Jæja þá er best að upplýsa ykkur dyggu lesendur mína um nýju vinnuna mína. Húfubransinn er og verður áfram bara "meðframvinna" en á miðvikudaginn var byrjaði ég í nýrri vinnu eftir fimm mánaða fæðingarorlof..

Ég er nú yfir hönnunardeild Fjölsmiðjunnar http://fjolsmidjan.is/


Umhverfið er mjög fjölskyldu og starfsmannavænt og engin yfirvinna (óborguð eins og í Óðperunni..) Og börn velkomin þegar starfsdagar ofl hamla leikskólaför.
Ingólfur hefur tekið við fæðingarorlofinu og verður heima næstu fjóra mánuði og svo kemur í ljós hvað gerist um jólin....
Mér finnst ég algerlega hafa dottið í lukkupottinn og þrátt fyrir mikla þreytu í dag þá held ég að ég verði fljót að komast uppá lagið með að vakna snemma og fara svo auðvitað að sofa fyrr.
Ingólfur stjórnar svo heimilinu með einstöku lagi og er hann búin að búa um hjónarúmið á hverjum degi og það er alltaf yndislegt að koma heim til strákanna minna!!
1 ummæli:
Glæsilegt Hildur, til hamingju!!! En það ætti enginn að vinna í þessari óðperu, það er bara þannig : /
Skrifa ummæli