mánudagur, mars 23, 2020

Grímur

Eins og í flestum löndum heimsins er farið að bera á skorti á lífsnauðsynlegum hlutum inná spítölunum, eins og hönskum, hlífðarfatnaði og grímum.
Við erum nú öll búin að læra að nota það sem við höfum og búa til grímur líka sbr.





Aðrir eru með annars konar efni til grímugerðar


en að öllu gríni slepptu þá er staðan alvarleg og við á Ítalíu höfum fengið fullt af efni að gjöf frá m.a. Kína, Rússlandi, Indlandi og Kúbu og núna voru þeir síðastnefndu að senda okkur fullt af læknum og sérfræðingum sem að Kína og svo gerði fyrir viku síðan.

Það sem er áhugavert er að gjafasending frá Kína til Rómar var stoppuð af tollinum í Tékklandi, gerð upptæk og 110 þúsund grímum dreift á spítala í landinu.

Þegar þetta komst upp vildi ráðherra helst ekkert tjá sig um málið annað en það að þeir héldu að þetta væru stolnar grímur sem ætlaðar væru á svartamarkaðinn.

Nú nokkrum dögum seinna segir hann að Tékkland muni senda grímur til Rómar í stað þeirra sem þeir "tóku óvart" en merkilegt þykir að engin afsökun hefur komið fram frá Tékklandi!!

Engin ummæli: