fimmtudagur, mars 08, 2007

Otto marzo

Mímósa 8. mars


Í dag er 8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna í heiminum og konudagur á Ítalíu og í dag fá allar ítalskar konur mímósur frá karlmönnum. Þegar ég var skiptinemi komu allir strákarnir í bekknum með búnt af mímósum og allar stúlkurnar fengu knippi. Ofsalega skemmtilegur siður.



Í dag er vika í stóru stundina og við Hinrik liggjum kylliflöt fyrir flensunni. Hinrik veiktist í fyrradag var með slæman hósta og svolítinn hita. Í gærkveldi og nótt rauk hitinn svo upp og litli drengurinn minn lá í móki með 40 stiga hita. Hann er betri í dag en hóstinn er slæmur. "Vinnumennirnir" hér úti eru búnir að helluleggja pall í morgun við svalahurðina okkar. Hinrik hefur fylgst vel með því. Þeir eru búnir að lofa mér að öll vinna við íbúðina okkar verði búin þegar við komum heim af spítalanum.



Margrét mín Eir er að koma heim á morgun frá New York. Hún ætlar að hjálpa okkur í næstu viku eins og við þurfum og vera hjá mér á spítalanum eins og þarf, enda verður hún Guðmóðir og tekur því hlutverki með mikilli alvöru!



Það er ekkert grín að vera komin á steypirinn, vera með þráláta flensu og lítinn veikan dreng! Og Ingó á fullu að leikstýra.. en góðir hlutir gerast hægt og ég veit að það verður allt tilbúið þegar minnsti drengurinn kemur eftir viku!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló =O) vona nú að ykkur fari að batna.. það er ekki gott að vera veikur fyrir utan eitt, þá man maður hvað er gott að vera frískur =D smá speki frá svíþjóð =O) biðjum að heilsa...kram

imyndum sagði...

Góðann bata. Hlakka til að fylgjast með ykkur nú þegar allt er að fara að gerast, gott gengi... eða segir maður það kanski ekki þegar fólk er að fara að fæða? Jú gott gengi ;) hvað annað,
kveðjur
Rósa