miðvikudagur, október 25, 2006

Fermingarpeningar og Nick Cave...

Mannlifsskoðun er holl íþrótt er búin að upplifa margt skemmtilegt síðustu daga og annað óskemmtilegt...
Sit núna á kaffihúsi og hingað á næsta borð kom drengur áðan og settist niður með morgunverð sinn, mér fannst ég eitthvað kannast við hann og án þess að reyna að vera að hnýsast varð ég vitni af samtali hans við kunningja sinn þar sem hann var að reyna að díla við hann að nota visakortið sitt til að kaupa miða á Sykurmolana, þar sem hann væri með heimild os frv... "bara fram að mánaðarmótum" mér heyrðist vinurinn ekkert taka voða vel í þetta en heyrði auðvitað ekkert í honum..... það rann svo upp fyrir mér ljós núna að þetta er drengurinn sem leikur í auglýsingunni um yfirdrátt fyrir námsmenn fyrir einhvern bankann... þessi sem reynir að fá lánaða fermingarpeninga bróður síns... hann er kannski ekkert svo mikið að leika í auglýsingunni!!

Í gær þegar ég kom í bæinn sá ég einhvern sem ég kannaðist við úr Sinfó.. Ingólfur benti mér svo á að þar færi Hinn frægi Nick Cave... úps þessir tónlistarmenn eru allir eins!

Engin ummæli: