þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Sumir dagar...........

Sumir dagar........... eru bara svona, Ingó veikur og Hinrik heima í fríi þar sem ekki tók því að vera að gera tvær ferðir inn í Reykjavík bara til að keyra og sækja í leikskólann! Ég vildi óska að Hinrik færi að komast að í Leikskólann hér í næsta húsi, þetta verður svo flókið þegar litla barnið verður komið og nú fara æfingarnar að hellast yfir hjá Ingó og hann í burtu öll kvöld... allavegana hér eru allir heima í dag.

Búin að vera að lesa bækurnar um Kvenspæjarastofu númer eitt síðustu daga. Rosalega skemmtilegar bækur, gerast í Botsvana og eru svo skemmtilega skrifaðar. Veita svo góða innsýn á hugsunarhátt kvenna í Afríku. Annars er Afríka farin að poppa mikið upp í dægradvöl minni þessa dagana. Horfði á Blood Diamond um helgina. Rosalega góð mynd og Leonardo Di Caprio kemur inn sem STERKUR leikari!! Ótrúlegt en satt, búin að missa barnafituna og sýnir snilldartakta.

Fór í Bókasafnið í gær, tók 2 bækur sem ég held ég skili barasta aftur í dag! Ekki spennó. Ég sakna Chick lit safnsins í Borgarbókasafninu, er núna aðallega að lesa glæpasögur af Bókasafni Hafnarfjarðar.

over and out

4 ummæli:

Katrín Úlfarsdóttir sagði...

Ég skil ekkert í því hvað öllum finnst kvennspæjarinn skemmtilegur. Ég gaf mömmu allar bækurnar sem ég var búin að eignast eftir þennan höfund, eftir að hafa gert ítrekaðar tilraunir til að lesa þær. Skil ekkert í þessu...
kv. að Norðan úr kuldanum.

Hildurina sagði...

það er eitthvað við spæjarann sem er svo einfalt og skemmtilegt... veit ekki, kannski er málið að þetta er áreynslulaus lesning!?

imyndum sagði...

Ég er alveg sammála þér með Blood Diamond og Di Caprio. Í lok myndar skammaðist ég mín fyrir lákúrulegar hugsanir í hans garð í byrjun myndar. Hann kemur vel á óvart og ég þegar farin að hlakka til að sjá hvað kemur frá honum næst.

Þetta með kvennspæjarann. Er það ekki líka bara svo notalegt að lesa um kvenn spæjara og taka sér þarmeð frí frá þessum karlaheimi sem við erum oft á tíðum orðnar of samdauna?

Nafnlaus sagði...

Alveg hreint mögnuð mynd og Di Caprio virkilega góður og ekki síður mótleikari hans Djimon Hounsou... alveg hreint frábær leikari þar á ferð. Átakanlegt að horfa upp á hvað hefur gerst þarna í Sierra Leone og illsku mannskepnunnar almennt, ekki síst hvernig börnum var rænt, heilaþvegin og neydd til ódæðisverka. Því miður ekki einsdæmi í veröldinni.