mánudagur, júní 05, 2006

Veikindi og Lost

Ég verð að fara að athuga hvað upphæðin er á fjölskyldu til að fá afsláttarkort frá Tryggingarstofnun! Það er ekki heilbrigt hvað fjölskyldan hefur verið veik síðan við fluttum í Njarðvík! Ég er náttúrulega löngu komin með svoleiðis kort en núna eru Ingólfur og Hinrik báðir búnir að heimsækja Heilbrigðisstofun Suðurnesja, síðast í morgun. Hinrik vaknaði öskrandi klukkan 5. með svívirðilega eyrnarbólgu og Ingólfur fór með hann á vaktina strax klukkan 10. (ég svaf var að horfa á Lost í nótt.. meira um það á eftir) Þegar þeir komu heim lagðist Hinrik í rúmið okkar með Ingólfi og við horfðum á hitann hækka, eftir að hafa tekið inn Pensillín og hálfsofnað kastaði hann öllu upp, yfir sig, pabba sinn og rúmið.. Síðan hafa þeir feðgar sofið!

Ég var semsagt að horfa á Lost í nótt.. á núna tvo þætti eftir af seríu 2 og ohmygod!! Sem betur fer hefur serían aldeilis tekið á sig sína fyrri mynd, spenna og óvæntir atburðir eru að ganga frá mér og ég hlakka svoooo til í kvöld að horfa á síðustu tvo þættina.

Engin ummæli: