mánudagur, nóvember 14, 2011

Ólívutínsla í sveitinni hjá Todi, Umbria héraði..

 Þetta er sveitin hans Francesco Cordio, vinar okkar.  Okkur var boðið þangað á sunnudaginn til að tína ólívur,  strákarnir tóku hlutverk sitt mjög alvarlega og tíndu og tíndu allan daginn!
 

Hér sjást strákarnir mínir í miklum ham að tína og tína, Hinrik klifraði uppí trén til að ná betur í efstu greinarnar.



Francesco og konan hans Ilenia voru svo sannarlega höfðingjar heim að sækja,  Pabbi Francesco átti þetta hús og hann var listamaður eins og sést allstaðar bæði inni og úti.  Ilenia sá svo um að fæða duglegu vinnumennina!

Hér er farið að kvölda en enn eru strákarnir að tína, þetta eru sex ára gömul ólívutré,  Francesco gaf Hinriki og Felix sitthvort tréð sem þeir ætla að vera duglegir að heimsækja og hugsa um! 
 Í lok dags fengu allir sér hressingu, brauð með hunangi úr sveitinni.  Á myndinni sjást Ingó, Felix, Hinrik, Francesco og svo vinir þeirra Monia og dóttir hennar Viola sem voru líka í heimsókn.
 Við enduðum daginn á því að fara í ólívupressuverksmiðjuna þar smökkuðum við æðislega nýpressaða olíu og Francesco gaf strákunum 1. lítra af ólívuolíu í vinnulaun:)  Hans ólívur verða svo pressaðar í dag í þessari verksmiðju.

Ég keyrði svo alla leið heim og hætti mér í fyrsta skipti að keyra í Róm, við búum í miðbænum þannig að ég þurfti að keyra fyrst í gegnum alla litlu bæina í Umbria, svo á hraðbrautina og að lokum inn í Róm.  Og það tókst barasta vel. 

Í Umbriu keyrðum við í gegnum bæinn Amelia, sem er auðvitað bærinn hennar Amelíu bróðurdóttur minnar, þessi síðasta mynd var tekin fyrir hana!

1 ummæli:

Þyri sagði...

Algjört ævintýri!