laugardagur, júlí 15, 2006

Litlu hlutirnir...

Það eru litlu hlutirnir í lífinu sem skipta máli. Það er yndislegt að vakna á laugardagmorgni og knúsa þriggja ára son sinn í svolitla stund. Skiptir engu máli þó rokið berji á gluggann.. þá er best að hugsa jákvætt og þvo nokkrar vélar og hengja út og vona að ekki komi skúr. Svo er gott að fara í hádegisgrillveislu hjá gömlum vinum og segja rokinu stríð á hendur! Yndislegt að horfa á fallega mynd á laugardagskvöldi eins og til dæmis Elizabethtown.. yndisleg mynd!

Ég veit að ég kemst í útilegu einhverntíma á næstunni.. ætla að halda áfram að láta mér hlakka til.. þó að veðrið sé leiðinlegt núna þá HLÍTUR það að batna... ekki satt!?

Það er yndislegt að eiga góða fjölskyldu sem maður getur elskað skilyrðislaust. Ég á þannig fjölskyldu!

Engin ummæli: