föstudagur, september 29, 2006

Hildur og Hinrik Leonard

Hinrik tók uppá því að klæða sig upp í búning í kvöld. Hann setti á sig buffið hans pabba síns og tróð sokkum og nærbuxum inná sig til að vera með bumbu eins og mamma sín. Ég í nýja dressinu mínu og skónum sem Ingólfur gaf mér í brúðkaupsafmælisgjöf en 29. september erum við búin að vera gift í 5 ár! Mér finnst bumban á mér orðin ansi stór miðað við að ég er bara komin 16 vikur á leið en svona er þetta víst!

Engin ummæli: