
mánudagur, júlí 31, 2006
sunnudagur, júlí 30, 2006
Aðlögunarhæfni
Yndislegi maðurinn minn er farinn til Köben, ég vona að það verði gaman hjá honum og að hann sjái margar góðar sýningar! Skemmtilegt með söknuðinn. Ég man þegar ég var "ung" og bjó ein í mörg ár. Átti í erfiðleikum með að hugsa mér lífið búandi með einhverjum... í dag get ég ekki hugsað mér líf mitt án Ingó og Hinriks. Ég held að öll þessi vera í útlöndum hafi alið upp einhverja aðlögunarhæfni í manni sem er alveg ótrúleg. Að geta breytt um viðverustað si svona og liðið barasta helv. vel. Er mikið að hugsa um framtíðina þessa dagana og hvar við eigum að búa.. aldrei að vita nema að það verði hér í Njarðvík næstu 2 til 3 árin...
föstudagur, júlí 28, 2006
Dillandi hlátur
Það er komin föstudagur og styttist í að Ingó fari til Kaupmannahafnar. Ég vaknaði við það að Hinrik var að fikta í hárinu á mér skellihló. Yndislegt að vakna við dillandi hlátur sonar síns. Það rignir hér enn mér finnst það bara verst út af þvottinum. Eftir að við fluttum hingað hefur verið mikil gleði að geta hengt upp þvottinn úti, finnst það vera skemmtilegt og afslappandi iðja. En nóg um það. Við ætlum að fara til Berglindar í kvöld, sofa þar öll fjölskyldan. Það er alltaf gaman að skipta um umhverfi. Þarf að fara í geymsluna okkar í dag og sækja svolítið af garni. Ég er búin með allt sem ég kom með hingað og þarf að fara að framleiða meira. Ég vona að ég geti selt eitthvað hér í Keflavík á Ljósanótt. Við erum að spá í að fara norður á Handverkshátíðina svona til að hitta familíuna þar og gista sennilega hjá Soffíu og Viðari. Ingólfur kemur heim á föstudaginn og þá brunum við uppí Kjós. Það er búin að vera tilhlökkun í mér í margar vikur fyrir þessu ferðalagi...
mánudagur, júlí 24, 2006
Berrassaður á tánum
Það er tómlegt í kofanum eftir að gestir síðustu vikna eru farnir til síns heima. Hinrik grét þegar hann klæddi sig í morgun því hann langar svo til að fara til ítalíu þar sem er heitt. Honum finnst svo leiðinlegt að geta ekki hlaupið út í garð berrassaður. Elsku karlinn!
Ingólfur fer til Danmerkur á sunnudaginn kemur á leikstjóra ráðstefnu, við Hinrik ætlum að vera hjá Berglindi frá laugardegi til mánudags að hugsa um Kristján og það verður nú gaman! Þá get ég dottið í ítalska sjónvarpið þar sem þau eru með gervihnattadisk. Svo kemur Ingólfur á föstudeginum og þá brunum við í Kjósina að hitta fjölskylduna mína það verður nú gaman.
Ingólfur fer til Danmerkur á sunnudaginn kemur á leikstjóra ráðstefnu, við Hinrik ætlum að vera hjá Berglindi frá laugardegi til mánudags að hugsa um Kristján og það verður nú gaman! Þá get ég dottið í ítalska sjónvarpið þar sem þau eru með gervihnattadisk. Svo kemur Ingólfur á föstudeginum og þá brunum við í Kjósina að hitta fjölskylduna mína það verður nú gaman.
sunnudagur, júlí 23, 2006
Sumar...
Ég varð fyrir því óhappi að vera að zappa á milli stöðva núna og lenti á skjá einum þar sem verið er að sýna lokaþátt af Bachelorette þættinum. Oh my god.. ég skil ekki af hverju ég skipti ekki aftur er búin að þola núna 2 mínútur af hræðilegri höfnun sem er svo hallærisleg skil ekki hvernig þetta getur verið gott sjónvarpsefni? Mér finnst gaman af raunveruleikaþáttum, Americas next topmodel, Rockstar Supernova, Love Island á breskri stöð ITV1 en ekki The Bachelorette!! Hallærislegt!
Búin að skipta um rás!
Soffía systir Ingó og fjölskylda fóru héðan áðan eftir tveggja vikna dvöl. Það er búið að vera mjög gaman hjá Hinriki og Einari Berg að leika sér allann daginn, Hinrik á eftir að sakna litla frænda síns. Jón Sigfús er líka búin að slá í gegn, Hann er 4.mánaða og er svoo mjúkur eins og Hinrik orðar það!
Saumaði eitt pils í gær. Var búin að ákveða að sauma 10 pils á mánuði þannig að ég verð að fara að spýta í lófana ef ég á að ná því fyrir mánaðarmót. Ingólfur tók fullt af myndum af húfunum mínum sem ég ætla að fara að setja á heimasíðu HiN design, sem er á http://www.geocities.com/hin.design/
ég er ekki enn farin að vinna hana en það verður á næstu dögum.
Hér eru nokkrar myndir

mánudagur, júlí 17, 2006
Húfur og útvarpsleikrit
Búin að vera dugleg að framleiða heklaðar húfur í þessari rigningu... ef ykkur vantar heklaða húfu á 2500 kall látið mig vita ætla að taka nokkrar myndir og setja hér inn...
Ingó og Soffía fóru í Reykjavík á McDonalds og í Tivolí... ég er búin að vera heima og taka til og skúra.. ekki veitti af þar sem ég hef ekkert skúrað í viku! Heheh gaman að hafa svona áhuga á heimilisverkum allt í einu. Er líka að þvo á fullu og er farið að vanta garn til að geta heklað meira. Þarf að fara að komast í búð.. skildi vera einhversstaðar afsláttur á garni? I wonder.
Einkennilegt að fara ekkert í Reykjavík. Skrítið að hugsa til miðbæjarins en það eru komnir 10 dagar síðan ég fór í miðbæinn.. það breytist nú í ágúst þegar að Hinrik byrjar aftur í leikskólanum þá fer ég að fara oftar.. sakna svolítið 101 en aðallega bókasafnsins....
Fylgdist með framhaldsleikritinu í útvarpinu sem kláraðist á föstudaginn, mér finnst rosagaman að hlusta á glæpaleikrit en fannst þetta ekkert sérstakt.. sérstaklega leikstjórnin... alltof mikið af einhverjum effectum og símhringinum endalausum... Nú var að byrja nýtt en það eru sömu leikstjórar... þannig að það verður sennilega ekki betra...
Ingó og Soffía fóru í Reykjavík á McDonalds og í Tivolí... ég er búin að vera heima og taka til og skúra.. ekki veitti af þar sem ég hef ekkert skúrað í viku! Heheh gaman að hafa svona áhuga á heimilisverkum allt í einu. Er líka að þvo á fullu og er farið að vanta garn til að geta heklað meira. Þarf að fara að komast í búð.. skildi vera einhversstaðar afsláttur á garni? I wonder.
Einkennilegt að fara ekkert í Reykjavík. Skrítið að hugsa til miðbæjarins en það eru komnir 10 dagar síðan ég fór í miðbæinn.. það breytist nú í ágúst þegar að Hinrik byrjar aftur í leikskólanum þá fer ég að fara oftar.. sakna svolítið 101 en aðallega bókasafnsins....
Fylgdist með framhaldsleikritinu í útvarpinu sem kláraðist á föstudaginn, mér finnst rosagaman að hlusta á glæpaleikrit en fannst þetta ekkert sérstakt.. sérstaklega leikstjórnin... alltof mikið af einhverjum effectum og símhringinum endalausum... Nú var að byrja nýtt en það eru sömu leikstjórar... þannig að það verður sennilega ekki betra...
laugardagur, júlí 15, 2006
Litlu hlutirnir...
Það eru litlu hlutirnir í lífinu sem skipta máli. Það er yndislegt að vakna á laugardagmorgni og knúsa þriggja ára son sinn í svolitla stund. Skiptir engu máli þó rokið berji á gluggann.. þá er best að hugsa jákvætt og þvo nokkrar vélar og hengja út og vona að ekki komi skúr. Svo er gott að fara í hádegisgrillveislu hjá gömlum vinum og segja rokinu stríð á hendur! Yndislegt að horfa á fallega mynd á laugardagskvöldi eins og til dæmis Elizabethtown.. yndisleg mynd!
Ég veit að ég kemst í útilegu einhverntíma á næstunni.. ætla að halda áfram að láta mér hlakka til.. þó að veðrið sé leiðinlegt núna þá HLÍTUR það að batna... ekki satt!?
Það er yndislegt að eiga góða fjölskyldu sem maður getur elskað skilyrðislaust. Ég á þannig fjölskyldu!
Ég veit að ég kemst í útilegu einhverntíma á næstunni.. ætla að halda áfram að láta mér hlakka til.. þó að veðrið sé leiðinlegt núna þá HLÍTUR það að batna... ekki satt!?
Það er yndislegt að eiga góða fjölskyldu sem maður getur elskað skilyrðislaust. Ég á þannig fjölskyldu!
miðvikudagur, júlí 12, 2006
Magnýýýý
Varð barasta að blogga um kallinn. Hann var rosaflottur í Rockstar í kvöld. Verst að þurfa að vaka svona lengi til að kjósa hann! Ég fór á Duus í dag með Margréti, borðaði rosagóða súpu og naut útsýnisins. Góð ástæða til að koma hingað og heimsækja mig og fara í súpu á Duus.
Sá geðveik stígvél í dag sem mig langar í en þau kosta tólfþúsundkall!!
Annars er það bara upp með brúnkukremið og klútana. Komin með helv. góðan lit!
Sá geðveik stígvél í dag sem mig langar í en þau kosta tólfþúsundkall!!
Annars er það bara upp með brúnkukremið og klútana. Komin með helv. góðan lit!
þriðjudagur, júlí 11, 2006
það rignir
Það rignir í Njarðvík! Og spáin segir að það eigi að rigna alla vikuna. Ég er ekki að meika þetta. Hinrik lokaður inni og ekki að fíla þetta. Fór í yndislega fjöruferð á sunnudaginn með Elínbjörtu og co og Auði og Dóra. Við fórum að tína steina fyrir Auði frænku og steinakallana hennar sem eru mest seldu vörurnar fyrir ferðamenn í Rammagerðinni. Stollt af henni!
Við urðum heimsmeistarar! Ofurspennandi leikur sem endaði á besta veg! Horfði á útsendingu á Rai uno í gærkveldi þegar meistararnir komu heim. Er að farast úr heimþrá. Langar svo að fara með Hinrik til Rómar.. það kemur að því kannski í október.. hver veit...
Við urðum heimsmeistarar! Ofurspennandi leikur sem endaði á besta veg! Horfði á útsendingu á Rai uno í gærkveldi þegar meistararnir komu heim. Er að farast úr heimþrá. Langar svo að fara með Hinrik til Rómar.. það kemur að því kannski í október.. hver veit...
laugardagur, júlí 08, 2006
Músarunginn
fimmtudagur, júlí 06, 2006
Ítölsk dramatík eða hvað
Ég hef svo margt að segja núna að ég veit ekki hvar skal byrja... kannski á fótboltaleiknum á þriðjudaginn!!
Ég er búin að þurfa að verja elsku ítalina mína opinberlega og óopinberlega síðustu vikurnar. Það hafa margir verið með miklar yfirlýsingar um það hvað ítalirnir séu miklir leikarar og ömurlegt að horfa á boltann. Ég hef alltaf viðurkennt að þeir eru oft dramatískir en að fótboltinn sem þeir spila sé eitthvað annars flokks kaupi ég alls ekki, enda þekkt fyrir að fara á fótboltaleiki í Róm og Torinó og dyggur stuðningsmaður Lazio. En þjóðverjarnir á þriðjudaginn... guð minn góður!! Þvílíkur leikaraskapur, þeir féllu við ekki neitt og var alveg ótrúlegt að horfa á. Ítalirnir voru dramatískir og vildu breskir kynnar oft meina að þeir væru að leika en í endursýningu kom alltaf fram að brot hefði átt sér stað.
Þetta var stórkostlegur leikur og var ég í beinu sambandi við Helga bróður þar sem hann var á vellinum með Breka syni sínum. Spenna út í eitt og áttu ítalirnir virkilega skilið að vinna.. ætla núna að fara að klára að elda kjúklinginn og skrifa meira á eftir!
Búin að borða dásamlegan kjúkling og ganga frá. Eiginmaðurinn farin að leggja sig og sonurinn að horfa á sjónvarpið. Er mikið að hugsa um framtíð mína og fortíð þessa dagana, aðallega í sambandi við mína fyrrverandi vinnu og verð ég að segja að með hverjum deginum sem líður verð ég glaðari og glaðari með mína ákvörðun. Einnig er ég að rekast á kunningja af og til og það kemur engum á óvart að ég hafi hætt. Ég finn mikinn stuðning og gott að finna það! Best að hafa sem fæst orð um það hér á opinberum stað!!
Ég er búin að þurfa að verja elsku ítalina mína opinberlega og óopinberlega síðustu vikurnar. Það hafa margir verið með miklar yfirlýsingar um það hvað ítalirnir séu miklir leikarar og ömurlegt að horfa á boltann. Ég hef alltaf viðurkennt að þeir eru oft dramatískir en að fótboltinn sem þeir spila sé eitthvað annars flokks kaupi ég alls ekki, enda þekkt fyrir að fara á fótboltaleiki í Róm og Torinó og dyggur stuðningsmaður Lazio. En þjóðverjarnir á þriðjudaginn... guð minn góður!! Þvílíkur leikaraskapur, þeir féllu við ekki neitt og var alveg ótrúlegt að horfa á. Ítalirnir voru dramatískir og vildu breskir kynnar oft meina að þeir væru að leika en í endursýningu kom alltaf fram að brot hefði átt sér stað.
Þetta var stórkostlegur leikur og var ég í beinu sambandi við Helga bróður þar sem hann var á vellinum með Breka syni sínum. Spenna út í eitt og áttu ítalirnir virkilega skilið að vinna.. ætla núna að fara að klára að elda kjúklinginn og skrifa meira á eftir!
Búin að borða dásamlegan kjúkling og ganga frá. Eiginmaðurinn farin að leggja sig og sonurinn að horfa á sjónvarpið. Er mikið að hugsa um framtíð mína og fortíð þessa dagana, aðallega í sambandi við mína fyrrverandi vinnu og verð ég að segja að með hverjum deginum sem líður verð ég glaðari og glaðari með mína ákvörðun. Einnig er ég að rekast á kunningja af og til og það kemur engum á óvart að ég hafi hætt. Ég finn mikinn stuðning og gott að finna það! Best að hafa sem fæst orð um það hér á opinberum stað!!
mánudagur, júlí 03, 2006
Húsfreyja
Mér hefur verið bent á það á síðustu vikum að ég sé orðin svo mikil húsfreyja. Ég er alltaf að taka til og skúra og þvo þvott og þurrka af borðum og elda.
Mér finnst það góður titill! Og ég finn mikla gleði í því að þvo og elda þó ég láti Ingólf algerlega sjá um grillmennskuna.
Það er nefninlega til stórgott grill á heimilinu og hefur það verið mikið notað í sumar. Ingólfur hefur fundið grillgenið og heldur því reyndar fram að Pabbi sé að grilla í gegnum sig! Ég trúi því alveg því pabbi minn grillaði meira að segja á jólunum!
Nú fer fjölskyldan að detta inn í sumarfrí, okkur langar mikið að halda af stað með tjaldið í vikunni og förum þangað sem veðrið verður best.
Mér finnst það góður titill! Og ég finn mikla gleði í því að þvo og elda þó ég láti Ingólf algerlega sjá um grillmennskuna.
Það er nefninlega til stórgott grill á heimilinu og hefur það verið mikið notað í sumar. Ingólfur hefur fundið grillgenið og heldur því reyndar fram að Pabbi sé að grilla í gegnum sig! Ég trúi því alveg því pabbi minn grillaði meira að segja á jólunum!
Nú fer fjölskyldan að detta inn í sumarfrí, okkur langar mikið að halda af stað með tjaldið í vikunni og förum þangað sem veðrið verður best.
fimmtudagur, júní 29, 2006
Margrét Eir, Elínbjört og Ármann

Fór á tónleika í gær með MoR á Yello í keflavík! Það var algerlega magnað. Margrét var í ótrúlegu formi og söng stanslaust í 2 klukkutíma! Ég hef alltaf verið hennar helsti aðdáandi og ég treysti mér til að segja að hún hafi aldrei verið betri enn einmitt núna og þá er nú mikið sagt. Hér er heimasíðan hennar http://www.margreteir.com/ .
Félagslífið hjá mér er í miklum blóma eftir að ég flutti "út á land" !!
Fór með Elínbjörtu frænku minni í bíó á mánudaginn að sjá Keeping Mum, skemmtileg mynd og nú bíð ég eftir að myndin The Lake house komi til keflavíkur þá verður nú gaman hjá okkur frænkunum.
Er líka að reyna að framleiða eitthvað af húfum, hekluðum og langar til að fara að sauma svolítið af pilsum þar sem ég er í launuðu sumarfríi þessa mánuðina!
Fór á kyrrðarstund í gær í Neskirkju með Ármanni, Mömmu, Auði og svo bauð ég Villa með. Það var yndislegt. Kyrrðarstundin var fyrir krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra og á eftir var svakaleg grillveisla sem Ármann bauð mér í. Gott að eyða tíma með þeim sem maður elskar. Það er ekki spurning!
mánudagur, júní 26, 2006
Totti klikkar ekki
laugardagur, júní 24, 2006
Lykt

Ég á lítin prins, sem virðist vera að uppgötva lyktarskinið, hann liggur núna uppí rúmi og kallar í mig sem sit hér frammi á tveggja mínutna fresti til að tilkynna mér að það sé vond lykt af einhverju, fyrst voru það tærnar á honum svo ég náði í þvottapoka og þvoði þær með bros á vör, svo var það duddan hans sem var með hræðilega duddulykt. Ég bauð honum að henda bara öllum duddunum hans en hann var ekki ánægður með það. Svo var komin svo hrikaleg hrossaflugu lykt inn til hans, svo móðirinn hugrakka fangaði hrossafluguna og sleppti út í garð. Nú bíð ég með öndina í hálsinum.. hvað skildi það vera næst... sængurlykt? eða hrikaleg koddafýla.. veit ekki en það er gaman að þessum ungum!
þriðjudagur, júní 20, 2006
Brúðkaup á 17. júní
Hermann og Birna 17. júní 2006


Gísli Pétur bróðir var auðvitað glerfínn með fallega
hattinn sinn sem hann var með í sínu brúðkaupi um áramótin....

.... Helgi og mamma voru glerfín líka sem sést á þessari listrænu mynd.

Ingólfur tók þessa mynd af mér og nokkrum glösum en vel var veitt í þessu brúðkaupi og þar sem Hemmi er kokkur var maturinn auðvitað ótrúlegur, skelfiskur og innbakaðar nautalundir og ég fæ vatn í munninn bara á því að hugsa um hann.

Mikið var um frábær skemmtiatriði og þarna er ég að fagna einu þeirra!
Jón Gestur og Steina systir voru frábærir veislustjórar og við skemmtum okkur konunglega! Uppúr stendur frábær flutningur þeirra á Bubbalaginu Svartur Afgan þar sem Steina sló í gegn með munnhörpuna!
mánudagur, júní 19, 2006
19. júní 2006
Fyrir 5. árum dó pabbi minn. Á þessum degi, alltof snemma hann var bara fimmtugur. Ég held maður geri sér ekki alveg grein fyrir hvað fráfall föður hefur mikil áhrif á mann þó tímin líði þá læknar hann ekki heldur hjálpar manni að lifa með. Auður móðursystir mín sagði mér góða sögu einu sinni. Hún sagði að lífið og fólkið í kringum mann væri einn órói, þegar einhver deyr þá skekkist óróinn og það tekur hann tíma til að ná aftur jafnvægi, það sama gerist þegar barn fæðist þá skekkist hann aftur og tekur tíma að jafna sig. Ég hugsa að það sama hafi gerst hjá mér á föstudaginn, þegar ég sagði upp í vinnunni og hætti samdægurs. Ég tók ákvörðun um að hætta þegar ég fékk ekki að stjórna saumastofunni eins og ég vildi. Ég er mjög sátt við þessa ákvörðun en held samt að það sé viss sorg í hjarta mínu eins og ég hafi misst vin. Það er samt mikilvægt til þess að hugsa að ég fór ekki í neinu fússi heldur stóð við það sem mitt hjarta sagði mér og núna er ég laus. Er komin í sumarfrí og er að byrja að hugsa um framtíðina mína, sem mér finnst svo björt. Góð vinkona mín hafði orð á því áðan að ég væri allt öðruvísi í framan. Það væri svo létt yfir mér og ég liti svo vel út. Held að það sé af því að ég er svo sátt við mína ákvörðun og hlakka svo til komandi verkefna.
Fleira er svo að frétta. Ég komst í gegnum hann Ármann minn í magaspeglun á fimmtudaginn og er búin að fá greiningu og lyf við flestum mínum kvillum. Ég er með vélindabakflæði, þindarslit og magabólgur og eftir að ég byrjaði á lyfjunum hef ég ekki fengið brjóstsviða en hann hefur fylgt mér síðan ég var unglingur. Þvílíkt frelsi!! Mig dreymir nú um að borða pizzu með pepperóní og lauk en svoleiðis hef ég aldrei getað látið inn fyrir mínar varir vegna brjóstsviða. Ég er líka farin að hvílast betur á nóttinni og sé bara fram á dásamlegar stundir!!
Við Ingólfur fórum á Grímuna á föstudaginn og áttum góða kvöldstund. Ingólfur fékk ekki verðlaunin í þetta skiptið en fær hana bara næst. Ég saumaði pils á Hrund Ólafsdóttur sem var tilnefnd sem leikskáld ársins og var hún stórglæsileg á hátíðinni, hún fékk ekki heldur verðlaunin en fær hana bara næst!
Fleira er svo að frétta. Ég komst í gegnum hann Ármann minn í magaspeglun á fimmtudaginn og er búin að fá greiningu og lyf við flestum mínum kvillum. Ég er með vélindabakflæði, þindarslit og magabólgur og eftir að ég byrjaði á lyfjunum hef ég ekki fengið brjóstsviða en hann hefur fylgt mér síðan ég var unglingur. Þvílíkt frelsi!! Mig dreymir nú um að borða pizzu með pepperóní og lauk en svoleiðis hef ég aldrei getað látið inn fyrir mínar varir vegna brjóstsviða. Ég er líka farin að hvílast betur á nóttinni og sé bara fram á dásamlegar stundir!!
Við Ingólfur fórum á Grímuna á föstudaginn og áttum góða kvöldstund. Ingólfur fékk ekki verðlaunin í þetta skiptið en fær hana bara næst. Ég saumaði pils á Hrund Ólafsdóttur sem var tilnefnd sem leikskáld ársins og var hún stórglæsileg á hátíðinni, hún fékk ekki heldur verðlaunin en fær hana bara næst!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)