Hinn litli bróðir minn á afmæli í dag... 35!! Til hamingju með afmælið litli stóri bróðir!
þriðjudagur, júní 12, 2007
föstudagur, júní 08, 2007
Mæðravernd og fæðingar
Ég vil endilega benda á umræðu sem á sér stað á bloggi vinkonu minnar Rósu í Danmörku http://rosin.blog.is/blog/rosin/entry/232706/ ég læt mitt innlegg fylgja með hér að neðan;
Það er mæðraverndin sem er ekki eins og hún á að vera eftir að Miðstöð Mæðraverndar var lokað. Við sem göngum í gengum áhættumeðgöngu erum búnar að missa það öryggi sem við höfðum með þjónustunni sem þar var boðið uppá.
Og valið er ekki svo mikið, þú getur til dæmis ekki fætt í vatni uppá Landspítala. Það geturðu gert í Keflavík ef að þú ert svo heppinn að ná þangað þegar þú ert komin af stað og ef að deildin er ekki lokuð vegna sumarleyfa.
Sængurkvennadeildin er líka alltof lítil. Og þú getur ekki gert ráð fyrir því að vera ein í herbergi, fyrir konur eins og mig sem þurfa að liggja allt að 10 dögum á sængurkvennadeild er það hryllingur að mega ekki hafa maka sinn hjá sér þegar maður þarf á því að halda! Og þurfa að deila herbergi með allt að 4 öðrum konum.
Ég hef samanburðin af því að ganga í gegnum 2 erfiðar meðgöngur og fæðingar. Í fyrra skiptið hafði ég Miðstöð Mæðraverndar og í senna var MM lögð niður á miðri meðgöngu. Á mæðravernd á LSH ertu ekki með sömu ljósmóðurina alltaf þegar þú kemur. Þar eru miklu færri ljósmæður og þú hefur ekki lengur það öryggi sem þú þarft á að halda varðandi andlegu hliðina. Þú þarft stöðugt að vera að endurtaka sögu þína við nýja lækna osfrv. Ég vil alls ekki gera lítið úr þeim læknum og ljósmæðrum sem starfa þarna, það er gott fagfólk en umgjörðin er ekki í lagi.
Fæðingarheimilið, MFS og nú síðast Miðstöð Mæðraverndar eru allt “fyrrverandi þjónustur” sem lagðar hafa verið niður. Og EKKI HEFUR NEITT SAMBÆRILEGT komið í staðin!
Ég vil taka undir það sem Rósa segir; það er greinilega viðkvæmt að snerta á þessum málaflokki eins og svo mörgum sem snerta konur. Gagnrýni á þó að vera að hinu góða og gott er að fá umræðu í samfélaginu um þessi mál.
Að lokum vil ég segja að ef að allt gengur vel er þjónustan fín, heilsugæsla, hreiðrið og heim. En ef ekki gengur vel er þjónustan ÖMURLEG, ÓFULLNÆGJANDI OG TIL SKAMMAR!
Og hananú!!!!
Það er mæðraverndin sem er ekki eins og hún á að vera eftir að Miðstöð Mæðraverndar var lokað. Við sem göngum í gengum áhættumeðgöngu erum búnar að missa það öryggi sem við höfðum með þjónustunni sem þar var boðið uppá.
Og valið er ekki svo mikið, þú getur til dæmis ekki fætt í vatni uppá Landspítala. Það geturðu gert í Keflavík ef að þú ert svo heppinn að ná þangað þegar þú ert komin af stað og ef að deildin er ekki lokuð vegna sumarleyfa.
Sængurkvennadeildin er líka alltof lítil. Og þú getur ekki gert ráð fyrir því að vera ein í herbergi, fyrir konur eins og mig sem þurfa að liggja allt að 10 dögum á sængurkvennadeild er það hryllingur að mega ekki hafa maka sinn hjá sér þegar maður þarf á því að halda! Og þurfa að deila herbergi með allt að 4 öðrum konum.
Ég hef samanburðin af því að ganga í gegnum 2 erfiðar meðgöngur og fæðingar. Í fyrra skiptið hafði ég Miðstöð Mæðraverndar og í senna var MM lögð niður á miðri meðgöngu. Á mæðravernd á LSH ertu ekki með sömu ljósmóðurina alltaf þegar þú kemur. Þar eru miklu færri ljósmæður og þú hefur ekki lengur það öryggi sem þú þarft á að halda varðandi andlegu hliðina. Þú þarft stöðugt að vera að endurtaka sögu þína við nýja lækna osfrv. Ég vil alls ekki gera lítið úr þeim læknum og ljósmæðrum sem starfa þarna, það er gott fagfólk en umgjörðin er ekki í lagi.
Fæðingarheimilið, MFS og nú síðast Miðstöð Mæðraverndar eru allt “fyrrverandi þjónustur” sem lagðar hafa verið niður. Og EKKI HEFUR NEITT SAMBÆRILEGT komið í staðin!
Ég vil taka undir það sem Rósa segir; það er greinilega viðkvæmt að snerta á þessum málaflokki eins og svo mörgum sem snerta konur. Gagnrýni á þó að vera að hinu góða og gott er að fá umræðu í samfélaginu um þessi mál.
Að lokum vil ég segja að ef að allt gengur vel er þjónustan fín, heilsugæsla, hreiðrið og heim. En ef ekki gengur vel er þjónustan ÖMURLEG, ÓFULLNÆGJANDI OG TIL SKAMMAR!
Og hananú!!!!
laugardagur, júní 02, 2007
Hinrik Leonard og Þorbjörg Anna
þriðjudagur, maí 29, 2007
sunnudagur, maí 27, 2007
Myndirnar komnar
laugardagur, maí 26, 2007
hindesign.barnaland.is
föstudagur, maí 11, 2007
Kókosbollur og kærustur
Föstudagur og sólin skín og ég fer ekki ofan af því að Eiríkur stóð sig vel.
Hinrik Leonard í fríi í dag og fékk sér kókosbollu í morgunmat.
Hann á núna þrjár kærustur.. en sú fjórða bankaði á dyrnar en Hinrik sagði henni að hann gæti ekki elskað hana því hún væri með krullur..... hmmmmmmmmmmm
Felix Helgi vex og vex og er alltaf jafn góður og hraustur.
Hlakka til á morgun í kosningunum.. þetta verður voðaspennandi það er víst.
Hinrik Leonard í fríi í dag og fékk sér kókosbollu í morgunmat.
Hann á núna þrjár kærustur.. en sú fjórða bankaði á dyrnar en Hinrik sagði henni að hann gæti ekki elskað hana því hún væri með krullur..... hmmmmmmmmmmm
Felix Helgi vex og vex og er alltaf jafn góður og hraustur.
Hlakka til á morgun í kosningunum.. þetta verður voðaspennandi það er víst.
fimmtudagur, maí 03, 2007
Skírnin
þriðjudagur, maí 01, 2007
Felix Helgi Ingólfsson
mánudagur, apríl 30, 2007
.......................................
Það er orðið erfitt að finna tíma til að skrifa hér... en nú er Ingó komin heim eftir viku fjarveru og ég á fullu að vinna upp svefn. Búin að átta mig á því að ég fékk lítinn sem engan djúpsvefn meðan Ingó var í burtu. Var alltaf með radarinn á. Svo virðist sem líkaminn sé ekki alveg búin að jafna sig á aðgerðunum tveimur þó liðnar séu 6 vikur. Lilli verður svo skírður 1. maí. Þá getur maður hætt að nota Lilla nafnið. Erum búin að hafa fyrir því að halda nafninu leyndu síðan það varð endanlega ákveðið fyrir u.þ.b. þremur vikum og það finnst mér hafa verið erfitt!!
Opinbera það hér á þriðjudagskvöld.
Ætla að fara að opna heimasíðu fyrir húfurnar mínar á Barnalandi.. þar gengur best að selja svona hluti.... Læt ykkur vita af því þegar það gerist.
Hér á eftir kemur sería af drengjunum mínum.


Opinbera það hér á þriðjudagskvöld.
Ætla að fara að opna heimasíðu fyrir húfurnar mínar á Barnalandi.. þar gengur best að selja svona hluti.... Læt ykkur vita af því þegar það gerist.
Hér á eftir kemur sería af drengjunum mínum.
Hinrik og Lilli 6 vikna

Drekinn á Drekavöllum 5 vikna.

laugardagur, apríl 21, 2007
Af einsemd og rusli
Ég snýst í hringi.. veit ekki alveg hvað ég á að gera... Hinrik er búin að vera í burtu í allan dag í sveitinni með afa sínum og ömmu og er á leiðinni í næturgistingu til þeirra... Lilli sefur á sófanum og Ingó er í útlöndum... ég er búin að taka til og er að þvo og laugardagskvöldið framundan... kannski ég fari barasta að prjóna!
Er í ruslatunnubardaga.. hvað er nú það kanntu að spyrja þig.. en ég bý í 18 íbúða húsi og því miður virðast sumir íbúar ekki vita hverju má henda í ruslaföturnar og hvað á að fara í gáma... ok blöð og flöskur enda stundum í ruslafötunni hjá besta fólki, en ekki í þessu magni, og alls ekki pappakassar, og hvað þá pappakassar sem ekki er búið að brjóta saman, svo er eins og að sumir hendi bara í fremstu tunnurnar þar til þær flæða yfir en labba ekki tvö skref áfram og henda í innstu tunnurnar sem eru allar tómar. Í skjóli nætur koma svo kettirnir og nýja fína öskutunnuhúsið er orðið eins og svínastía. Því miður eru útlendingar í meirihluta þeir sem ekki ganga vel um og er ég núna að skipuleggja fund í húsinu þar sem allir verða látnir vita hverju má henda og hverju ekki og vonandi verður túlkur líka á staðnum!
Er í ruslatunnubardaga.. hvað er nú það kanntu að spyrja þig.. en ég bý í 18 íbúða húsi og því miður virðast sumir íbúar ekki vita hverju má henda í ruslaföturnar og hvað á að fara í gáma... ok blöð og flöskur enda stundum í ruslafötunni hjá besta fólki, en ekki í þessu magni, og alls ekki pappakassar, og hvað þá pappakassar sem ekki er búið að brjóta saman, svo er eins og að sumir hendi bara í fremstu tunnurnar þar til þær flæða yfir en labba ekki tvö skref áfram og henda í innstu tunnurnar sem eru allar tómar. Í skjóli nætur koma svo kettirnir og nýja fína öskutunnuhúsið er orðið eins og svínastía. Því miður eru útlendingar í meirihluta þeir sem ekki ganga vel um og er ég núna að skipuleggja fund í húsinu þar sem allir verða látnir vita hverju má henda og hverju ekki og vonandi verður túlkur líka á staðnum!
föstudagur, apríl 20, 2007
föstudagur, apríl 06, 2007
Mikið að gerast.... margt í gangi
Ég er búin að byrja svo oft að blogga síðustu daga en einhvernvegin hefur mér aldrei tekist að klára færsluna. Lilli hefur kallað eða Hinrik. Nú sofa allir strákarnir mínir fyrir framan sjónvarpið og ég hugsa að ég nái að birta þessa færslu!
Ingólfur er búin að vera að vinna og vinna síðustu vikur, sýningum á Suor Angelica og Gianni Schicchi er lokið og náði ég að fara á lokasýninguna.
Lilli kom með og var baksviðs með Ingó. Í stuttu máli var sýningin alveg hreint meistaraverk, krakkarnir sem allir eru nemar eða nýútskrifuð, stóðu sig svo rosalega vel og gáfu fagmönnunum ekkert eftir. Leikmynd og búningar hjá Hlín Gunnars voru alveg ótrúlega flottir og ég verð að segja að það er langt síðan ég hef séð svona flotta sýningu í Íslensku Óperunni. Ég grét svo mikið fyrir hlé og hló svo eins og brjálaðingur eftir hlé!
Um síðustu helgi fórum við svo öll saman í fermingu til Kristjáns Arnars frænda og var alveg rosalega gaman, fermingarbarnið var svo flottur og töff strákur! Fórum svo beint úr þeirri veislu í aðra veislu, Dóri frændi varð 60 og þar hittum við familíuna mína, þannig að á einum degi hittum við lungað úr familíu Ingó og minni.
Framundan er svo frumsýning á Cavalleria Rusticana á annan í páskum og ætla ég að mæta með Ingó, á laugardaginn ætlum við Lilli svo í brúðkaup til Sigrúnar frænku minnar og Hjalta og á meðan verða Hinrik og Ingó á generalprufu í Óperunni.
Nóg að gera á stóru heimili!
Ofsalega margt sem brennur á mér varðandi aðbúnað á sængukvennadeildinni, hlutverk feðra og aðbúnað eða frekar hvursu lítið er gert fyrir þá á deildinni og fleira....... en held ég fari bara að halla mér og blogga kannski um það seinna. Minni á síðuna hans Hinriks, tengill hér til vinstri, þar sem hægt er að sjá fleiri myndir af prinsunum mínum þremur! (Knús Arnar!!) Lykilorðið er seinna nafn Ingó með stórum staf og án kommu............
Ingólfur er búin að vera að vinna og vinna síðustu vikur, sýningum á Suor Angelica og Gianni Schicchi er lokið og náði ég að fara á lokasýninguna.

Um síðustu helgi fórum við svo öll saman í fermingu til Kristjáns Arnars frænda og var alveg rosalega gaman, fermingarbarnið var svo flottur og töff strákur! Fórum svo beint úr þeirri veislu í aðra veislu, Dóri frændi varð 60 og þar hittum við familíuna mína, þannig að á einum degi hittum við lungað úr familíu Ingó og minni.
Framundan er svo frumsýning á Cavalleria Rusticana á annan í páskum og ætla ég að mæta með Ingó, á laugardaginn ætlum við Lilli svo í brúðkaup til Sigrúnar frænku minnar og Hjalta og á meðan verða Hinrik og Ingó á generalprufu í Óperunni.
Nóg að gera á stóru heimili!
Ofsalega margt sem brennur á mér varðandi aðbúnað á sængukvennadeildinni, hlutverk feðra og aðbúnað eða frekar hvursu lítið er gert fyrir þá á deildinni og fleira....... en held ég fari bara að halla mér og blogga kannski um það seinna. Minni á síðuna hans Hinriks, tengill hér til vinstri, þar sem hægt er að sjá fleiri myndir af prinsunum mínum þremur! (Knús Arnar!!) Lykilorðið er seinna nafn Ingó með stórum staf og án kommu............
föstudagur, mars 23, 2007
Komin heim, loksins!
Sonurinn er komin, fæddist 15. mars klukkan 10:02, 3665 gr og 50 cm.
Hér sést Hinrik Leonard hitta litla bróður sinn í fyrsta skiptið, þar sem Lilli er aðeins 5 tíma gamall.


Þessi mynd er tekin í dag. Ljósmæður deldar 22a kölluðu drenginn minn Dúkku! Hann væri svo fullkomin að hann væri eins og Baby Born.... hmmmmm

Hinrik Leonard tekur því mjög alvarlega að vera orðin stóri bróðir og í gær las hann fyrir litla bróður í fyrsta sinn!

Við komum svo heim í gær fimmtudag, sem betur er fékk ég ekki sýkingu þrátt fyrir að kviðarholið hafi verið opið í 3 daga.
Saumarnir voru teknir í dag og nú þarf ég bara að taka því rólega næstu vikur... er með það skriflegt að ég megi ekki setja í þvottavél eða uppþvottavél... sjáið þið það í anda!?
þriðjudagur, mars 13, 2007
1 og 1/2 sólarhringur
Einn og hálfur sólarhringur!
Hlakka svo til!
Búin að ofkeyra mig á þrifum og þvotti en er svo hamingjusöm.
Sjáumst seinna......
Hlakka svo til!
Búin að ofkeyra mig á þrifum og þvotti en er svo hamingjusöm.
Sjáumst seinna......
laugardagur, mars 10, 2007
Hreiðurtilfinning og Felix
Jæja þá er Hreiðurtilfinningin farin að gera vart við sig. Í morgun fór Hinrik með Helga og Elíasi Hrafni í Íþróttaskólann og ég var frekar tæp til heilsunnar. Er enn að ná mér af Flensudrullunni og sef ekkert voðavel.... en þegar klukkan nálgaðist 11... fann ég óstjórnlega þörf til að fara út og þvo svefnherbergisgluggann okkar og gluggann hans Hinriks. Ég var eins og herforingi með sköfuna og kúst og tuskur á lofti... fyrst sópaði ég fyrir framan íbúðina okkar, sag og ryk og álræmur eftir vinnumennina okkar. Nú eru gluggarnir okkar skínandi hreinir, en ég er búin á því! Man þegar ég var gengin tæplega 42 vikur með Hinrik og byrjaði að mála flísar og ryksuga af miklu afli... ryksuguævintýrið er til á filmu. En gluggaþvotturinn var ekki tekin upp í þetta skiptið.
Núna langar mig bara að sofa og sofa og sofa svo svolítið meira! Hinrik sefur á sófanum, búin eftir Íþróttaskólann og ekki alveg búin að ná sér af flensunni. Steina systir lánaði honum gamla vídeóspólu með Felix og Gunna í Stundinni okkar og síðasta sólarhringinn er hann búin að horfa á hana 15 sinnum. Finnst alltaf jafngaman að sjá Felix með hár! Svo langar hann í bílinn sem Felix er að auglýsa í sjónvarpinu og svo fer hann eflaust að vakna flótlega til að hlusta á Felix í helgarvaktinni á Rás 2!
Ætlum að bruna í Reykjavík á eftir og sækja Ingó í Óperuna og þá er hann komin í sólarhringsfrí!! Júhúuu...
Núna langar mig bara að sofa og sofa og sofa svo svolítið meira! Hinrik sefur á sófanum, búin eftir Íþróttaskólann og ekki alveg búin að ná sér af flensunni. Steina systir lánaði honum gamla vídeóspólu með Felix og Gunna í Stundinni okkar og síðasta sólarhringinn er hann búin að horfa á hana 15 sinnum. Finnst alltaf jafngaman að sjá Felix með hár! Svo langar hann í bílinn sem Felix er að auglýsa í sjónvarpinu og svo fer hann eflaust að vakna flótlega til að hlusta á Felix í helgarvaktinni á Rás 2!
Ætlum að bruna í Reykjavík á eftir og sækja Ingó í Óperuna og þá er hann komin í sólarhringsfrí!! Júhúuu...
fimmtudagur, mars 08, 2007
Otto marzo
Mímósa 8. mars

Í dag er 8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna í heiminum og konudagur á Ítalíu og í dag fá allar ítalskar konur mímósur frá karlmönnum. Þegar ég var skiptinemi komu allir strákarnir í bekknum með búnt af mímósum og allar stúlkurnar fengu knippi. Ofsalega skemmtilegur siður.
Í dag er vika í stóru stundina og við Hinrik liggjum kylliflöt fyrir flensunni. Hinrik veiktist í fyrradag var með slæman hósta og svolítinn hita. Í gærkveldi og nótt rauk hitinn svo upp og litli drengurinn minn lá í móki með 40 stiga hita. Hann er betri í dag en hóstinn er slæmur. "Vinnumennirnir" hér úti eru búnir að helluleggja pall í morgun við svalahurðina okkar. Hinrik hefur fylgst vel með því. Þeir eru búnir að lofa mér að öll vinna við íbúðina okkar verði búin þegar við komum heim af spítalanum.
Margrét mín Eir er að koma heim á morgun frá New York. Hún ætlar að hjálpa okkur í næstu viku eins og við þurfum og vera hjá mér á spítalanum eins og þarf, enda verður hún Guðmóðir og tekur því hlutverki með mikilli alvöru!
Það er ekkert grín að vera komin á steypirinn, vera með þráláta flensu og lítinn veikan dreng! Og Ingó á fullu að leikstýra.. en góðir hlutir gerast hægt og ég veit að það verður allt tilbúið þegar minnsti drengurinn kemur eftir viku!
mánudagur, mars 05, 2007
Lungu
Ekki hefur frúin verið hress uppá síðkastið. Flensuskíturinn fór í lungun og nú hef ég verið að pústa mig síðustu daga og sló svo niður um helgina. Svo illa að ég fór ekki fram úr rúminu í gær. Rosalangt síðan ég hef verið svona veik. Hef verið að hugsa um fullt af skemmtilegum hlutum sem ég gæti bloggað um en man barasta ekki neitt akkúrat núna.. óléttu og flensuþokan umlykur mig og verð ég bara að láta allar gáfulegar hugsanir fljúga út í loftið, ekki inná bloggið!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)