þriðjudagur, október 11, 2011

Mínar heilögu svalir og smá fréttir:)

Það eru tveir menn á svölunum mínum... 
að gera við niðurfallið, sem er fínt.. 
þ.e. að þeir geri við niðurfallið!  
En mikið finnst mér erfitt að þurfa að fara úr rútínunni, saumaaðstaðan mín er nefninlega við svalirnar og nú húki ég inni í stofu og hlusta á morgunútvarp Bylgjunnar og bið til Guðs að þeir verði fljótir...
Annars held ég að það verða allt í ryki.. þeir eru nefnilega með höggbor.. 
aiiiiaa eins og sagt er á ítölsku.

En þá er komið að fréttum af Rómverjunum:
Hinrik Leonard stendur sig eins og hetja í skólanum, hann er komin með aðstoð, það kemur aukakennari inn í tíma og hjálpar Hinriki og André sem er fransk-amerísk-ítalskur.  Það er ofboðslega jákvætt og uppáhalds námsgreinin er stærðfræði.  Hann er á fullu að læra að skrifa skrifstafi en hér eru bara skrifaðir skrifstafir, það gengur líka vel.  Í síðustu viku voru þrjár afmælisveislur Hinrik Leonard og Federico félagi hans áttu báðir afmæli 3 október og André átti afmæli 5 október.  Hér er mynd úr afmæli André's sem haldið var á bar í Trastevere, þar var dansað og dansað eins og sést hér á þessum myndum:

Dansað var við Michael Jackson!!

Felix Helgi blómstrar í leikskólanum, við foreldrarnir erum samt enn að reyna að skilja hver fílósófían er á bakvið þessa leikskólastefnu... hmmm.. Felix Helgi er tvisvar sinnum búin að finna teikningu eftir sig í ruslinu og hefur auðvitað móðgast helling!  Við tökum aðlögunina rólega, sitjum frammi og ég prjóna en Ingólfur les..  sjáum hvernig þetta þróast..

Sæti leikskólastrákurinn minn er með klút-viskustykki-diskamottu í töskunni sinni og glas, þegar kemur að kaffitíma setur hann viskustykkið á borðið og glasið ofaná það og svo fær hann kex, brauð eða ávöxt og vatn í glasið sitt!

Ég hins vegar framleiði eins mikið og ég get, ég er að prjóna og sauma, á núna tvær hyrnur á lager:
Önnur í jarðlitunum og hin blá/grá/svört.
Er að selja þær á 8000 kr með sendingar-
kostnaði sem er náttúrulega fáránlega ódýrt!



Svo er ég á fullu að hanna og framleiða nýjar útgáfur af húfunum.. hér eru nokkrar:


Nóg í bili, over and out!

Engin ummæli: