þriðjudagur, janúar 23, 2007

Ein sæt saga...

Sonur minn kom heim af leikskólanum í dag og knúsaði móður sína... eins og vera ber! Jónína matráðskona á leikskólanum er góður kokkur og í dag var grænmetis lasagne á matseðlinum, og var frú Jónína óspör á hvítlaukinn. Ég með óléttuveikina þarf að hafa mig alla við þegar drengurinn minn knúsar mig, hvítlaukslyktin svífur yfir vötnum og ég á ekkert ráð til að losa drenginn við hana. Það fylgir svo auðvitað að hann er óvenju "knúsleitinn" í kvöld og ég þarf bara að halda niðrí mér andanum ehheeheheh

3 ummæli:

BbulgroZ sagði...

Fóðraðu drenginn á steinselju, hún á víst að vinna gegn hvítlauksstækjunni : )

Nafnlaus sagði...

eða bara leyfa honum að anga, og setja bara klemmu nebbann á mömmunni..!!!

imyndum sagði...

Blessuð mín kæra gamla vinkona. Enn gaman að þú skyldir hafa fundið mig í blogg frumskógum. Ég er búin að vera að stikla á stóru í gömlum færslum hjá þér og hlakka til að halda áfram að fá fréttir af þér og þínum og endurnýja þannig gömul kynni. Vona að þú kíkir reglulega inn á bloggið mitt líka.

Bestu kveðjur í bili
Rósa Rut