föstudagur, október 27, 2006

Það rignir... piove á ítölsku!

Það rignir í Reykjavík.
Það er allt í lagi!
Það var dimmt í morgun á Reykjanesbrautinni.
Það var líka allt í lagi.
Það er kalt á Prikinu.
Það er allt í lagi.

Ég og Ingólfur tölum mikið saman á ítölsku, höfum alltaf gert. Í bílnum í morgun bað Hinrik okkur um að hætta að rífast! Elsku litli drengurinn minn hélt að við værum að rífast því ítalskan er svo hröð og tónninn svo ólíkur íslenskunni! Óþarfi að segja að við vorum ekki að rífast hehehe en ég man eftir því þegar ég kom til Sikileyjar fyrst þá hafði ég staðlaða ímynd úr ítölskum bíómyndum um kellingar að rífast milli svala... komst að því þegar ég kunni loks málið að þær voru ekkert að rífast heldur bara að tala um verð á kaffipakka á markaðnum! Ég hugsa að Hinrik verði fljótur að læra ítölskuna þegar við förum með hann þangað, hann er náttúrulega alin upp við tungumálið og kann nokkur orð... ítalskan verður alltaf tungumál okkar Ingólfs og ég verð að viðurkenna að við erum farin að nota hana svolítið þegar við erum að tala leyndó fyrir framan Hinrik!! En svo tölum við líka um ómerkilega hluti á ítölsku hún er nú einu sinni tungumálið okkar, en við kannski pössum okkur betur á næstunni til að drengurinn haldi ekki að við séum alltaf að rífast! Annars finnst mér best að rífast á íslensku ehheheeh

Engin ummæli: