þriðjudagur, september 21, 2010

Hjálmhúfur

Helgi Hinriksson módel og hjólreiðakappi

Nýjasta hönnun HiN design eru flottar hjálmhúfur...
Svona er auglýsingin:

HiN design húfurnar hafa verið í framleiðslu í tæplega 8 ár, þær hafa nú verið sérhannaðar fyrir hjólreiðarmenn.

Húfan liggur þétt yfir eyrunum og flaksast ekki þótt þú sért á fullri ferð, flísefnið andar vel og saumarnir liggja utan á húfunni þannig að engir saumar stingast í höfuðið. Húfan hentar einstaklega vel undir hjálm.

Hafnfirsk hönnun fyrir smekkmenn og konur.

mánudagur, september 20, 2010

fimmtudagur, júlí 29, 2010

Tengdafjölskyldan

Fallegu mágkonur mínar, Berglind og Soffía
Felix Helgi matargat

Nú erum við loksins búin að endurheimta tengdapabba eftir 2 mánaða útlegð á Vopnafirði... auvitað var tekið mjög vel á móti honum.

Fjölskyldan mín

Hér sést Helgi bróðir að keppa í hálfum Járnmanni... flottur!!
Helvíti líkur pabba á þessari mynd:)
Sætu frændurnir, Ari Eðvald Gísla(Péturs)son og Felix Helgi minn
Og hlaupa að myndavélinni

Hinrik minn og fallega Amelían

Fjölskyldan er það dýrmætasta sem ég á!

föstudagur, júlí 23, 2010

júlí... 2010

Júlí er búin að ganga út á sumarmarkaðinn á Thorsplani þar sem ég er búin að vera að selja síðustu 3 helgar. Strákarnir mínir eru búnir að vera að hjálpa mér og Hinrik minn er búin að vera með dót til sölu þar sem hann hefur verið að safna sér fyrir takkaskóm.





Eftir tvær helgar var hann búin að safna fyrir skónum og tveimur boltum.

Húfurnar mínar rjúka út, er líka með Steinakallana hennar Auðar frænku og plöntur frá mömmu.

Við familían fílum markaðslífið.

Ætla að reyna að vera duglegri að blogga núna 2010!

laugardagur, maí 30, 2009

miðvikudagur, mars 26, 2008

Grjónaguðjón







Grjónaguðjón fæst í Fjölsmiðjunni... besti baksturinn á vöðvabólgu, bara settur í örbylgjuofn í 4 mínútur og lagður á axlir. Hann er fylltur með dýrindir ítölskum Arborío grjónum, lífrænt ræktuðum!!


Pokinn kostar 2000 krónur en einnig er hægt að sauma út í hann mynd og nafn og þá kostar hann 3000 krónur!

mánudagur, mars 03, 2008

Túlípani

"Mamma, eru þeir á Túlípana?"
"Hvað meinarðu Hinrik minn?"
"Æji svona túlípana sem fer í hringi svona... æji mamma....TÚLÍPANA!!?"

Hmmm eftir smá umhugsunartíma dettur uppúr mér....

"Já, þú meinar RÚSSÍBANA!"

Saga úr daglegu lífi Drekavallafjölskyldunnar!

mánudagur, febrúar 25, 2008

Föndur og fjölskylda


Hér eru myndir af nýjasta föndrinu sem ég gerið með magic-curl penna... skemmtilegt eins og gamaldags flos















Hér er svo Felix Helgi með veggteppið sem ég er að smyrna/rýja
Þessi mynd er síðan um jólin en ég er alveg að verða búin með meistarastykkið sem er síðan 1960ogeitthvað!!!

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Silver cross


Búin að redda barnavagni...

Keyptum notaðan á barnalandi... hann er örugglega á svipuðum aldri og ég brúnn og fallegur og Felix Helgi yfir sig hrifin.

Nóg að gera í vinnunni er að sauma flíshettupeysur núna.. set inn myndir við fyrsta tækifæri.

Felix Helgi að taka tennur.. erfiðar nætur..

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Svalavagn

Okkur vantar svo rosalega svalavagn til að hafa hjá dagmömmunni.. viljið þið láta mig vita ef þið lúrið á einum slíkum....
knús

mánudagur, febrúar 04, 2008

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Vinnan


Hér eru nokkrar myndir af henni Gullu minni með prjónaða og heklaða hluti sem ég hef verið að gera í vinnunni síðustu vikur. Verkefnið er fyrir Rauða krossinn....
Ég bjó til uppskriftir og gerði bækling fyrir sjálfboðaliða RK...
Gulla mín er svo rosaflott fyrirsæta








sunnudagur, janúar 27, 2008

Söknuður

Ohh það er svo gott að vera komin aftur.. ég er búin að sakna þessa bloggs mikið... er ekki alveg að fíla moggabloggið... það er svo rosalega opinbert. Fínt til að setja inn auglýsingar um húfurnar mínar en mér finnst ekkert gott að skrifa eitthvað persónulegt þar... hmmmmm

Mikil veikindi eru búin að herja á Drekavellina uppá síðkastið. Felix Helgi fékk RS vírus og svo streptókokka og svo Inflúensuna.. er enn veikur 10 dögum seinna. Hinrik Leonard fékk streptókokka en var fljótur að vinna sig uppúr þeim... Ég og Ingó fengum inflúensuna og það var hræðilegt.. erum að skríða uppúr henni.

Vinnan mín gengur rosalega vel og er alltaf gaman í vinnunni.. það er skemmtilegt að vakna klukkan korter í sjö á morgnana og hefði ég aldrei trúað því að ég myndi skrifa það upphátt... hehhehehe

Sem sagt.. komin aftur á minn gamla stað.

laugardagur, ágúst 18, 2007

http://hildurina.blog.is

Ég ákvað í auglýsingaskini að byrja að blogga á moggabloggi.. held samt áfram að blogga hér en hitt er svona markaðssetning fyrir húfurnar mínar...

Sjáum til hvernig það gengur..
hér er allavegana urlið...
http://hildurina.blog.is/blog/hildurina/

föstudagur, ágúst 17, 2007

Nýja vinnan mín...

Jæja þá er best að upplýsa ykkur dyggu lesendur mína um nýju vinnuna mína. Húfubransinn er og verður áfram bara "meðframvinna" en á miðvikudaginn var byrjaði ég í nýrri vinnu eftir fimm mánaða fæðingarorlof..

Ég er nú yfir hönnunardeild Fjölsmiðjunnar http://fjolsmidjan.is/

Ég starfa þar með ungu fólki á aldrinum 16 - 24 ára sem stendur á tímamótum í lífinu. Við erum að vinna að öllum þeim verkefnum sem mér og þeim í sameiningu dettur í hug. Ég er rétt að byrja en við erum strax byrjaðar að framleiða og höfum hug á að skella okkur í jólagjafabransann og framleiða fullt af fallegum vörum fyrir alla aldurshópa. Ég legg náttúrulega mikla áherslu á Fatahönnun en við vinnum með öll þau efni sem okkur dettur í hug. Byrjuðum á að gera nokkrar lyklakippur svona til að koma okkur af stað og förum svo í að framleiða fatnað og fleira.

Ég vinn frá 8 til 16 á daginn og 8 - 14 á föstudögum, í starfsmannahóp sem geislar af vinnugleði og skemmtilegheitum. Fæ heita máltíð í hádeginu, morgunmat og ávexti í kaffinu og fæ helmingi meira í laun á mánuði en ég fékk í þrælavinnunni í Óperunni.
Umhverfið er mjög fjölskyldu og starfsmannavænt og engin yfirvinna (óborguð eins og í Óðperunni..) Og börn velkomin þegar starfsdagar ofl hamla leikskólaför.
Ingólfur hefur tekið við fæðingarorlofinu og verður heima næstu fjóra mánuði og svo kemur í ljós hvað gerist um jólin....

Mér finnst ég algerlega hafa dottið í lukkupottinn og þrátt fyrir mikla þreytu í dag þá held ég að ég verði fljót að komast uppá lagið með að vakna snemma og fara svo auðvitað að sofa fyrr.

Ingólfur stjórnar svo heimilinu með einstöku lagi og er hann búin að búa um hjónarúmið á hverjum degi og það er alltaf yndislegt að koma heim til strákanna minna!!


Er ekki tilveran dásamleg:)

Hello Kitty tröllríður húfubransanum..
Lífið er dásamlegt!

Nýja vinnan mín er æðisleg!
Það er svo gaman að vinna á svona góðum vinnustað þar sem allir standa saman.
Ég er náttúrulega í fullu fæði sem er stórhættulegt og nú er bara salat á kvöldin á heimilinu.
Góða helgi gott fólk!

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Nýjar húfur .... ný vinna

Hér eru nokkrar nýjar húfur sem ég var að setja inn á síðuna mína










Spennandi tímar, byrja í nýju frábæru vinnunni minni á morgun!

laugardagur, ágúst 11, 2007

Til Hamingju með Daginn allir Hinsegin vinir mínir og aðrir!!

Alltaf svo skemmtilegur dagur!

'Omar og Dragdrottning á draumabílnum mínum!

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ÍSLENDINGAR ALLIR HINSEGIN OG EKKI!!