sunnudagur, desember 31, 2006

BT

Fór í BT í Hafnarfirði í gær til að kaupa Playstation leik handa Hinriki. Talaði við afgreiðslumann þar um leiki fyrir algeran byrjanda. Sagði honum hvað Hinrik væri gamall, og hann byrjaði að sýna mér leiki sem voru fyrir 12 ára og eldri! Ég sagði við hann að mér litist nú ekkert á það að vera að kaupa leik fyrir hann sem væri bannaður! Og hann horfði á mig eins og ég væri ein af þessum "hallærislegu" mömmum sem leyfa börnunum sínum ekki neitt.
"Það er ekkert blóð í þessum leik" sagði hann hneykslaður. Ég sagði "Ok, en hann er ekki fyrir 12 ára og yngri, sonur minn er 4 ára og hefur aldrei spilað Playstation leik!" "Ég meina þessar merkingar eru ekki bara um að þetta séu blóðleikir" hélt hann áfram, "Þó hann sé bara 4 ára þá getur hann alveg, kannski, jafnvel spilað þennan leik það er smá bardagi en ekkert blóð!"

HÁLFVITI! Hljómaði í hausnum á mér, á starfsfólk ekki að fylgja lögum? Hvað er eiginlega í gangi? Ég endaði með því að kaupa Bílamyndaleikinn sem er fyrir 3 ára og eldri og dettur ekki í hug að láta son minn spila leiki sem hann ræður ekkert við og eru ofbeldisfullir og hana nú! Stend við þetta á kostnað þess að hljóma HALLÆRISLEG!

Engin ummæli: