Ég sat við vinnu mína í eftirmiðdaginn í gær og naut útsýnis yfir í aðalsvítu Hótels 101, þá birtist James Bond í glugganum og fór að taka myndir af sólarlaginu, Lady Bond stóð við hlið hans í náttslopp og horfði dolfallin á roðan í loftinu.. ég segi ekki að ég hafi tapað mér en þetta var rosagaman að fylgjast með svona frægu fólki! Sá Roger svo aftur í dag að stíga inn í bílinn sinn, bílstjóri hélt hurðinni opinni fyrir hann, verð að segja að maðurinn er "fjarska" fallegur!! Fannst hann gamall í sjónvarpinu en sá ekki hrukku á honum í fjarlægð!
Þegar ég var 14. ára sá ég Madonnu að taka upp myndband í einu sýkinu í Feneyjum, ég var á Gondóla og ekki með myndavél og þá tapaði ég mér!! Hún horfði á mig og brosti, var ekki orðin rosafræg þá ég þekkti hana úr Bravo og Pop Rocky blöðunum.
Annars er það að frétta að úrskurðað hefur verið að ég 34. ára konan er með ónýt hné, arfgengur andskoti, verið er að reyna að troða mér fram fyrir biðlista í speglun, liðþófarnir eru rifnir báðum megin og komin skemmd í brjóskið vinstra megin, get ekki annað en bara beðið eftir þeirri aðgerð og svo verður séð til hvað verður meira gert!
föstudagur, desember 02, 2005
mánudagur, nóvember 28, 2005
Kata frænka mín
Bloggið mitt einkennist þessa dagana af því að kópera það sem Katrín frænka mín fyrir norðan gerir!! Skammast mín ekkert fyrir það hún er kona sem ég lít upp til og finnst stórkostleg.. skoðið bloggið hennar http://katrinulfars.blogspot.com/
Segi ykkur kannski fréttir á næstunni...
kossar og knús
Segi ykkur kannski fréttir á næstunni...
kossar og knús

You are Freyr! The elves are your special race and
their lightness and laughter is a reflection of
you. You gave up the sword that would save the
mortal races to win your love, but that hasn't
destroyed your sunny outlook yet!
Which Norse God are You?
brought to you by Quizilla
mánudagur, nóvember 21, 2005

Skáldajötunn
Þú ert nýjungagjarn, tilfinningaríkur innipúki.
Skáldajötunninn er svo opinn fyrir nýjungum á sviði lista og menningar að honum tekst að sjá list út úr óbreyttri skranhrúgu eða einmana slettu á striga. Skáldajötunninn tekur til í herberginu sínu og kallar það listrænan gjörning. Hann er mjög líklega með óskrifaða skáldsögu í hausnum eða óútgefna bók í skrifborðsskúffunni, þ.e. ef hann hefur ekki þegar fengið bók sína útgefna.
Skáldajötunninn lifir fyrir listina og myndi frekar kaupa blek fyrir fjaðurstafinn sinn heldur en brauðhleif þótt hann hefði farið án matar svo dögum skipti. Hann unir sér vel einn með eigin hyldjúpu hugsunum.
Hvaða tröll ert þú?
miðvikudagur, nóvember 09, 2005
Þæfing og þjófar
Ég var í Óperunni í gærkveldi með 2. samstarfskonum og vinkonum, um 11.leytið fylltist allt af lögreglumönnum og konum hjá okkur. Brotist hafði verið inn í Lífeyrisjóðinn hér við hliðina og þegar þjófavarnarkerfi fór í gang höfðu þjófarnir flúið upp á svalir Óperunnar. Þeir brutu sér leið gegnum glugga hér á efri hæðinni og hlupu niður starfsmannastigann okkar með fangið fullt af þýfi, ég heyrði í þeim niðri í kjallara en þar sem maður er vanur umgangi kippti ég mér ekki upp við hurðaskell og athugaði ekki hver var á ferð. Sem betur fer því lögreglan líkti þjófunum við villidýr sem hefðu ekki hikað við að ráðast á þann sem á vegi þeirra yrði á flóttanum... við enduðum á Sólon í áfallahjálp..(bjór) engu var stolið úr Óperunni þetta kvöld nema kannski ró minni og samstarfskvenna minna.
föstudagur, október 14, 2005
miðvikudagur, október 12, 2005
ROMA TI AMO
Róm var stofnuð fyrir 2700 árum síðan og í dag er hægt að skoða minjar frá þeim tíma. Á laugardaginn gekk ég um stræti Rómar, gömul og ný og baðaði mig í minningum tímana og þéttri rigningu. Ég elska Róm, ég er rómverji í mér. Ég elska söguna og ég elska að segja fólki söguna.. mér finnst gaman að vera leiðsögumaður og veit að það á vel við mig. Ég vona að ég fari í næstu ferð Heimsferða og vona að þú komir með mér!
NÆSTA DÖMUKVÖLD
Þá er loksins komið að því. Næsta dömukvöld Pjúru verður haldið laugardaginn 15. október klukkan 19 - 21. Frú Fiðrildi verður einnig á sínum stað og nú er að opna ný verslun í litla kjarnanum okkar. Það eru verslun með skó sem heitir French Sole. Það eru sko ekki flottari konur en Cameron Diaz, Kate Moss, Scarlett Johansen, Kirsten Dunst og fleiri og fleiri frægar og minni frægar konur sem elska þessa skó. Við Pjúrur elskum þá líka
Á dömukvöldinu verða í boði léttar veitingar, veglegur happdrættisvinningur og frábær tilboð að hætti okkar súperkvenna. Þess vegna ætti engin dama að láta þetta happ úr hendi sleppa, enda tilvalið að klæða sig uppá, skilja karlana og börnin eftir heima og njóta þess að skoða, máta, versla, hlæja og hafa það huggulegt í góðra kvenna hópi. Hvernig væri að mæta með eitthvað bleikt, eða vera í einhverju bleiku í tilefni "brjóstakrabbameinsmánaðar"
Hlökkum til að sjá ykkur allar
Pjúrur = Elín, Hildur, Íris og Kolbrún
Á dömukvöldinu verða í boði léttar veitingar, veglegur happdrættisvinningur og frábær tilboð að hætti okkar súperkvenna. Þess vegna ætti engin dama að láta þetta happ úr hendi sleppa, enda tilvalið að klæða sig uppá, skilja karlana og börnin eftir heima og njóta þess að skoða, máta, versla, hlæja og hafa það huggulegt í góðra kvenna hópi. Hvernig væri að mæta með eitthvað bleikt, eða vera í einhverju bleiku í tilefni "brjóstakrabbameinsmánaðar"
Hlökkum til að sjá ykkur allar
Pjúrur = Elín, Hildur, Íris og Kolbrún
fimmtudagur, september 22, 2005
Klukk....
Kata frænka klukkaði mig...
http://katrinulfars.blogspot.com/
Ég á að gefa 5 gagnslausar upplýsingar um sjálfa mig.
1. Ég er 34. ára gift kona og á 1 son sem heitir Hinrik Leonard og verður 3. ára 3. október, ég er mikil fjölskyldukona og elska að vera heima hjá mér, stundum of mikið fer sjaldan út að skemmta mér.
2. Ég vinn í Íslensku óperunni sem framleiðslustjóri og yfirmaður búninga og elska að lita efni fyrir óperusýningar. Ég er mikil leikhúsrotta og þarf að passa mig að gleyma mér ekki í vinnunni.
3. Ég á búð í Ingólfsstrætinu og elska að lita efni og sauma flott pils, gæti kallast hobby og vinna.
4. Ég hef átt heima samtals í ca 6 ár á Ítalíu, ég elska Ítalíu og þegar ég fer þangað finnst mér eins og ég sé að fara heim.
5. Ég er lestrarhestur, elska chick lit og á gott safn af bókum.. uppáhaldshöfundir eru Jane Green og Lisa Jewel.. og og og...
Veit alls ekki hvern ég á að klukka... má klukka karlmenn? Dettur bara í hug Gísli Pétur bróðir og Steina sös....
http://gphinriks.blogspot.com/
http://steineir.blogspot.com/
http://katrinulfars.blogspot.com/
Ég á að gefa 5 gagnslausar upplýsingar um sjálfa mig.
1. Ég er 34. ára gift kona og á 1 son sem heitir Hinrik Leonard og verður 3. ára 3. október, ég er mikil fjölskyldukona og elska að vera heima hjá mér, stundum of mikið fer sjaldan út að skemmta mér.
2. Ég vinn í Íslensku óperunni sem framleiðslustjóri og yfirmaður búninga og elska að lita efni fyrir óperusýningar. Ég er mikil leikhúsrotta og þarf að passa mig að gleyma mér ekki í vinnunni.
3. Ég á búð í Ingólfsstrætinu og elska að lita efni og sauma flott pils, gæti kallast hobby og vinna.
4. Ég hef átt heima samtals í ca 6 ár á Ítalíu, ég elska Ítalíu og þegar ég fer þangað finnst mér eins og ég sé að fara heim.
5. Ég er lestrarhestur, elska chick lit og á gott safn af bókum.. uppáhaldshöfundir eru Jane Green og Lisa Jewel.. og og og...
Veit alls ekki hvern ég á að klukka... má klukka karlmenn? Dettur bara í hug Gísli Pétur bróðir og Steina sös....
http://gphinriks.blogspot.com/
http://steineir.blogspot.com/
BRANDUR og hitt og þetta
Það er svo margt að gerast þessa dagana og lítill tími til að vera í tölvunni. Hinrik er búin að endurskíra Mjása.. hann heitir Brandur núna eins og kisin hans Emils (hver vissi að Emil ætti kisu?!)Hægt að skoða myndir á
http://hinrikleonard.barnaland.is/
Ítalíuferðin nálgast og vill svo skemmtilega til að Ingólfur er að fara til Sikileyjar þann 29. sept og kemur heim með vélinni sem ég fer með svo til Rómar þannig að við munum hittast í mýflugumynd á Keflarvíkurflugvelli. Ingólfur er að vinna í heimasíðunni sinni og svona lítur hún út
http://www.internet.is/ingolfur/
Ingólfur er svo búin að vera að vinna að minni sem er alls ekki tilbúin en þið getið kíkt á hana eins og hún er núna í vinnslu:
http://www.internet.is/hildurina/
Búðin gengur vel. Búið að vera ágætt að gera í húfubransanum enda farið að kólna. Heimasíða búðarinnar er:
http://www.blog.central.is/pjura
Ótrúlega margar heimasíður sem tengjast manni þessa dagana verð að segja það.
vinnan kallar.......
http://hinrikleonard.barnaland.is/
Ítalíuferðin nálgast og vill svo skemmtilega til að Ingólfur er að fara til Sikileyjar þann 29. sept og kemur heim með vélinni sem ég fer með svo til Rómar þannig að við munum hittast í mýflugumynd á Keflarvíkurflugvelli. Ingólfur er að vinna í heimasíðunni sinni og svona lítur hún út
http://www.internet.is/ingolfur/
Ingólfur er svo búin að vera að vinna að minni sem er alls ekki tilbúin en þið getið kíkt á hana eins og hún er núna í vinnslu:
http://www.internet.is/hildurina/
Búðin gengur vel. Búið að vera ágætt að gera í húfubransanum enda farið að kólna. Heimasíða búðarinnar er:
http://www.blog.central.is/pjura
Ótrúlega margar heimasíður sem tengjast manni þessa dagana verð að segja það.
vinnan kallar.......
miðvikudagur, september 14, 2005
Róm Róm ROMA
Ég er að fara aftur til Rómar!! Hjarta mitt fyllist af tilhlökkun! Verð fararstjóri fyrir Heimsferðir 6. - 10. október!! Brosi út að eyrum.
mánudagur, september 12, 2005
Mjásalingur
Haustið er búið að gera innrás sína með tilheyrandi roki og rigningu. Ég er búin að vera á haus í litun í Óperunni og er það nú alltaf helvíti gaman.. en nokkuð tímafrekt, sem komið hefur niður á tölvuvinnu og skriffinsku! En nú verður gerð bót á því.
Fjölgun hefur átt sér stað í fjölskyldunni, Mjási litli 11. vikna fress kom í heimsókn og ákveðið hefur verið að ættleiða hann. Hinrik er mjög ábyrgðarfullur faðir/bróðir/stundum amma.... og eiga þeir mjög vel saman vinirnir. Og virkilega gaman að fylgjast með þeim. Mjási fékk nafn sitt úr bókum um Einar Áskel en hann á kött sem heitir Mjási.
sýni ykkur mynd sem fyrst af Mjásaling...
Fjölgun hefur átt sér stað í fjölskyldunni, Mjási litli 11. vikna fress kom í heimsókn og ákveðið hefur verið að ættleiða hann. Hinrik er mjög ábyrgðarfullur faðir/bróðir/stundum amma.... og eiga þeir mjög vel saman vinirnir. Og virkilega gaman að fylgjast með þeim. Mjási fékk nafn sitt úr bókum um Einar Áskel en hann á kött sem heitir Mjási.
sýni ykkur mynd sem fyrst af Mjásaling...
miðvikudagur, ágúst 31, 2005
P.S Messaggio per Leo
Se vedi questo caro Leo mio hai ricevuto il mio email.. nel tuo onore scrivo due righe in italiano.. ci manchiiii vieni via reykjavik quando vai a NY.. Hinrik Leonard ti manda tanti baci.. ha bisogno di vedere il suo padrino sai che ormai parla tanto italiano... dai Leoooo dai dai dai.. ti voglio bene tua Hildurina
Hvað er í gangi...
Það byrjaði með digital myndavélinni.. hún er biluð og enn að bíða þess að komast í viðgerð.. svo var það þvottavélin í fyrradag.. dauð... ónýt.. verð að kaupa nýja og hef ekki efni á því... grrr... svo í dag.. síminn.. en held það sé reyndar línan frá Ogvodafone.. sem by the way endurgreiddu okkur 10.000 kall í gær vegna þess að við erum búin að greiða af aukanúmeri í marga mánuði sem við eigum ekki, höfum aldrei átt og kom aldrei fram á neinum reikningum!!! Það er svo margt í gangi.. hef verið að vinna mikið síðustu vikur.. óperan komin á fullt og ég að lita heilmikið voðagaman og svo búðin alltaf nóg að gera og ég frekar ánægð með það eyði öllum kvöldum í sauma.. hitti Ingó um miðnætti og fer að sofa kl 3.. ekki nógu gott vonandi fer að komast regla á mig og vinnuna mína með skammdeginu.
fimmtudagur, ágúst 18, 2005
Menningarnótt
Bréf sem fór til þeirra sem eru á póstlista pjúru....
Sælar dömur.
Laugardaginn 20. ágúst er Pjúra menning í Ingólfsstræti 8. Við opnum klukkan 12 og
opið verður eitthvað fram eftir kveldi.
Pjúra og Frú Fiðrildi styðja menninguna í miðbænum og af því tilefni ætlar MoR
(Margrét Eir og Róbert bassaleikari) að syngja nokkur vel valin Duran Duran lög
fyrir framan verslanirnar klukkan 14 og 16 þennan sama dag.
Pjúrur eru nú komnar aftur við sníða og saumaborðið eftir sumarfríið með höfuðin
stútfull af nýjum hugmyndum og eru nýjar og spennandi vörur væntanlegar í búðina á
næstu dögum og vikum. Einnig eru nýjar myndir á blogginu og myndir af nýjum vörum
verða settar á bloggið eftir því sem þær berast.
Við hlökkum til að sjá ykkur í Pjúru
Pjúra íslensk hönnun
Ingólfsstræti 8
101 Reykjavík
http://www.blog.central.is/pjura
Elín A. Gunnarsdóttir - elina
Hildur Hinriksdóttir - HiN
Íris Eggertsdóttir - Krúsilíus
Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir - Kow
Sælar dömur.
Laugardaginn 20. ágúst er Pjúra menning í Ingólfsstræti 8. Við opnum klukkan 12 og
opið verður eitthvað fram eftir kveldi.
Pjúra og Frú Fiðrildi styðja menninguna í miðbænum og af því tilefni ætlar MoR
(Margrét Eir og Róbert bassaleikari) að syngja nokkur vel valin Duran Duran lög
fyrir framan verslanirnar klukkan 14 og 16 þennan sama dag.
Pjúrur eru nú komnar aftur við sníða og saumaborðið eftir sumarfríið með höfuðin
stútfull af nýjum hugmyndum og eru nýjar og spennandi vörur væntanlegar í búðina á
næstu dögum og vikum. Einnig eru nýjar myndir á blogginu og myndir af nýjum vörum
verða settar á bloggið eftir því sem þær berast.
Við hlökkum til að sjá ykkur í Pjúru
Pjúra íslensk hönnun
Ingólfsstræti 8
101 Reykjavík
http://www.blog.central.is/pjura
Elín A. Gunnarsdóttir - elina
Hildur Hinriksdóttir - HiN
Íris Eggertsdóttir - Krúsilíus
Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir - Kow
mánudagur, ágúst 15, 2005
Veislustjórn
Margrét Ben vinkona gifti sig á laugardaginn honum Pétri sínum. Ég var veislustjóri. Í fyrsta skipti sem ég tek svoleiðis að mér og svei mér þá mér gekk barasta rosalega vel! Þetta var flott brúðkaup í fallegum sal og fegurðin skein af brúðurinni! Margrét Eir kom og söng 2 lög fyrir þau að minni ósk og var alveg stórkostleg. Ræður voru fluttar og málverk framið af veislugestum til brúðhjóna, gullkorn skrifuð á blað, ofsagóður matur og svo var stiginn dans fram eftir nóttu. Við hjónin komum heim glöð og þreytt klukkan 2.30.
Nú er Einara systir Ingó farin til Svíþjóðar með börn og buru. Við náðum að hitta hana og dæturnar hjá Tengdó í gær og var það voðagott fyrir Hinrik. Hann er á "besta vinar" tímabilinu, allir eru bestu vinir hans til skiptis, Írena Björt, Breki Þór, Andri Þór á leikskólanum, afi Kiddi, afi Hinrik osfrv.. hann spurði Pabba sinn í gær hvort mamma væri besti vinur hans og auðvitað svaraði Ingó með jái!
Óperan bíður, byrja að vinna í dag og hlakka bara til.
Nú er Einara systir Ingó farin til Svíþjóðar með börn og buru. Við náðum að hitta hana og dæturnar hjá Tengdó í gær og var það voðagott fyrir Hinrik. Hann er á "besta vinar" tímabilinu, allir eru bestu vinir hans til skiptis, Írena Björt, Breki Þór, Andri Þór á leikskólanum, afi Kiddi, afi Hinrik osfrv.. hann spurði Pabba sinn í gær hvort mamma væri besti vinur hans og auðvitað svaraði Ingó með jái!
Óperan bíður, byrja að vinna í dag og hlakka bara til.
sunnudagur, ágúst 07, 2005
Kabarett, Pjúra og brúðkaup.
Það er sunnudagur og veðrið úti virðist nokkuð haustlegt. Ég neita samt að trúa að sumarið sé búið! Ég er enn í fríi í óperunni. Það er búið að vera mikið að gera í búðinni og ég hef mikið verið að vinna þar þar sem stúlkurnar hafa verið mikið í fríi. Ég er komin með nýja línu af pilsum og er það gaman hvað þau rjúka út. Vonandi gengur mér vel að sauma í vikunni þar sem það er mikil forvinna við pilsin. Ég lita þau og mála og sauma svo. Fór á frumsýningu á Kabarett á fimmtudaginn og mæli óhikað með þeirri sýningu. Mjög proffessional söngleikur, snertir mann djúpt og Felix er yndislegur.. fékk flassbakk í Greyfana svei mér þá þegar hann söng svo fallegt lag. Hef ekki verið mikill aðdáandi Þórunnar en hún var helvíti góð í þessari sýningu. Auðunn Þór litli frændi minn gifti sig í gær og var það yndislegt brúðkaup! Hápunktar veislunnar voru 2. Stebbi Hilmars kom og söng 5 lög og svo slógum við systkynini í gegn með skemmtiatriði sem var improviserað á staðnum og var ég svo glöð að því loknu að við skildum gera þetta fyrir litla frænda!
laugardagur, júlí 23, 2005
Prufa með myndir
Það gladdi hjart foreldranna þegar Hinrik Leonard ákvað að borða spaghetti um daginn! Hingað til hefur hann neitað að borða pasta en fannst spaghettíið eitthvað spennandi og hámaði það í sig!! Viva la pasta!
Ekki lengur kalt á tánum!!
Ég er ekki búin að vera dugleg að blogga síðustu daga.. fyrst var það kuldinn nú er það hitinn! Það er gott að vera í Reykjavík þessa dagana og segja gárungarnir að hitinn eigi að haldast út vikuna... vona það.. trúi því varla en vona það. Hinrik sefur í sófanum og á eftir þegar hann vaknar ætlum við út.. bara eitthvað út í sólina.. vildi óska þess að ég væri með garð.. gæti þá dúllast þar allan daginn.. það kemur að því..
föstudagur, júlí 08, 2005
Mér er kalt á tánum.
8. júlí.. svitinn lekur af mér og ég get ekkert drukkið nema vatn, kannski eina dós af Cocacola þegar húma tekur. Held mig innandyra allan daginn með viftuna á fullu skreppa kannski út í kvöld á minipilsi og hlýrabol...... svona var líf mitt fyrir 5 árum síðan. Í dag sit ég við tölvuna í 101 Reykjavík og er að drepast úr kulda á tánum.....grátbroslegt.. kannski.. held ég gráti bara!
laugardagur, júlí 02, 2005
Dömukvöld í Pjúra og Frú Fiðrildi
Þann 6. júlí næstkomandi milli 19 og 21 liggur leið þín til okkar. Taktu með vinkonur, mágkonur, mömmu, tengdó og allar þær konur sem þú mætir á leiðinni. Sumarstemming, léttar veitingar, þægileg tónlist og notaleg stund á Ingólfsstræti 8.
Segðu öllum sem þú þekkir frá þessum viðburði og við sjáumst hress - ekkert stress
Komdu í Pjúra - ekki skúra
Komdu í Pjúra - ekki kúra
Segðu öllum sem þú þekkir frá þessum viðburði og við sjáumst hress - ekkert stress
Komdu í Pjúra - ekki skúra
Komdu í Pjúra - ekki kúra
fimmtudagur, júní 23, 2005
Hei alle hoppa
Sit her i kulturhusinu i Jarna rett fyrir utan stokkholm og anda ad mer lifraent raektudu lofti! Her er yndislegt ad vera solin skin og allt lifraent sem vid bordum. Meira ad segja haegt ad kaupa ser lifraent kok a barnum! Hinrik er i essinu sinu og leikur ser allan daginn. Thetta er nu samt mikil vinna og verdur madur nu orugglega threyttur thegar madur kemur heim og gott til thess ad hugsa ad madur fari nu barasta i soldid gott sumafri eftir thetta sumarfri. Bid ad heilsa heim!
föstudagur, júní 17, 2005
Sumarfrí
Við erum að fara í fyrramálið fjölskyldan til Svíþjóðar í 1. viku. Förum á leiklistarhátið í Jarna 50 km fyrir utan Stokkhólm. Ég og Ingólfur erum búin að vera svo veik núna í sólarhring að við héldum í morgun að við kæmumst ekki. Erum bæði búin að kasta svo rosalega upp en okkur líður nú betur núna. Búin að vera að þvo þvott í allan dag og núna er komið að því að pakka. Sjáumst eftir viku.
miðvikudagur, júní 15, 2005
Bloggið hans Gísla Péturs bróðurs
http://gphinriks.blogspot.com/
flottur kall hann Pési minn, var að fá 1. árs samning við ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ litli drengurinn að verða stór!!! Og svo vinnur hann náttúrulega Grímuna á morgun ekki spurning!
flottur kall hann Pési minn, var að fá 1. árs samning við ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ litli drengurinn að verða stór!!! Og svo vinnur hann náttúrulega Grímuna á morgun ekki spurning!
mánudagur, júní 13, 2005
Pirringur
Stundum verð ég svo pirruð.. pirruð yfir einhverjum smámunum, eða einhverju stóru, einhverju smáu sem verður stórt eða stóru sem er bara smátt... það sem gerist eiginlega alltaf er að ég læt pirringin bitna á þeim sem ég elska.. bara smá hugleiðing!
sunnudagur, júní 12, 2005
Lost
Ég er algerlega lost í Lost.. síðustu nætur hef ég farið að sofa þegar klukkan nálgast 3 vegna þess að ég er að horfa á lost í tölvunni. Guð minn góður þvílík spenna er núna komin á þátt númer 11. Hinrik vaknaði þannig að Ingólfur er að svæfa hann og á meðan er ég að tapa mér úr spenningi. Ohh það er svo langt síðan ég hef dottið svona í einhverja þáttaröð.. síðast sennilega 1998 á ítalíu þegar mamma sendi mér 4 tíma spólu með upptökum af Friends.. svaf ekkert þá nóttina fór bara beint í skólann gat ekki hætt.. hef nú verið dugleg núna að horfa bara á 3 þætti á kvöldi en hef verið frekar mygluð á morgnana. Heyrist Hinrik vera að gráta. Greyið vaknar alltaf á kvöldin og sofnar ekki aftur fyrr en eftir 2 tíma skil þetta ekki.
fimmtudagur, júní 09, 2005
Fimmtudagur
Ég er að fara að vinna í búðinni minni á eftir 12 - 18. Er alltaf að vinna á fimmtudögum þannig að ef þið viljið heimsækja mig komið þá. Var að koma með nýja línu svona kántrýpils... er í einu slíku núna og ætla að sauma nokkur á næstunni set vonandi inn mynd hér fljótlega.
mánudagur, júní 06, 2005
Gríman
Gísli Pétur tilnefndur
LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI..
ohh hann á svo skilið að vinna krossa fingurnar fyrir litla bróður..
http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1142285
LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI..
ohh hann á svo skilið að vinna krossa fingurnar fyrir litla bróður..
http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1142285
fimmtudagur, júní 02, 2005
Dagur heima.
Hinrik er enn veikur. Fórum með hann til læknis í gær vegna þess að við héldum að hann væri með hlaupabólu þar sem hann fékk útbrot í andlitið en þegar ekkert kom á kroppinn þá runnu á okkur tvær grímur. Hann er sem sagt með slæma kvefflensu og var með tæplega 40 stiga hita í gær. Í dag er hann með 39 stiga hita og ég er búin að vera með hann heima í allan dag... er að drepast úr leiðindum því það er nú ekki mikið hægt að bardúsa á heimilinu með veikt barn. Er samt búin að þvo nokkrar vélar og þrífa eldhúsið.
Ingólfur er að vinna til kl 21 í kvöld og nú þarf ég að galdra eitthvað fram úr frystinum til að elda handa drengnum. Hugsa að ég dobbli Ingó til að kaupa pizzu á leiðinni heim handa okkur fullorðna fólkinu. Annars dreymir mig um pizzurnar í róm....
Á morgun er Ingólfur á fundi fyrir hádegi en svo get ég farið að vinna eftir hádegi. Svo er ég að fara í partý á laugardagin juhú hef ekki farið í svoleiðis í marga mánuði!!
Ingólfur er að vinna til kl 21 í kvöld og nú þarf ég að galdra eitthvað fram úr frystinum til að elda handa drengnum. Hugsa að ég dobbli Ingó til að kaupa pizzu á leiðinni heim handa okkur fullorðna fólkinu. Annars dreymir mig um pizzurnar í róm....
Á morgun er Ingólfur á fundi fyrir hádegi en svo get ég farið að vinna eftir hádegi. Svo er ég að fara í partý á laugardagin juhú hef ekki farið í svoleiðis í marga mánuði!!
þriðjudagur, maí 31, 2005
Ef ég ætti 2!!
Það er hunderfitt þegar barnið manns veikist! Nú er Hinrik veikur og Ingólfur á fullu að leikstýra... sem verður til þess að flækja líf manns all illilega.. Mamma reddaði okkur í dag og kom kl 13 en á morgun þarf ég að fara að vinna í búðinni minni og Ingólfur verður að fara að leikstýra og mamma upptekin... erum svo bæði á fundi í óperunni á miðvikudagsmorgun.. hvað gerir maður í svona stöðu.. það er hunderfitt að fá pössun með stuttum fyrirvara og mér finnst svo erfitt að vera ekki í vinnunni.. það er ekki eins og maður geti unnið eitthvað heima með lítin lasin kall.. Svo er það nú bara þannig að þegar barnið manns er svona lasið og lítið í sér þá vill maður ekki koma honum fyrir hvar sem er.. verð að segja að ég á erfitt að láta hann frá mér nema bara til mömmu eða einhvers í nánustu fjölskyldu okkar Ingó.. sem er náttúrulega rangt.. en hvað veit maður í dag.. hmm. Farin að kvíða sumafríinu í leikskólanum. Mánuður í púsli.. veit einhver um góða stelpu í 101?? Eins gott að við eigum ekki tvö börn!
sunnudagur, maí 22, 2005
Roma mi manchi giá
Komin heim með gleði í hjarta. Það á svei mér þá barasta vel við mig að vera fararstjóri og get ég sagt að hópurinn minn var langbestur í innkaupum þar sem ég gat leitt þau í réttar búðir og var svei mér þá alveg sama á hvaða aldri fólkið var öll versluðu þau vel! Roma hefur breyst mikið en er enn heimaborg mín. Mikið er komið að innflytjendum og fannst mér það miður hvað Piazza Vittorio er búin að breytast í kínahverfi og hvað Porta Portese markaðurinn líkist markaðstorgi í Marokkó ekki í Róm. En nóg um það. Það var mikill hiti og auðvitað náði ég mér í smá lit sem var nú barasta jákvætt. Lærði mikið af Rómar leiðsögumönnunum og vona að mér verði aftur boðin svona vinna, mun hlaupa á hana. Því þó þetta hafi verið mikil vinna, lítið um svefn og mikið labb þá kem ég endurnærð heim með gleði í hjarta og bros á vör.
þriðjudagur, maí 10, 2005
Það styttist...
í Rómarferðina. Fer út á fimmtudagsmorgun kl. 8 og fer í gönguferð um Róm á föstudag í 5 tíma. Fer svo í Vatíkanið á laugardag og til Tivoli á þriðjudag. Mun svo vera á fullu þess á milli að drekka í mig anda og menningu fyrrum heimaborgar minnar. Er ekki búin að hafa samband við nema einn vin. Ætla ekkert að vera að búa til stress að hitta alla. Fer kannski í heimsókn ef ég hef tíma. Hótelið mitt er í heimahverfi mínu svo ég þekki vel umhverfið. Vonandi gengur allt vel og ég kem endurnærð heim.... bohh. Mun sennilega ekkert blogga fyrr en ég kem heim svo ég segi bara góðar stundir.
miðvikudagur, maí 04, 2005
Heimsferðir
Er að fara á fund uppí Heimsferðum þar sem skýrist hvaða ferðir ég þarf að taka að mér og hvernig þetta verður. Hlakka svoooo til. Þetta verður hörkuvinna en ég veit að sumarið er komið til Rómar. Meira í kvöld.
miðvikudagur, apríl 27, 2005
Róm ég er að koma heim!
Þann 12 maí fer ég til Rómar í 8 daga sem fararstjóri fyrir Heimsferðir. Ég hlakka svo til að ég er alveg að missa mig er ekki búin að koma "heim" í tæplega 4 ár.. algert hneyksli! Dóra spyr í commenti: hver er þessi apótekari!? Apótekarinn er ópera eftir Haydn sem Ingó er að leikstýra í óperunni. Frumsýning á föstudaginn. 5 sýningar og frítt inná þær allar svo látið sjá ykkur. Góða nótt krúttin mín.
miðvikudagur, apríl 20, 2005
Búið að opna búð!
Þá er búið að opna búðina og ég verð að fara að vera dugleg að framleiða fleiri föt, það eina sem ég á nóg af eru húfur og barnabuxur.. farið og kaupið!! Verð að vinna á fimmtudögum frá 12 til 18 verður sennilega opið núna á sumardaginn fyrsta. Annars nóg að gera í vinnunni og Apótekarinn á fullri fart. Frumsýning 29. apríl. kl 20. Er kannski að fara til Ítalíu eftir 3 vikur!!!!!!!!!!!!!!!!!! Segi ekki meir.. fyrr en á föstudag.. get ekki beðið.
miðvikudagur, apríl 13, 2005

Við látum drauminn rætast og opnum verslun með íslenskri fatahönnun laugardaginn 16. apríl. Opið verður frá kl. 12 til 17 og vildum við gjarnan sjá þig/ykkur á þessum tíma til að samgleðjast okkur. Verslunin er staðsett í Ingólfsstræti 8, gengið inn hjá Frú Fiðrildi. Annars er verslunin opin þriðjudaga til föstudaga kl. 12 til 18 og laugardaga kl. 12 til 17.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Elín, Hildur, Íris og Kolbrún
elina, HIN, Krúsilíus og Kow
laugardagur, apríl 09, 2005
RaiDue
Fjórar fræknar konur geta ekki komið sér saman um nafn.. og leyst ekkert á það að draga það úr hatti... eins og ég stakk uppá... núna eru allir orðnir voðapirraðir og sumir meira en aðrir og spurning hvernig samstarfið muni ganga í framtíðinni.. förum á sunnudaginn og byrjum að rífa niður veggi til þess að geta opnað búðina á laugardaginn 16. mars. Á morgun munum við hittast og vonandi endanlega ákveða nafnið.
Ég reyni að sauma eins mikið og ég get þessa dagana en hefur verið erfitt þar sem Hinrik er búin að vera lasin.
Stöð 2 vann sér aldeilis inn punkta þennan mánuðinn.. byrjaði að senda út RaiDue, ítalska sjónvarpsrás og mér finnst ég hafa dottið 4 ár aftur í tímann! Ég sakna Ítalíu svo ofboðslega mikið og fann það svo glöggt þegar ég fór að horfa á ítalskt daytime television... ég byrjaði strax að hugsa á ítölsku! Elska málefnalega fréttatíma og góða fréttamennsku um útför Páfa og allt tilstand í Róm þessa dagana..
á ekki til orð yfir óvandaðri fréttamennsku stöðvar 2 .. hefur hrakað svo ofboðslega síðustu vikurnar...
mölbúabananalíðveldið Ísland.
Ég reyni að sauma eins mikið og ég get þessa dagana en hefur verið erfitt þar sem Hinrik er búin að vera lasin.
Stöð 2 vann sér aldeilis inn punkta þennan mánuðinn.. byrjaði að senda út RaiDue, ítalska sjónvarpsrás og mér finnst ég hafa dottið 4 ár aftur í tímann! Ég sakna Ítalíu svo ofboðslega mikið og fann það svo glöggt þegar ég fór að horfa á ítalskt daytime television... ég byrjaði strax að hugsa á ítölsku! Elska málefnalega fréttatíma og góða fréttamennsku um útför Páfa og allt tilstand í Róm þessa dagana..
á ekki til orð yfir óvandaðri fréttamennsku stöðvar 2 .. hefur hrakað svo ofboðslega síðustu vikurnar...
mölbúabananalíðveldið Ísland.
fimmtudagur, apríl 07, 2005
Hika
Fröken Fix gekk því miður ekki upp þar sem föndurverslun á netinu heitir sama nafni. Held við séum að sættast á Hika sem eru upphafstafir okkar allra stelpnanna. Hildur, Íris, Kolbrún og (Elín) Arndís. Verður ákveðið endalenga í kvöld....
mánudagur, apríl 04, 2005
NAFNIÐ KOMIÐ!!
Hún mun heita:
FRÖKEN FIX
Lovit!!
Mamma gamla kom með nafnið og á miklar og góðar þakkir fyrir.
FRÖKEN FIX
Lovit!!
Mamma gamla kom með nafnið og á miklar og góðar þakkir fyrir.
miðvikudagur, mars 30, 2005
kríla ofl.
Getum ekki komið okkur saman um nafn...
opnum 16. apríl...
hér eru nokkrar hugmyndir frá mér.
Nostra: vinna hægt en með vandvirkni, fægja, vinna með alúð, snotra til.
Snotra: 1. Ryksópur, húsasnotra
2. snyrta, fága, lagfæra- fræða, vitka.
Bíslag.. er nafnið sem þú varst að leyta eftir Íris held ég.... viðbygging úr timbri framan við útidyr,fyrir útiflíkur ofl.
og svo tók ég þetta af netinu og sting uppá
Kríla
Úr þættinum íslenskt mál 18 desember 2004.
Ég spurði síðast um sögnina að slyngja sem heimildarmaður ræddi um við mig nýlega. Hún er notuð um að brydda leppa í skó og hafði heimildarmaður þetta frá móður sinni sem bjó í Flatey á Skjálfanda. Enginn hefur haft samband við mig um þetta orð en um það eigum við fáein dæmi. Í Iðnsögu Íslendinga, sem gefin var út 1943, stendur eftirfarandi: ,,Gömlu konurnar kunnu meðal annars að stíma, kríla og slyngja; voru þetta mismunandi aðferðir til að flétta örmjó bönd, t.d. til bryddinga." Af þessu má ef til vill draga þá ályktun að aðferðin, eða í raun allar þrjár aðferðirnar, sem nefndar eru, hafi þegar verið orðnar sjaldgæfar. Nú þætti mér afar fróðlegt að frétta hvort einhverjar konur kunni enn að slyngja, stíma eða kríla.
Hvað finnst ykkur??
opnum 16. apríl...
hér eru nokkrar hugmyndir frá mér.
Nostra: vinna hægt en með vandvirkni, fægja, vinna með alúð, snotra til.
Snotra: 1. Ryksópur, húsasnotra
2. snyrta, fága, lagfæra- fræða, vitka.
Bíslag.. er nafnið sem þú varst að leyta eftir Íris held ég.... viðbygging úr timbri framan við útidyr,fyrir útiflíkur ofl.
og svo tók ég þetta af netinu og sting uppá
Kríla
Úr þættinum íslenskt mál 18 desember 2004.
Ég spurði síðast um sögnina að slyngja sem heimildarmaður ræddi um við mig nýlega. Hún er notuð um að brydda leppa í skó og hafði heimildarmaður þetta frá móður sinni sem bjó í Flatey á Skjálfanda. Enginn hefur haft samband við mig um þetta orð en um það eigum við fáein dæmi. Í Iðnsögu Íslendinga, sem gefin var út 1943, stendur eftirfarandi: ,,Gömlu konurnar kunnu meðal annars að stíma, kríla og slyngja; voru þetta mismunandi aðferðir til að flétta örmjó bönd, t.d. til bryddinga." Af þessu má ef til vill draga þá ályktun að aðferðin, eða í raun allar þrjár aðferðirnar, sem nefndar eru, hafi þegar verið orðnar sjaldgæfar. Nú þætti mér afar fróðlegt að frétta hvort einhverjar konur kunni enn að slyngja, stíma eða kríla.
Hvað finnst ykkur??
þriðjudagur, mars 29, 2005
Sniðið ..að þér!
Páskarnir búinir og komin aftur til vinnu.
Æfingar á Lo Speziale, samstarfsverkefni óperunnar og listaháskóla íslands hefjast í kvöld.
Leikstjóri Ingólfur Níels Árnason.
Frumsýning 29. apríl.
Það verður spennandi verkefni.
Kem hálf dösuð undan þessum Páskum. Búin að vaka alltof lengi á kvöldin. Horfði á The Italian Job í gærkveldi helv. góð mynd!
Fer á fund í kvöld út af búðinni opnum sennilega eftir 2 vikur! Ætla að stinga uppá nafninu
Sniðið
..að þér
finnst það flott nafn. Er búin að vera að gera prótótípur af barnafötum, saumaði flottar buxur á Hinrik og aðrar á Elías Hrafn.
Fer í 90 min. lúxusnudd á eftir. Ingólfur gaf mér það í afmælisgjöf. Hlakka mikið til að slaka á. Þarf bara að ná að klára fullt í vinnunni þangað til.
Eigið góða vinnuviku.
Æfingar á Lo Speziale, samstarfsverkefni óperunnar og listaháskóla íslands hefjast í kvöld.
Leikstjóri Ingólfur Níels Árnason.
Frumsýning 29. apríl.
Það verður spennandi verkefni.
Kem hálf dösuð undan þessum Páskum. Búin að vaka alltof lengi á kvöldin. Horfði á The Italian Job í gærkveldi helv. góð mynd!
Fer á fund í kvöld út af búðinni opnum sennilega eftir 2 vikur! Ætla að stinga uppá nafninu
Sniðið
..að þér
finnst það flott nafn. Er búin að vera að gera prótótípur af barnafötum, saumaði flottar buxur á Hinrik og aðrar á Elías Hrafn.
Fer í 90 min. lúxusnudd á eftir. Ingólfur gaf mér það í afmælisgjöf. Hlakka mikið til að slaka á. Þarf bara að ná að klára fullt í vinnunni þangað til.
Eigið góða vinnuviku.
föstudagur, mars 11, 2005
Verslun nafn óskast!
Helgin að koma og ég líklegast að fara að stofna fyrirtæki með 3 öðrum konum. Fataverslun með íslenskri hönnun. Voðaspennó leyfi ykkur að fylgjast með. Erum komnar með húsnæði í Ingólfsstrætinu og förum að standsetja á næstu vikum! Finnst ykkur það ekki spennandi? Hinrik var hjá Jónínu í gærkveldi og sofnaði svo niðri. Hún er svo góð við hann. Við ætlum svo að vera með Idol partý í kvöld feðginin, kaupa snakk og nammi! Svo segir Hinrik allavegana! Ingólfur komin til spánar og byrjaður að sitja fyrirlestra. Sólin skín og ég hlakka til á laugardaginn þegar við lokum Toscu. Þurfti að bregða mér á svið á sýningu í gær og sópa upp glerbrot. Þreytti sem sagt frumraun mína á sviði Íslensku óperunnar og gekk svona líka mætavel.
Góða helgi elskurnar!
Góða helgi elskurnar!
mánudagur, mars 07, 2005
Tosca
Tosca svífur áfram á bleiku skýi og bara 2. sýningar eftir. Ingólfur fer út á fimmtudaginn til Spánar á óperuráðstefnu og við Hinrik verðum ein í kotinu. Hlakka til að loka Toscu pródúksjóninni þó maður sjái náttúrulega eftir sýningunni sem er yndisleg! Það gengur alveg rosavel að selja húfur og ég skal setja inn myndir hér sem fyrst.
fimmtudagur, mars 03, 2005
ahhakið...
Ég lagðist með son minn í rúmið í gærkveldi og þar sem hann var alveg að festa svefn, snéri hann sér við og í leiðinni slapp lítið prump frá honum.. hann sagði strax ahhakið.. og byrjaði svo að hrjóta! Ég segji nú bara að drengurinn minn er vel upp alinn!!
fimmtudagur, febrúar 24, 2005
Grjótharðir!
Litli bróðir minn var að debúttera í kvöld í Þjóðleikhúsinu. Nýtt íslenskt verk. Ég get eiginlega ekki tjáð mig um þetta núna ég varð fyrir svo miklum hughrifum, þetta er mögnuð sýning allir leikararnir eru einstakir. Persónurnar frábærar og Gísli Pétur ótrúlegur! FARIÐ!!!
miðvikudagur, febrúar 23, 2005
Ástin mín
............................ á afmæli í dag. Er ekki lengur í hjónabandi með sér eldri konu! Til hamingju kallinn minn!
mánudagur, febrúar 21, 2005
34
Já afmælisdagurinn runninn upp með þoku! Var vakin í morgun með yndislegum söng sonar míns.. nota bene mamma á afmæli í dag, Hinrik á morgun og pabbi á miðvikudaginn! Hinrik ætlar að gefa mér sokka! Er og verð í vinnunni í dag. Litla afmælisbarnið ég!
þriðjudagur, febrúar 15, 2005
Gat á hausinn!!
Gleymdi alveg að deila með ykkur fyrsta gatinu á hausinn sem hann Hinrik minn fékk í gær. Ég var farin í vinnuna þegar Ingó hringdi í mig og bað mig að koma smá heim að aðstoða sig. Þegar ég kom hlaupandi heim var Hinrik með jafn rautt hár og ég! Litað af blóði greyið litla, hafði prjónað á bílnum sínum og dottið á hurðakarm. Gatið var þó minna en það leit út fyrir að vera svo ég hreinsaði og setti plástur og fór aftur í vinnuna. Þurfti svo auðvitað að klippa plásturinn úr í morgun.. HRAFNAMÓÐIR það er nafn mitt í dag....
Gagnrýnendur...
Ég uppgötvaði heimasíðuna hans Jónasar Sen í gær og er búin að skemmta mér mikið yfir henni í dag! Það hefur verið svo mikið talað um gagnrýnendur og leikhús, og Óli Kjartan sagði góðan hlut í morgunsjónvarpinu í morgun: Maður tekur mark á gagnrýni ef hún er góð en gleymir henni ef hún er vond. Þetta er alveg satt þegar maður er að vinna í leikhúsi maður verður að hugsa svona. En hins vegar er ég búin að tala við marga í dag um gagnrýni Jónasar Sen í Mogganum og það merkilega er að engin tekur mark á honum, þó að gagnrýnin sé í heildina góð! Hvorki því góða né þvi slæma sem hann segir!! Það finnst mér svolítið merkilegt og finnst fólk annað hvort vorkenna honum eða hlæja að honum!! Hver er hann? Miðað við lauslega viðkynningu á blogginu hans þá er hann ótrúlega opin hrokagikkur! Veit það ekki þekkjann ekki... bohhh??!!
sunnudagur, febrúar 13, 2005
Frumsýning
Tosca er komin í loftið og mikið er nú alltaf gaman að frumsýna. Ég þurfti að vera sminka á frumsýningu og reyndar generalprufu líka þar sem ein sminkan fékk ferlega pest. Þetta fer nú að verða vani þar sem ég var líka sminka á frumsýningunni á Sweeney Todd! Mér finnst þetta svaka gaman og er barasta komin í þokkalega æfingu. Sá um strákana í kórnum. Ég er nú lítill bógur í djamminu og fór snemma heim er alltaf svo búin þegar að frumsýningu kemur að ég þarf helst að sofa í sólarhring. Drakk samt 1 bjór í kjallaranum og fór svo barasta heim að horfa á Idolið á videói.. finnst það barasta ekkert skemmtilegt, meira gaman að horfa á það ameríska. set inn mynd úr uppfærslunni og hvet fólk í að mæta þar sem öruggt er að uppselt verður á flestar sýningar.
laugardagur, febrúar 05, 2005
Leikhús....mús!
Hinrik minn Leonard er nú formlega orðin Leikhúsmús! Var með mér í vinnunni í allan dag, það var hljómsveitaræfing og í kjallaranum í óperunni voru yfir 100 manns! Hinrik lék á alls oddi enda orðin öllum hnútum kunnugur fórum meira að segja inn í sal og hlustuðum og horfðum á æfinguna. Hinrik var voðaglaður að sjá og heyra alla syngja og langaði mest uppá svið sjálfur. Við vorum þó mest í kjallaranum þar sem ég þurfti ekkert að hafa áhyggjur það var fullt af fólki sem hann þekkir sem fylgdist með honum meðan ég vann!
Það er voðagaman að ala upp LEIKHÚSMÚS!
Það er voðagaman að ala upp LEIKHÚSMÚS!
miðvikudagur, febrúar 02, 2005
mánudagur, janúar 24, 2005
Helgin mín.
Ég elska að lita á mér hárið. Var í 33 ár án þess að lita það... búin að dreyma um chillipiparrautt hár í ár. Núna er ég komin með chillipiparrautt hár og elska það! Var líka gaman að aflita það! Hildurina með gult hár.. gaman gaman. Skoðið myndirnar.
föstudagur, janúar 14, 2005
Lífið og vinnan
"Stóra verkefnið er að taka ekki vinnuna með sér heim" "Listin er að skilja vinnuna eftir í vinnunni" Sumir eiga heima í vinnunni og eiga ekkert einkalíf utan hennar. Aðrir er ekki einu sinni í vinnunni þó þeir séu í vinnunni.. sbr. kellurnar á pósthúsinu í gamla daga. En það sem ég var að velta fyrir mér er: Tekur maður ekki alltaf einkalífið með sér í vinnuna? Eða skilur maður lífið eftir heima og fer í vinnuna og skilur svo vinnuna eftir í vinnunni og heldur heim í einkalífið..??? Smá pæling.. Hvar er maður á leiðinni í vinnuna?
miðvikudagur, janúar 12, 2005
Vinkonur
Ég hef það á tilfinningunni að ég sé of fljót að taka fólki, treysta því og hleypa því inná mig. Held að það sé ekki gott. Er alltaf að lenda í því að eignast vinkonur sem reynast svo ekki vera vinkonur mínar. Heldur bara tækifærissinnar. Veit ekki hvort ég breytist einhverntíma því ég tel það vera kost að treysta fólki og trúa. Spurningin er hvort maður gefi bara skít í viðkomandi og hætti að vera vinkona án orða eða hvort maður eigi að confronta hana og gera upp hlutina... hvað finnst ykkur? Kosturinn við að vera svona er að oftar eignast maður góða vini en maður eignast svikula "ekki" vini!
miðvikudagur, janúar 05, 2005
Klisjukenndir
Kláraði bókina í gær. Fannst hún mjög skemmtileg og auðlesin góð afþreying... en... í kafla 15. fer ein sögupersónan frá Veróna til Milanó með lest. Og orðrétt stendur "Lestin er á leið til Milanó en stoppar í Flórens." HA?!?? Sko.. það þarf nú ekki mikla rannsóknarvinnu til að sjá að lest frá Veróna til Milanó stoppar ekki í Flórens! Það tekur 1 og hálfan tíma að fara frá Veróna til Milanó en 3 tíma í aðra átt til Flórens. Það er mikilvægt fyrir rithöfunda að hafa svona hluti á hreinu og ekki hefði þurft mikla rannsóknarvinnu til að finna þetta út. Svona hlutir fara rosalega í taugarnar á mér en ég lét þetta samt ekki eyðileggja fyrir mér söguna sem var alveg ágæt.
Skoðið kortið!
Skoðið kortið!
þriðjudagur, janúar 04, 2005
Megi nýja árið verða það besta sem þið hafið upplifað og það versta af þeim sem eftir eru."
Hlakka til að krullast uppí rúm með Klisjukendir sem Helgi bró og Bryndís gáfu mér í jólagjöf. Byrjaði á henni í baði í kvöld. Lofar góðu. Svaf ekkert í nótt var að hugsa um vinnuvikuna og allt sem ég þarf að koma í verk. Hún fór vel af stað í dag. Gaman þegar það er svona mikið að gera. Langar að vera með stöð 2 í janúar er alveg dottin út úr skjá einum. Sólveig vinkona mín byrjaði að vinna í óperunni í dag eftir smá hlé. Það er yndislegt að vera búin að fá hana aftur. Fyrsta blogg ársins er í stikk setningum. Fíla það. GLEÐILEGT ÁR ELSKURNAR TAKK FYRIR ÞAU GÖMLU. Best að stela kveðjunni hennar Dóru vinkonu: Megi nýja árið verða það besta sem þið hafið upplifað og það versta af þeim sem eftir eru."
Góða nótt
Góða nótt
fimmtudagur, desember 30, 2004
Tv in or out??!!
Sjónvarpið er tímaþjófur.
Get varla lifað með því og get alls ekki lifað án þess. Ég er loksins að ná pestinni úr mér en er búin að liggja eins og grænmeti fyrir framan sjónvarpið frá klukkan 17 í dag þar til núna kl 23.30.. Ok ég er búin að vera ógeðslega lasin og slöpp og stundum langar manni bara til að slaka alveg... minnir mig á soldið sem ég sá í Sjónvarpinu í kvöld hjá henni Opruh... þar var þrítug kona frá Kúvæt.. sem talaði um að amerískar konur séu svo stressaðar af vinnu og gefi sér aldrei tíma til að slaka á, lesa góða bók eða taka langan hádegisverð, þær fengju alltaf samviskubit þegar þær gera eitthvað fyrir sjálfan sig.. mér líður svolítið þannig, þegar ég hugsa um daginn hjá mér í dag sem hefur verið alger afslöppun, og ég er með samviskubit!
Er nú samt búin að ná að lesa eina og hálfa jólabók af þeim sem ég fékk í jólagjöf. Mæli eindregið með uppáhalds enska höfundi mínum, Jane Green og hennar nýjustu bók sem ég fékk frá Gísla Pétri í jólagjöf, The other woman fjallar um unga konu og samband hennar við tengdamóður sína.. geggjuð bók.
Get varla lifað með því og get alls ekki lifað án þess. Ég er loksins að ná pestinni úr mér en er búin að liggja eins og grænmeti fyrir framan sjónvarpið frá klukkan 17 í dag þar til núna kl 23.30.. Ok ég er búin að vera ógeðslega lasin og slöpp og stundum langar manni bara til að slaka alveg... minnir mig á soldið sem ég sá í Sjónvarpinu í kvöld hjá henni Opruh... þar var þrítug kona frá Kúvæt.. sem talaði um að amerískar konur séu svo stressaðar af vinnu og gefi sér aldrei tíma til að slaka á, lesa góða bók eða taka langan hádegisverð, þær fengju alltaf samviskubit þegar þær gera eitthvað fyrir sjálfan sig.. mér líður svolítið þannig, þegar ég hugsa um daginn hjá mér í dag sem hefur verið alger afslöppun, og ég er með samviskubit!
Er nú samt búin að ná að lesa eina og hálfa jólabók af þeim sem ég fékk í jólagjöf. Mæli eindregið með uppáhalds enska höfundi mínum, Jane Green og hennar nýjustu bók sem ég fékk frá Gísla Pétri í jólagjöf, The other woman fjallar um unga konu og samband hennar við tengdamóður sína.. geggjuð bók.
laugardagur, desember 25, 2004
Gleðileg jól
Jóladagur hálfnaður og ég ein í kotinu. Þetta var yndislegasta aðfangadagskvöld sem ég hef upplifað en jafnframt það erfiðasta. Ég vaknaði snemma á aðfangadagsmorgun alveg drulluveik. Kastaði upp stöðugt og líkaminn minn algerlega búinn. Strákarnir mínir fóru bara einir á jólagjafarúntinn og einhvernvegin tókst mér að elda dýrindis steik og meðlæti og segja strákarnir mínir að þetta hafi verið besti hamborgarhryggurinn ever!! Og var hann nú góður fyrir! Við opnuðum svo alla pakkana og svo datt ég út. Gubbaði svolítið meira og fékk niðurgang. Núna eru strákarnir mínir í jólaboði hjá Tengdó en ég er ein hér lasin. Við fengum öll þrjú svo yndislegar gjafir að maður á náttúrulega ekki til orð og Hinrik svo hamingjusamur með sitt. Ingólfur fór með hann uppí rúm um 11 leytið og þegar þeir voru búnir að liggja svolítið áttaði Hinrik sig á því að hann var ekki alveg búin að leika sér! Svo hann fór fram og lék sér smá meira.
Núna er ég að hlusta á yndislega tónleika á Rás 2 með Margréti Eir.
Gleðileg jól öllsömul!
Núna er ég að hlusta á yndislega tónleika á Rás 2 með Margréti Eir.
Gleðileg jól öllsömul!
mánudagur, desember 20, 2004
Golf og gubb
Já jólin nálgast og við höfum ekki náð að gera helminginn af því sem við ætluðum að gera um helgina... Hinrik veiktist aðfararnótt föstudags, fékk ömurlega gubbupest og niðurgang. Hann var hálf meðvitundarlaus í 2 sólarhringa og á tímabili hélt ég að hann væri að þorna upp, sem betur fer náðum við að koma ofaní hann næringu í eplasafa. Og núna kann litla greyið mitt að gubba í fötu! Hann gubbaði mörgum sinnum yfir mig og Ingó og náði að pissa á mig litla skinnið eins og barasta þegar hann var nýfæddur. Hann er nú allur að koma til í dag og er búin að sofa meira og minna síðan klukkan 4. Við Ingólfur þurfum að skiptast á að vinna næstu daga og vonandi tekst að koma öllu í verk.... Fékk bílinn hans Unnars í dag og er það yndislegt. Gamall rauður golf í topp standi. Ohh ég hlakka svo til að eiga jól hér heima með strákunum mínum og skutlast svo í Hafnarfjörð og Kópavog í jólaboð!!
miðvikudagur, desember 15, 2004
Jólakort
Nú eru jólakortin farin að falla inn um lúguna. Og aldrei þessu vant er ég búin að skrifa okkar jólakort, sem er mikið afrek útaf fyrir sig þar sem ég sendi engin kort í fyrra vegna anna. Óþarfi að segja að auðvitað föndra ég öll kortin sjálf.. í tölvunni og höndunum. Langar oft að vera eins og mamma þegar kemur að jólakortunum, hún opnar þau ekki fyrr en seint á aðfangadagskvöld og á jóladag. Ég hef barasta ekki þessa sjálfsstjórn.. stundum næ ég að geyma svona 5 stykki.. en þá er það vegna þess að Ingó nær að fela þau.
þriðjudagur, desember 14, 2004
Vinir
Maður verður stundum svo andlaus þegar maður ætlar að blogga, Hef byrjað á nokkrum póstum en hætt í miðjum klíðum því mér fannst barasta ég ekki vera að skrifa neitt merkilegt. Það gengur allt út á tvennt hjá mér þessa dagana, Jólin og Toscu. Er orðin svolítið þreytt á vinnunni. Langar í langt frí og læt það eftir mér á næstunni verð lítið í vinnunni næstu 3 daga. Ætla að reyna að sinna jólunum. Annars er það að frétta að bíllinn okkar er algerlega í lamarsessi þessa dagana. Ekki dáinn en þarf að komast í góða aðgerð. Við erum búin að vera að brjóta heilann um það hvað við gætum gert til að bjarga okkur yfir jólin, ómögulegt að ferðast í strætó svona yfir hátíðarnar þó að Hinriki finnist það ekki leiðinlegt!! Þá kom samstarfsmaður minn og vinur okkur til hjálpar og á sunnudaginn fáum við lánaðan bílinn hans yfir hátíðarnar! Mikið er nú gott að eiga góða vini!
laugardagur, desember 04, 2004
Jólagluggi
Var heima í dag! Í fríi, svaf til hádegis og var svo að taka til eftir hádegi. Við Ingólfur tókum svo fram jóladótið í kvöld og þetta er fallegi glugginn sem ég gerði:
fimmtudagur, desember 02, 2004
Reykskynjarar og húfur
Ég var í adrenalínskasti í hálfan sólarhring, fékk spennufall uppúr hádegi í gær. En ég finn að ég er ekkert hræddari við eld en ég var áður. Sá í Húsasmiðjubæklingi í gær að þar er verið að selja reykskynjara á 695 krónur. Við ætlum að kaupa svoleiðis nokkra og skipta líka út þeim gömlu bara til að vera örugg.
Er að vinna núna en hef ákveðið að vera í fríi á morgun. Kannski ég nái að þæfa svolítið þá. Er búin að selja eina húfu, Margrét frænka gaf sjálfri sér hana í afmælisgjöf. Finnst alltaf svo erfitt að selja mína hluti en þá húfu þæfði ég og tók það 6 tíma, seldi hana á 5000 krónur og er ekki hægt að segja að það sé hátt tímakaup, fyrir utan efniskostnað.
Við Hinrik ætlum að dúlla okkur eftir klukkan 5 í dag því Ingólfur er að vinna til 9.30 í kvöld. Vildi óska þess að það væri ekki svona blautt úti. Ég væri til í að hafa snjó eða froststillu...
Er að vinna núna en hef ákveðið að vera í fríi á morgun. Kannski ég nái að þæfa svolítið þá. Er búin að selja eina húfu, Margrét frænka gaf sjálfri sér hana í afmælisgjöf. Finnst alltaf svo erfitt að selja mína hluti en þá húfu þæfði ég og tók það 6 tíma, seldi hana á 5000 krónur og er ekki hægt að segja að það sé hátt tímakaup, fyrir utan efniskostnað.
Við Hinrik ætlum að dúlla okkur eftir klukkan 5 í dag því Ingólfur er að vinna til 9.30 í kvöld. Vildi óska þess að það væri ekki svona blautt úti. Ég væri til í að hafa snjó eða froststillu...
miðvikudagur, desember 01, 2004
Líður eins og hetju!
já núna er klukkan orðin 2 aðfararnótt miðvikudags og ég veit hreinlega ekki hvort það verði mikið sofið hér í nótt!
Við hjónin sátum og horfðum á sjónvarpið uppúr miðnætti og fundum svo góða matarlykt sem svo breyttist í vonda reykjarlykt.. svo ég fór af stað og opnaði ganginn í kjallaranum.. sem betur fer er ég með lykil, þá gaus svo rosalegur reykur á móti mér að ég hef aldrei séð annað eins, ég hljóp eins og brjálæðingur að sækja símann minn og segja Ingó frá reyknum og svo hringdi ég í 112. Þeir báðu mig að ræsa alla í húsinu og sem betur fer kom nágranni minn heim sem býr á loftinu og ég gat beðið hann að vekja alla á efri hæðunum meðan ég ræsti Jónínu á loftinu og danskan kennara sem býr hér niðri. Það býr pólskt par í kjallaranum þaðan sem reykurinn kom og ég reyndi að komast inn í íbúðina sem var sem betur fer opin en gat ekki farið langt því reykurinn var svo mikill! Nágranni minn sem talar pólsku fór inn í íbúðina og sá manninn meðvitundalausan á stól (konan hans var ekki heima) og reyndi að koma honum út en hann streittist á móti greyið enda komin með reykeitrun og aðeins á nærbuxunum einum fata! Það tók slökkviliðið aðeins eina og hálfa mínútu að koma hingað til okkar sem betur fer og þeim tókst að koma manninum út hann hafði sofnað út frá pottum með kartöflum og kjötkássu og hafði sennilega fengið sér einn eða tvo öllara, annars er ég ekkert viss um það. Slökkviliðið reykræsti íbúðina og fór með manninn á slysó. Víkur nú sögunni að Hinriki! Hann var nú í sjöunda himni! Margir löggubílar og slökkvibíll og sjúkrabíll! Hans æðsti draumur, og slökkviliðsmennirnir voru svo góðir við hann, heilsuðu honum og vinkuðu! Hann sat með stjörnur í augum í fanginu á pabba sínum vafður inní sæng og hálfklæddur en í útigalla! Þegar við máttum svo fara inn horfði hann í augun á okkur og sagði orðrétt: Vá þetta var ROSAGAMAN! Hann er núna búin að vera inní svefnherbergi (eina herbergið sem ekki er lykt í) og leika sér með slökkvibílabókina og slökkvibílapúslið sitt, og síðast þegar ég kíkti var hann með gulan legókubbakassa á hausnum og kallaði út "slökkvibíll", kubbakassinn var náttúrulega hjálmur eins og slökkviliðsmennirnir voru með.
Mér heyrist nú Ingólfi vera að takast að ná honum niður en ég er enn held ég í adrenalínsjokki, er ekki komin enn með alvöru áfall. Þetta var svo ofboðslega mögnuð tilfinning þegar maður upplifir eitthvað svona, og ég hugsaði bara um að koma öllum út úr húsinu og hugsaði ekkert um að bjarga neinum verðmætum, bara strákunum mínum. Það er voðavond lykt í íbúðinni okkar núna þó við höfum haft allt opið í rúman klukkutíma, það er bara orðið svo kalt úti að maður getur ekki lengur haft opið! En það mátti ekki muna miklu, því miður voru engir reykskynjarar niðri en við erum með 2 hérna uppi og Ingólfur ætlar að kaupa fleiri á morgun.
Annars gerðist svolítið einkennilegt í kvöld yfir kvöldfréttunum. Verið var að sýna frá opnun nýs sjóminjasafns í Reykjavík þegar Hinrik kallar upp fyrir sig; Afi Hinrik! og benti á sjónvarpið, ég veit ekki hver það var sem líktist myndinni af pabba svona mikið en Hinrik Leonard þekkir afa Hinrik af myndum hér í römmum. En hann var alveg viss um að hann hefði séð hann í sjónvarpinu! Kannski var pabbi að verki í kvöld þegar ég hljóp af stað til að kanna hvaðan lyktin kæmi!?
Jæja sýnist þessi skrif mín hafi nú róað mig aðeins niður. Fór á yndislegt frænkuföndukvöld í gær og föndraði fínan eplakrans og jólaklemmur og hrökkbrauðsskreytingar... voðagaman að hitta frænkur og systur og mömmu og móðursystur og mágkonu.. árlegur viðburður sem er svoooo skemmtilegur!
Góða nótt...!
Við hjónin sátum og horfðum á sjónvarpið uppúr miðnætti og fundum svo góða matarlykt sem svo breyttist í vonda reykjarlykt.. svo ég fór af stað og opnaði ganginn í kjallaranum.. sem betur fer er ég með lykil, þá gaus svo rosalegur reykur á móti mér að ég hef aldrei séð annað eins, ég hljóp eins og brjálæðingur að sækja símann minn og segja Ingó frá reyknum og svo hringdi ég í 112. Þeir báðu mig að ræsa alla í húsinu og sem betur fer kom nágranni minn heim sem býr á loftinu og ég gat beðið hann að vekja alla á efri hæðunum meðan ég ræsti Jónínu á loftinu og danskan kennara sem býr hér niðri. Það býr pólskt par í kjallaranum þaðan sem reykurinn kom og ég reyndi að komast inn í íbúðina sem var sem betur fer opin en gat ekki farið langt því reykurinn var svo mikill! Nágranni minn sem talar pólsku fór inn í íbúðina og sá manninn meðvitundalausan á stól (konan hans var ekki heima) og reyndi að koma honum út en hann streittist á móti greyið enda komin með reykeitrun og aðeins á nærbuxunum einum fata! Það tók slökkviliðið aðeins eina og hálfa mínútu að koma hingað til okkar sem betur fer og þeim tókst að koma manninum út hann hafði sofnað út frá pottum með kartöflum og kjötkássu og hafði sennilega fengið sér einn eða tvo öllara, annars er ég ekkert viss um það. Slökkviliðið reykræsti íbúðina og fór með manninn á slysó. Víkur nú sögunni að Hinriki! Hann var nú í sjöunda himni! Margir löggubílar og slökkvibíll og sjúkrabíll! Hans æðsti draumur, og slökkviliðsmennirnir voru svo góðir við hann, heilsuðu honum og vinkuðu! Hann sat með stjörnur í augum í fanginu á pabba sínum vafður inní sæng og hálfklæddur en í útigalla! Þegar við máttum svo fara inn horfði hann í augun á okkur og sagði orðrétt: Vá þetta var ROSAGAMAN! Hann er núna búin að vera inní svefnherbergi (eina herbergið sem ekki er lykt í) og leika sér með slökkvibílabókina og slökkvibílapúslið sitt, og síðast þegar ég kíkti var hann með gulan legókubbakassa á hausnum og kallaði út "slökkvibíll", kubbakassinn var náttúrulega hjálmur eins og slökkviliðsmennirnir voru með.
Mér heyrist nú Ingólfi vera að takast að ná honum niður en ég er enn held ég í adrenalínsjokki, er ekki komin enn með alvöru áfall. Þetta var svo ofboðslega mögnuð tilfinning þegar maður upplifir eitthvað svona, og ég hugsaði bara um að koma öllum út úr húsinu og hugsaði ekkert um að bjarga neinum verðmætum, bara strákunum mínum. Það er voðavond lykt í íbúðinni okkar núna þó við höfum haft allt opið í rúman klukkutíma, það er bara orðið svo kalt úti að maður getur ekki lengur haft opið! En það mátti ekki muna miklu, því miður voru engir reykskynjarar niðri en við erum með 2 hérna uppi og Ingólfur ætlar að kaupa fleiri á morgun.
Annars gerðist svolítið einkennilegt í kvöld yfir kvöldfréttunum. Verið var að sýna frá opnun nýs sjóminjasafns í Reykjavík þegar Hinrik kallar upp fyrir sig; Afi Hinrik! og benti á sjónvarpið, ég veit ekki hver það var sem líktist myndinni af pabba svona mikið en Hinrik Leonard þekkir afa Hinrik af myndum hér í römmum. En hann var alveg viss um að hann hefði séð hann í sjónvarpinu! Kannski var pabbi að verki í kvöld þegar ég hljóp af stað til að kanna hvaðan lyktin kæmi!?
Jæja sýnist þessi skrif mín hafi nú róað mig aðeins niður. Fór á yndislegt frænkuföndukvöld í gær og föndraði fínan eplakrans og jólaklemmur og hrökkbrauðsskreytingar... voðagaman að hitta frænkur og systur og mömmu og móðursystur og mágkonu.. árlegur viðburður sem er svoooo skemmtilegur!
Góða nótt...!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)