mánudagur, maí 08, 2006

Andvaka...

og flutt. Það er yndislegt að vera flutt í Njarðvík! Hinrik er svo glaður því hann hefur stóran garð til að leika sér í og fullt af frændsystkynum sem koma að heimsækja hann á hverjum degi.

Flutningarnir tóku 5 daga. Ohh hvað það var gott að henda enda búin að búa í 5 ár og erfa 2 einstaklinga á þessum árum. Það er alveg merkilegt hvað maður getur verið mikill safnari.. þvílíkt drasl og þvílík hreinsun andlega og veraldlega. Hnéð var auðvitað til trafala þessa daga og vona ég bara að ég hafi ekki unnið varanlegan skaða á því.. annars er það frekar vinnan sem er að gera útaf við hnéð þessa dagana vegna þess að ég hef tendensa til að sitja á gólfinu þegar ég er að föndra eitthvað, stórar rætur þessa dagana, svo gleymi ég mér og krosslegg fætur og þá byrjar mér að vera illt.

Svo er ekkert mál að ferðast á milli, reykjanesbrautin orðin tvöföld mestalla leiðina og ekki mikil umferð, eini tappinn er þegar maður er á leiðinni heim frá Arnarnesi að gatnamótunum í Garðabæ en það tekur bara 7. mínútur svo að maður er ekkert að kvarta, mér finnst voðagaman að keyra og það finnst Ingó líka (að mér finnist það gaman) það er líka gott að búa svona langt í burtu frá vinnunni þar sem ég er búin að vera í vinnunni síðastliðin tvö ár þá er nauðsynlegt að geta algerlega tekið úr sambandi og þá verður maður líka að skipuleggja sig betur og það hentar mér vel.

Nú er klukkan orðin rúmlega hálf þrjú og eins gott að ég nái að sofna þar sem við vöknum kl. 7 og leggjum af stað klukkan 8 og komin til vinnu búin að fara með Hinrik á leikskólann klukkan 9.

Góða nótt

Engin ummæli: