laugardagur, desember 25, 2004

Gleðileg jól

Jóladagur hálfnaður og ég ein í kotinu. Þetta var yndislegasta aðfangadagskvöld sem ég hef upplifað en jafnframt það erfiðasta. Ég vaknaði snemma á aðfangadagsmorgun alveg drulluveik. Kastaði upp stöðugt og líkaminn minn algerlega búinn. Strákarnir mínir fóru bara einir á jólagjafarúntinn og einhvernvegin tókst mér að elda dýrindis steik og meðlæti og segja strákarnir mínir að þetta hafi verið besti hamborgarhryggurinn ever!! Og var hann nú góður fyrir! Við opnuðum svo alla pakkana og svo datt ég út. Gubbaði svolítið meira og fékk niðurgang. Núna eru strákarnir mínir í jólaboði hjá Tengdó en ég er ein hér lasin. Við fengum öll þrjú svo yndislegar gjafir að maður á náttúrulega ekki til orð og Hinrik svo hamingjusamur með sitt. Ingólfur fór með hann uppí rúm um 11 leytið og þegar þeir voru búnir að liggja svolítið áttaði Hinrik sig á því að hann var ekki alveg búin að leika sér! Svo hann fór fram og lék sér smá meira.
Núna er ég að hlusta á yndislega tónleika á Rás 2 með Margréti Eir.
Gleðileg jól öllsömul!

Engin ummæli: