laugardagur, mars 10, 2007

Hreiðurtilfinning og Felix

Jæja þá er Hreiðurtilfinningin farin að gera vart við sig. Í morgun fór Hinrik með Helga og Elíasi Hrafni í Íþróttaskólann og ég var frekar tæp til heilsunnar. Er enn að ná mér af Flensudrullunni og sef ekkert voðavel.... en þegar klukkan nálgaðist 11... fann ég óstjórnlega þörf til að fara út og þvo svefnherbergisgluggann okkar og gluggann hans Hinriks. Ég var eins og herforingi með sköfuna og kúst og tuskur á lofti... fyrst sópaði ég fyrir framan íbúðina okkar, sag og ryk og álræmur eftir vinnumennina okkar. Nú eru gluggarnir okkar skínandi hreinir, en ég er búin á því! Man þegar ég var gengin tæplega 42 vikur með Hinrik og byrjaði að mála flísar og ryksuga af miklu afli... ryksuguævintýrið er til á filmu. En gluggaþvotturinn var ekki tekin upp í þetta skiptið.

Núna langar mig bara að sofa og sofa og sofa svo svolítið meira! Hinrik sefur á sófanum, búin eftir Íþróttaskólann og ekki alveg búin að ná sér af flensunni. Steina systir lánaði honum gamla vídeóspólu með Felix og Gunna í Stundinni okkar og síðasta sólarhringinn er hann búin að horfa á hana 15 sinnum. Finnst alltaf jafngaman að sjá Felix með hár! Svo langar hann í bílinn sem Felix er að auglýsa í sjónvarpinu og svo fer hann eflaust að vakna flótlega til að hlusta á Felix í helgarvaktinni á Rás 2!

Ætlum að bruna í Reykjavík á eftir og sækja Ingó í Óperuna og þá er hann komin í sólarhringsfrí!! Júhúuu...

Engin ummæli: