Sonurinn er komin, fæddist 15. mars klukkan 10:02, 3665 gr og 50 cm.
Hér sést Hinrik Leonard hitta litla bróður sinn í fyrsta skiptið, þar sem Lilli er aðeins 5 tíma gamall.


Þessi mynd er tekin í dag. Ljósmæður deldar 22a kölluðu drenginn minn Dúkku! Hann væri svo fullkomin að hann væri eins og Baby Born.... hmmmmm

Hinrik Leonard tekur því mjög alvarlega að vera orðin stóri bróðir og í gær las hann fyrir litla bróður í fyrsta sinn!

Við komum svo heim í gær fimmtudag, sem betur er fékk ég ekki sýkingu þrátt fyrir að kviðarholið hafi verið opið í 3 daga.
Saumarnir voru teknir í dag og nú þarf ég bara að taka því rólega næstu vikur... er með það skriflegt að ég megi ekki setja í þvottavél eða uppþvottavél... sjáið þið það í anda!?