föstudagur, nóvember 03, 2006

Miðstöð mæðraverndar

NFS, 27. Október 2006 12:30
Áhættumeðgönguvernd í óvissu
Ljósmæðrafélag Íslands og Félag hjúkrunarfræðinga hafa þungar áhyggjur af því að ekki sé ljóst hvernig áhættumeðgönguvernd verði háttað, nú þegar þrjár vikur eru í að Miðstöð mæðraverndar verði lögð niður í núverandi mynd. Konur sem þurfa á sérstakri meðferð og ráðgjöf að halda á meðgöngu út af meðgöngusykursýki eða meðgöngueitrun vita ekki hvert þær eiga að mæta í skoðun eftir þrjár vikur. Ljósmæðurnar sem hafa byggt upp sérþekkingu í störfum sínum síðustu 6 árin vita ekki hvar eða jafnvel hvort þær eiga að mæta í vinnuna eftir þrjár vikur. Þá verður Miðstöð mæðraverndar flutt af Barónsstígnum þar sem hún hefur verið síðan árið 2000 og í gær var tilkynnt að aðstaða sem byrjað var að byggja upp í Mjódd verður ekki notuð í þessum tilgangi. Í staðinn verður byggð upp ný deild á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir þetta til marks um hringlandahátt í heilbrigðiskerfinu að nú eigi að fara að byggja upp þriðju deildina á rúmum fimm árum og ekki sé hægt að ákveða hvort aðstoð við mæður í áhættumeðgöngu verði innan heilsugæslu eða inni á sjúkrahúsum. Þjónustan var veitt inni á Landspítalanum áður en hún var færð til Heilsugæslunnar árið 2000 og nú sé hún aftur á leið inn á sjúkrahúsið. Guðlaug segir engan draga í efa hæfni eða fagmennsku ljósmæðra á LSH en óvissan sé slæm og nú þurfi að hafa hraðar hendur ef mæður á áhættumeðgöngu eigi ekki að standa uppi úrræðalausar um miðjan nóvember.

Ég er ein af þeim konum sem sækja Miðstöð Mæðraverndar á Barónsstígnum, framtíð mín er óviss ég á næsta tíma 15. nóvember og svo veit ég ekki hvert ég verð send. Það er ótrúlegt að allt got sem gert er fyrir konur eyðilagt.. samanber Fæðingarheimilið og mfs og nú Miðstöð Mæðraverndar. Ljósmóðirin mín er mikilvægur hlekkur í meðgöngukeðjunni minni þar sem ég átti mjög erfiða meðgöngu og fæðingu síðast þá er hún og það öryggisnet sem hún hefur á bakvið sig á Mæðraverndinni svo mikilvægt fyrir mig og mína andlegu og líkamlegu heilsu.. ég er alveg bit yfir þessu og er að hugsa hvað ég get gert til að láta rödd mína heyrast. Er að spá í að skrifa Sif persónulega.

Aðrar frétti: Búin að missa 8 kíló og gubba á hverjum degi.

Flutt!!

Að lokum... bumbubúinn er með typpaling!

Engin ummæli: