mánudagur, nóvember 28, 2005

Kata frænka mín

Bloggið mitt einkennist þessa dagana af því að kópera það sem Katrín frænka mín fyrir norðan gerir!! Skammast mín ekkert fyrir það hún er kona sem ég lít upp til og finnst stórkostleg.. skoðið bloggið hennar http://katrinulfars.blogspot.com/
Segi ykkur kannski fréttir á næstunni...
kossar og knús
freyr
You are Freyr! The elves are your special race and
their lightness and laughter is a reflection of
you. You gave up the sword that would save the
mortal races to win your love, but that hasn't
destroyed your sunny outlook yet!


Which Norse God are You?
brought to you by Quizilla

mánudagur, nóvember 21, 2005



Skáldajötunn


Þú ert nýjungagjarn, tilfinningaríkur innipúki.

Skáldajötunninn er svo opinn fyrir nýjungum á sviði lista og menningar að honum tekst að sjá list út úr óbreyttri skranhrúgu eða einmana slettu á striga. Skáldajötunninn tekur til í herberginu sínu og kallar það listrænan gjörning. Hann er mjög líklega með óskrifaða skáldsögu í hausnum eða óútgefna bók í skrifborðsskúffunni, þ.e. ef hann hefur ekki þegar fengið bók sína útgefna.



Skáldajötunninn lifir fyrir listina og myndi frekar kaupa blek fyrir fjaðurstafinn sinn heldur en brauðhleif þótt hann hefði farið án matar svo dögum skipti. Hann unir sér vel einn með eigin hyldjúpu hugsunum.



Hvaða tröll ert þú?

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Þæfing og þjófar

Ég var í Óperunni í gærkveldi með 2. samstarfskonum og vinkonum, um 11.leytið fylltist allt af lögreglumönnum og konum hjá okkur. Brotist hafði verið inn í Lífeyrisjóðinn hér við hliðina og þegar þjófavarnarkerfi fór í gang höfðu þjófarnir flúið upp á svalir Óperunnar. Þeir brutu sér leið gegnum glugga hér á efri hæðinni og hlupu niður starfsmannastigann okkar með fangið fullt af þýfi, ég heyrði í þeim niðri í kjallara en þar sem maður er vanur umgangi kippti ég mér ekki upp við hurðaskell og athugaði ekki hver var á ferð. Sem betur fer því lögreglan líkti þjófunum við villidýr sem hefðu ekki hikað við að ráðast á þann sem á vegi þeirra yrði á flóttanum... við enduðum á Sólon í áfallahjálp..(bjór) engu var stolið úr Óperunni þetta kvöld nema kannski ró minni og samstarfskvenna minna.

föstudagur, október 14, 2005

Gaman að þessum gömlu myndum.. margir halda að um Hinrik son minn sé að ræða á fyrstu myndinni í þessari seríu.. gaman að því!


Ég og Gísli Pétur litli bróðir, hann 1. árs og ég 9. ára.

Ég og pabbi, ég 2. ára

miðvikudagur, október 12, 2005

MINNINGAR

Smá nostalgíukast hjá mér elska þessar gömlu myndir af mér og pabba!

Nostalgia

ROMA TI AMO

Róm var stofnuð fyrir 2700 árum síðan og í dag er hægt að skoða minjar frá þeim tíma. Á laugardaginn gekk ég um stræti Rómar, gömul og ný og baðaði mig í minningum tímana og þéttri rigningu. Ég elska Róm, ég er rómverji í mér. Ég elska söguna og ég elska að segja fólki söguna.. mér finnst gaman að vera leiðsögumaður og veit að það á vel við mig. Ég vona að ég fari í næstu ferð Heimsferða og vona að þú komir með mér!

NÆSTA DÖMUKVÖLD

Þá er loksins komið að því. Næsta dömukvöld Pjúru verður haldið laugardaginn 15. október klukkan 19 - 21. Frú Fiðrildi verður einnig á sínum stað og nú er að opna ný verslun í litla kjarnanum okkar. Það eru verslun með skó sem heitir French Sole. Það eru sko ekki flottari konur en Cameron Diaz, Kate Moss, Scarlett Johansen, Kirsten Dunst og fleiri og fleiri frægar og minni frægar konur sem elska þessa skó. Við Pjúrur elskum þá líka

Á dömukvöldinu verða í boði léttar veitingar, veglegur happdrættisvinningur og frábær tilboð að hætti okkar súperkvenna. Þess vegna ætti engin dama að láta þetta happ úr hendi sleppa, enda tilvalið að klæða sig uppá, skilja karlana og börnin eftir heima og njóta þess að skoða, máta, versla, hlæja og hafa það huggulegt í góðra kvenna hópi. Hvernig væri að mæta með eitthvað bleikt, eða vera í einhverju bleiku í tilefni "brjóstakrabbameinsmánaðar"

Hlökkum til að sjá ykkur allar

Pjúrur = Elín, Hildur, Íris og Kolbrún

fimmtudagur, september 22, 2005

Klukk....

Kata frænka klukkaði mig...
http://katrinulfars.blogspot.com/
Ég á að gefa 5 gagnslausar upplýsingar um sjálfa mig.

1. Ég er 34. ára gift kona og á 1 son sem heitir Hinrik Leonard og verður 3. ára 3. október, ég er mikil fjölskyldukona og elska að vera heima hjá mér, stundum of mikið fer sjaldan út að skemmta mér.

2. Ég vinn í Íslensku óperunni sem framleiðslustjóri og yfirmaður búninga og elska að lita efni fyrir óperusýningar. Ég er mikil leikhúsrotta og þarf að passa mig að gleyma mér ekki í vinnunni.

3. Ég á búð í Ingólfsstrætinu og elska að lita efni og sauma flott pils, gæti kallast hobby og vinna.

4. Ég hef átt heima samtals í ca 6 ár á Ítalíu, ég elska Ítalíu og þegar ég fer þangað finnst mér eins og ég sé að fara heim.

5. Ég er lestrarhestur, elska chick lit og á gott safn af bókum.. uppáhaldshöfundir eru Jane Green og Lisa Jewel.. og og og...

Veit alls ekki hvern ég á að klukka... má klukka karlmenn? Dettur bara í hug Gísli Pétur bróðir og Steina sös....

http://gphinriks.blogspot.com/
http://steineir.blogspot.com/

BRANDUR og hitt og þetta

Það er svo margt að gerast þessa dagana og lítill tími til að vera í tölvunni. Hinrik er búin að endurskíra Mjása.. hann heitir Brandur núna eins og kisin hans Emils (hver vissi að Emil ætti kisu?!)Hægt að skoða myndir á

http://hinrikleonard.barnaland.is/

Ítalíuferðin nálgast og vill svo skemmtilega til að Ingólfur er að fara til Sikileyjar þann 29. sept og kemur heim með vélinni sem ég fer með svo til Rómar þannig að við munum hittast í mýflugumynd á Keflarvíkurflugvelli. Ingólfur er að vinna í heimasíðunni sinni og svona lítur hún út

http://www.internet.is/ingolfur/

Ingólfur er svo búin að vera að vinna að minni sem er alls ekki tilbúin en þið getið kíkt á hana eins og hún er núna í vinnslu:

http://www.internet.is/hildurina/

Búðin gengur vel. Búið að vera ágætt að gera í húfubransanum enda farið að kólna. Heimasíða búðarinnar er:

http://www.blog.central.is/pjura

Ótrúlega margar heimasíður sem tengjast manni þessa dagana verð að segja það.
vinnan kallar.......

miðvikudagur, september 14, 2005

Róm Róm ROMA

Ég er að fara aftur til Rómar!! Hjarta mitt fyllist af tilhlökkun! Verð fararstjóri fyrir Heimsferðir 6. - 10. október!! Brosi út að eyrum.

mánudagur, september 12, 2005

Mjásalingur

Haustið er búið að gera innrás sína með tilheyrandi roki og rigningu. Ég er búin að vera á haus í litun í Óperunni og er það nú alltaf helvíti gaman.. en nokkuð tímafrekt, sem komið hefur niður á tölvuvinnu og skriffinsku! En nú verður gerð bót á því.

Fjölgun hefur átt sér stað í fjölskyldunni, Mjási litli 11. vikna fress kom í heimsókn og ákveðið hefur verið að ættleiða hann. Hinrik er mjög ábyrgðarfullur faðir/bróðir/stundum amma.... og eiga þeir mjög vel saman vinirnir. Og virkilega gaman að fylgjast með þeim. Mjási fékk nafn sitt úr bókum um Einar Áskel en hann á kött sem heitir Mjási.

sýni ykkur mynd sem fyrst af Mjásaling...

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

P.S Messaggio per Leo

Se vedi questo caro Leo mio hai ricevuto il mio email.. nel tuo onore scrivo due righe in italiano.. ci manchiiii vieni via reykjavik quando vai a NY.. Hinrik Leonard ti manda tanti baci.. ha bisogno di vedere il suo padrino sai che ormai parla tanto italiano... dai Leoooo dai dai dai.. ti voglio bene tua Hildurina

Hvað er í gangi...

Það byrjaði með digital myndavélinni.. hún er biluð og enn að bíða þess að komast í viðgerð.. svo var það þvottavélin í fyrradag.. dauð... ónýt.. verð að kaupa nýja og hef ekki efni á því... grrr... svo í dag.. síminn.. en held það sé reyndar línan frá Ogvodafone.. sem by the way endurgreiddu okkur 10.000 kall í gær vegna þess að við erum búin að greiða af aukanúmeri í marga mánuði sem við eigum ekki, höfum aldrei átt og kom aldrei fram á neinum reikningum!!! Það er svo margt í gangi.. hef verið að vinna mikið síðustu vikur.. óperan komin á fullt og ég að lita heilmikið voðagaman og svo búðin alltaf nóg að gera og ég frekar ánægð með það eyði öllum kvöldum í sauma.. hitti Ingó um miðnætti og fer að sofa kl 3.. ekki nógu gott vonandi fer að komast regla á mig og vinnuna mína með skammdeginu.

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Menningarnótt

Bréf sem fór til þeirra sem eru á póstlista pjúru....


Sælar dömur.

Laugardaginn 20. ágúst er Pjúra menning í Ingólfsstræti 8. Við opnum klukkan 12 og
opið verður eitthvað fram eftir kveldi.

Pjúra og Frú Fiðrildi styðja menninguna í miðbænum og af því tilefni ætlar MoR
(Margrét Eir og Róbert bassaleikari) að syngja nokkur vel valin Duran Duran lög
fyrir framan verslanirnar klukkan 14 og 16 þennan sama dag.

Pjúrur eru nú komnar aftur við sníða og saumaborðið eftir sumarfríið með höfuðin
stútfull af nýjum hugmyndum og eru nýjar og spennandi vörur væntanlegar í búðina á
næstu dögum og vikum. Einnig eru nýjar myndir á blogginu og myndir af nýjum vörum
verða settar á bloggið eftir því sem þær berast.

Við hlökkum til að sjá ykkur í Pjúru


Pjúra íslensk hönnun
Ingólfsstræti 8
101 Reykjavík

http://www.blog.central.is/pjura

Elín A. Gunnarsdóttir - elina
Hildur Hinriksdóttir - HiN
Íris Eggertsdóttir - Krúsilíus
Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir - Kow

mánudagur, ágúst 15, 2005

Veislustjórn

Margrét Ben vinkona gifti sig á laugardaginn honum Pétri sínum. Ég var veislustjóri. Í fyrsta skipti sem ég tek svoleiðis að mér og svei mér þá mér gekk barasta rosalega vel! Þetta var flott brúðkaup í fallegum sal og fegurðin skein af brúðurinni! Margrét Eir kom og söng 2 lög fyrir þau að minni ósk og var alveg stórkostleg. Ræður voru fluttar og málverk framið af veislugestum til brúðhjóna, gullkorn skrifuð á blað, ofsagóður matur og svo var stiginn dans fram eftir nóttu. Við hjónin komum heim glöð og þreytt klukkan 2.30.

Nú er Einara systir Ingó farin til Svíþjóðar með börn og buru. Við náðum að hitta hana og dæturnar hjá Tengdó í gær og var það voðagott fyrir Hinrik. Hann er á "besta vinar" tímabilinu, allir eru bestu vinir hans til skiptis, Írena Björt, Breki Þór, Andri Þór á leikskólanum, afi Kiddi, afi Hinrik osfrv.. hann spurði Pabba sinn í gær hvort mamma væri besti vinur hans og auðvitað svaraði Ingó með jái!

Óperan bíður, byrja að vinna í dag og hlakka bara til.

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Kabarett, Pjúra og brúðkaup.

Það er sunnudagur og veðrið úti virðist nokkuð haustlegt. Ég neita samt að trúa að sumarið sé búið! Ég er enn í fríi í óperunni. Það er búið að vera mikið að gera í búðinni og ég hef mikið verið að vinna þar þar sem stúlkurnar hafa verið mikið í fríi. Ég er komin með nýja línu af pilsum og er það gaman hvað þau rjúka út. Vonandi gengur mér vel að sauma í vikunni þar sem það er mikil forvinna við pilsin. Ég lita þau og mála og sauma svo. Fór á frumsýningu á Kabarett á fimmtudaginn og mæli óhikað með þeirri sýningu. Mjög proffessional söngleikur, snertir mann djúpt og Felix er yndislegur.. fékk flassbakk í Greyfana svei mér þá þegar hann söng svo fallegt lag. Hef ekki verið mikill aðdáandi Þórunnar en hún var helvíti góð í þessari sýningu. Auðunn Þór litli frændi minn gifti sig í gær og var það yndislegt brúðkaup! Hápunktar veislunnar voru 2. Stebbi Hilmars kom og söng 5 lög og svo slógum við systkynini í gegn með skemmtiatriði sem var improviserað á staðnum og var ég svo glöð að því loknu að við skildum gera þetta fyrir litla frænda!