þriðjudagur, mars 24, 2020

Þriðjudagur 24. mars. Dagur 15 í lockdown

Þessar myndir eru teknar fyrir tveimur vikum síðan
Þegar ég var á göngu um hverfið mitt Trastevere


Nærmynd


 Allt mun fara vel
Tutto andrá bene

Þetta er hins vegar morgunmaturinn minn sem ég borða á hverjum degi uppá þaki.
Jafnvel í gær og í morgun þótt hitinn hafi fallið um 8 gráður og er bara 13 stig núna.
Á föstudaginn á hitinn að koma aftur.

Það er svo margt sem mig langar að segja ykkur frá, lífið hér í Róm er svo innilega ólíkt lífinu heima.  Ítalska þjóðin er ólík okkur íslendingum.  Mikið hefur verið rætt um af hverju það eru svona margir látnir hér og ég tel nokkuð rétt það sem komið hefur fram um aldur ítala, hér er mikið af fólki yfir sjötugt, það er mjög mikill samgangur á milli fjölskyldna.  Ömmur og Afar sinna mikilvægu hlutverki í uppeldi barnabarna sinna og oft búa allir saman.
Ítalska þjóðin er ekki mjög tæknivædd, hér eru mörg heimili án internet tengingar og tölvu.
Sem dæmi um ítalskan raunveruleika þá er Faxið mun mikilvægara en Emailinn.  Þó sem betur fer sé hægt að segja að hægt og rólega sé verið að tæknivæða allt.
Þessu finnum við fyrir hjá strákunum okkar sem báðir tveir stunda núna námið á netinu.  
Öllum skólum var lokað í Róm þann 4 mars.  
Það hefur ekki verið auðvelt fyrir kennarana og nemendurna að byrja námið á netinu.
Heilmikið hefur gengið á bæði innan skólanna, inná heimilum og í símanum okkar!!!
Við erum í "tjatt" hóp í appi sem heitir WhatsApp sem er mikið notað hér á Ítalíu.
Þar eru bæði notuð skrifuð skilaboð og talskilaboð.
Hægt væri að semja margar leiksýningar um það sem gengið hefur á í talskilaboðum.  
Nú síðast í morgun varð heilmikið rifrildi á einu þeirra og sagði þá ein móðir sem ég þekki vel... 
"Ég er til í að aðstoða ykkur með allar upplýsingar og allt sem þarf af kurteisi og virðingu, en ef þið farið yfir strikið þá birtist í mér hinn versti Trukkabílstjóri sem blótar í öðru hvoru orði"

Nóg í bili... ég er uppfull af upplýsingum og sögum sem mig langar að skrifa hér niður því ég sé að þetta blogg mitt er ómetanleg heimild um líf okkar síðan 2004 og svo ég vitni í Möggu frænku mína "Ef einhverntíma á að halda dagbók þá er það núna"





3 ummæli:

Heiðrún sagði...

Takk Hildur. Haltu áfram að blogga.

Katrín Úlfarsdóttir sagði...

Gott að heyra frá þér elsku frænka.

ÁslaugK sagði...

Gott að heyra frá þér kæra vinkona, bestu kveðjur ��