fimmtudagur, október 28, 2004

Flensa og sjónvarpsgláp!

Miðvikudagskvöld og við hjónin erum búin að liggja í flensu í nokkra daga! Ingó er búin að vera lasin síðan á sunnudagskvöld og ég lagðist bókstaflega í rúmið á þriðjudaginn og er búin að liggja síðan! Erum búin að staulast framúr til að fara með Hinrik í leikskólann og er hann allur að koma til en er samt enn svolítið lítill og eflaust komin með einhverja sveppasýkingu útaf öllu þessu pensilíni sem búið er að dæla í hann síðustu mánuði. Við Ingó byrjuðum þessa flensu með ógleði en höfum sem betur fer ekki kastað upp enn! Erum með hrikalega eyrnabólgu og hálsbólgu og barasta alveg búin líkamlega! Margrét Ben vinkona mín hringdi í kvöld frá Brussel! oh það var svo gott að heyra í henni, við erum búnar að vera vinkonur síðan við fórum sem skiptinemar 88 - 89 og höfum voða lítið verið í sama landi síðan! Set hér inn mynd af henni með Benedikt syni sínum sem verður 1. árs núna 7 des. Hún er búin að plögga húfurnar mínar í Luxemburg og kannski verða þær seldar þar á einhverjum markaði í lok nóvember! Spennó! Horfði á Americas next top model í kvöld og the L-word strax á eftir! Skil ekki af hverju ég horfi alltaf á svona þætti eins og Top model... finnst þeir svo þunnir en hlakka samt alltaf til að sjá næsta þátt! Reyndar sérstaklega til að sjá næsta því get ekki betur séð en þær verði í heimaborg minni Róm í næsta þætti! Er ekki alveg að meika heimþránna þessa dagana! Sakna svo haustins í Róm og möguleikans á að kaupa allar jólagjafir fyrir 5000 kall og gefa flottar gjafir! Er reyndar að fara að hugsa um jólagjafir þessa dagana á eftir að finna þema ársins síðast voru það púðar kannski verða það töskur núna...???!! veit ekki enn... Nú svo kom þátturinn The L-word.. er ekki alveg að meika hann! Fannst handritið lélegt fyrst en síðustu 2 þættir voru ágætir.. svo kom þessi sýra í kvöld, fer alveg að missa áhugann á þeim held ég svei mér þá. En gleðifregnir.. góbelín myndin er tilbúin og er ég núna að fara að tjasla henni í tösku næstu daga!

Engin ummæli: