Mynd úr dagbókinni minni |
Snúum okkur nú að alvarlegri efnum;
Ég fékk skilaboð í gær frá foreldra úr bekk Hinriks
Skilaboðin lýsa andrúmsloftinu hér á landi ansi vel.
Ítalir eru alveg brjálaðir út í Evrópusambandið og þá aðallega Þýskaland, Austurríki og Holland
Á samfélagsmiðlum fer fólk fram á að tekinn verði niður Evrópufáninn af byggingum og margir Borgarstjórar hafa nú þegar gert það.
Þegar faraldurinn byrjaði á Norður Ítalíu sendi ríkisstjórnin neyðaróp til Brussel.
Engin voru svörin....
Svo kom hjálp frá Kína, Indlandi, Kúbu, Albaníu og síðast Póllandi.
Trump lofaði svo Giuseppe Conte forsætisráðherra að senda gögn hingað.
En aftur að skilaboðunum sem ganga nú á milli manna,
þar erum við beðin um að sniðganga allar þýskar og austurrískar vörur.
Fyrir þá sem tala ítölsku set ég skilaboðin hér að neðan.
Reiðin er sem sagt byrjuð að krauma....
FONDAMENTALE
FACCIAMO IL KULO ALLA CULONA MERKEL e ai Crucchi
Considerato che la guerra è ECONOMICA , e Tedeschi e Austriaci non hanno intenzione, di aiutare coi soldi di tutti e cioè con Eurobond, i paesi più colpiti dell'area Euro come SPAGNA FRANCIA, ITALIA ecc. Soldi che servirebbero a curare malati, a comprare farmaci, a pagare medici, infermieri, sussidi , cassa integrazione, contributi ad aziende e lavoratori, ed attività commerciali oggi chiuse , e ogni misura di sostegno all'economia del nostro paese .
Visto che andiamo tutti a far la spesa, VI IMPLORIAMO di far crollare il fatturato delle aziende tedesche e austriache, i vantaggi saranno enormi..
Il primo è per l'occupazione italiana, in secondoluogo le aziende italiane pagano tasse in Italia, molte multinazionali delocalizzano e non producono nulla in Italia, ma inviano solo i loro prodotti al nostro mercato, cioè non producono posti di lavoro in Italia . Altre tramite un gioco complicato ma legale, pagano poche tasse, avendo sede ad Amsterdam o Paesi Bassi.
Se le aziende tedesche che hanno dipendenti qui in Italia crollano, altre aziende italiane o di altri paesi assumeranno personale in Italia, quindi tranquilli.
La Germania ha avuto un SURPLUS commerciale da quando è entrata in Europa, vantaggio riconosciuto da tutti gli economisti del mondo.
Questo anche perchè la gran parte dei nostri politici son tutti senza palle.
I vantaggi per le aziende NON GERMANICHE sarebbero enormi,
Vi chiediamo di inoltrarlo a 20 persone, di cui 2 almeno fuori dalla vostra città,
se ognuno di voi ci riesce in 5 minuti siamo a 400, in un ora a 8.000 persone circa, in un giorno raggiungiamo 192.000 contatti, quindi i numeri si fanno importanti.
Massacriamo la Germania, senza missili, senza armi, ma con l'arma che è caratteristica di noi italiani e cioè l'intelligenza.
vedi MEUCCI (inventore telefono), E.FERMI, Cristoforo Colombo, Leonardo da Vinci
BOICOTTIAMO TUTTI I PRODOTTI ELENCATI:
COLOSSI GRANDE DISTRIBUZIONE tedeschi:
ALDI SUPERMERCATI
LIDL , PENNY Market e DESPAR,
prodotti:
BALSEN biscotti
YOGURT MULLER
KNORR SUGHI
HARIBO caramelle
Birra Paulaner , Edelweiss, Goldenbrau, Gosser (BAVARIA e Heineken olandesi)
Red bull bevanda austriaca
Henkel group tedesca che detiene:
DIXAN, BIO PRESTO, Perlana, VERNEL, PERSIL ,Pril per lavastoviglie,
Nielsen sapone piatti .
GLISS per capelli,
antica Erboristeria che è tutto meno che italiana
Breff detergenti prodotti casa
VAPE antizanzare
HERTZ autonoleggio
Ravensburger giocattoli
LOCTITE e colla e Pritt
Schwarkopf shampoo e Neutromed saponi
Continental pneumatici
ROWENTA E VORKERK elettrodomestici
Marchio Bosch e Aeg Cucine
Materiale per bagno edilizia
Duravit, Grohe e Knauf , Villeroy & Bosch
Wurth viti
Junkers e Vaillant caldaie
Telefunken televisori
Osram e SIEMENS, colossi illuminazione
PUMA e ADIDAS
ESCADA e MONTBLANC
REUSCH e ULHSPORT abbigliamento sport e neve.
LANGE & SONHE orologi
KTM moto
Swaroski gioielli
SCI ATOMIC e il marchio HEAD
Deustche bank -chi tiene i soldi lì ricordiamo che la banca ha varato 20.00 licenziamenti in tutto il mondo, in quanto attraversa una grave crisi di liquidità.
Decisamente più sicuro tenere risparmi nelle grosse banche italiane
Sui farmaci , si parla di salute e quindi siamo persone perbene e non ci permettiamo di toccare la Bayer ma se comprate un'aspirina in meno è meglio, per tutti..
DIFENDETE I LAVORATORI E LE AZIENDE DEL VOSTRO PAESE
Non ci rivolgiamo a tutti ma solo AGLI ITALIANI CHE VOGLIONO DIFENDERE IL PROPRIO PAESE, OGGI COME NON MAI
Buona Spesa a tutti
E Forza Italia SEMPRE
mánudagur, mars 30, 2020
Dagur 22
Dagur 22
Kæra dagbók, ég er heppin, ég hef pláss til að ganga yfir 8000 skref á dag. Geri það meðan ég tala í símann við mömmu...uppá þaki, geng líka hér inni fram og tilbaka. Á hverjum degi dansa ég líka, mér er alveg sama þó einhver í næsta nágrenni sjái mig... það er gott að dansa!
Þögnin er erfiðust held ég, það heyrist næstum ekkert úti. Nema öðru hvoru sjúkrabílar sem bruna hér meðfram ánni.
Reyndar er fuglasöngurinn yndslegur og það eru fullt, fullt af fuglum hér í nágrenninu, grænu páfagaukarnir, smáfuglarnir, krákurnar, dúfurnar og mávarnir.. sem eru reyndar færri þar sem ekki er lengur nóg að borða fyrir þá hér í borginni.
Í Róm eru milli fjórtan til sextán þúsund einstaklingar á götunni. Það er ekki búið að gera mikið fyrir það fólk. Þrjú þeirra gengu hér framhjá í morgun, þau voru öll undir áhrifum en engin með hund sem er óvenjulegt, þau voru með læti, öskur og læti. Ég sé útigangsfólkið líka þegar ég fer í búðina, á torgunum, sígaunarnir er farnir í bili, heyrði frétt um að glæpagengi á vegum sígauna sé byrjað að brjótast inn í tómar íbúðir og setjast þar að.
Hústökusígaunar.
Ég vaknaði snemma í morgun,
Hinrik byrjaði í skólanum klukkan 8. en Felix klukkan 11.
það gengur allt ljómandi vel hjá þeim sem betur fer.
Ingó vinnur... og ég var með dýrin á þakinu eins og vera ber!
seinni partinn kem ég svo hingað niður í herbergi.
Í gær byrjaði ég að mála eftir númerum
Ég fjárfesti í þessu málverki fyrir 3 árum.
Núna loksins hef ég tíma fyrir það!!!
Málningin er reyndar meira og minnað uppþornuð, en smá vatn og þolinmæði reynist vel og mér finnst þetta gaman. Minnir mig á gamla daga!
Þetta er ég í dag
Kaffibrún... ef kaffið væri rauðbirkið!
laugardagur, mars 28, 2020
Hláturinn lengir lífið... og hjálpar innilokuðum!!
Í dag skein sólin loksins.
Ég var uppá þaki í rúmlega 3 klukkutíma og naut þess að leika við dýrin, horfa á köttinn hvæsa á hundinn og tala við ástvini mína á Íslandi og í Noregi.
Ég labbaði 7000 skref á þakinu meðan ég spjallaði og lék mér!
Svo hvarf sólin bakvið ský og ég fór að huga að þvotti.
Nú sit ég við tölvuna og hlýði á trommuslátt... taktfastann trommuslátt...
Þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara.
Innilokuð í þögninni.
Ég reyni að hlæja oft á dag.
í morgun sá ég frétt um prest sem ákvað að messa yfir söfnuðnum sínum á netinu
Aumingja karlinn gleymdi að taka filterinn af myndavélinni í símanum!!
Ég hló dátt!
Ég hló dátt!
Ég þrjóskast við að blogga á hverjum degi en stundum veit ég barasta ekkert hvað ég á að skrifa um!?
Endilega sendið mér spurningar ef það er eitthvað sem þið viljið að ég skrifi um.
Nýjustu fréttir segja að innilokuninn verði framlengd til 18 apríl, er nú í gildi til 3 apríl.
Læt ykkur vita þegar staðfesting kemur.
Saman, óhrædd.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)