fimmtudagur, september 22, 2005

BRANDUR og hitt og þetta

Það er svo margt að gerast þessa dagana og lítill tími til að vera í tölvunni. Hinrik er búin að endurskíra Mjása.. hann heitir Brandur núna eins og kisin hans Emils (hver vissi að Emil ætti kisu?!)Hægt að skoða myndir á

http://hinrikleonard.barnaland.is/

Ítalíuferðin nálgast og vill svo skemmtilega til að Ingólfur er að fara til Sikileyjar þann 29. sept og kemur heim með vélinni sem ég fer með svo til Rómar þannig að við munum hittast í mýflugumynd á Keflarvíkurflugvelli. Ingólfur er að vinna í heimasíðunni sinni og svona lítur hún út

http://www.internet.is/ingolfur/

Ingólfur er svo búin að vera að vinna að minni sem er alls ekki tilbúin en þið getið kíkt á hana eins og hún er núna í vinnslu:

http://www.internet.is/hildurina/

Búðin gengur vel. Búið að vera ágætt að gera í húfubransanum enda farið að kólna. Heimasíða búðarinnar er:

http://www.blog.central.is/pjura

Ótrúlega margar heimasíður sem tengjast manni þessa dagana verð að segja það.
vinnan kallar.......

Engin ummæli: