fimmtudagur, október 21, 2004

Indverskar kjúklingabringur

Þetta er nú búin að vera meiri vikan, Hinrik Leonard er búin að vera svo veikur að ég hef ekki þekkt barnið mitt. Borðar ekki neitt, drekkur varla og gubbar bara og er með niðurgang. Við höfum ekki enn náð að gefa honum pensillínið við eyrnabólgunni vegna þess að hann heldur engu niðri. Ömmurnar komu báðar með pakka og ég hef verið dugleg að koma með smá gjafir til hans. Annars hefur hann bara setið á sófanum og horft á sjónvarpið og sofið. Þegar hann er sem hressastur þá litar hann í litabók eða les, en allt sitjandi í sófanum. Við Ingólfur höfum sjálf ekki farið varhluta af þessum vírus, hefur ekki gengið svo langt að kasta upp en næstum því, verið mikið óglatt og slöpp. Já svona líða dagarnir og maður druslast einhverja tíma í vinnuna svona til málamynda! Annars var yndislega gaman á þriðjudagskvöldið hjá okkur Stellu og Sollu. Stella er svoddan rosakokkur og hristi meiriháttar máltíð fram úr erminni. Indverskar kjúklingabringur! Við sátum og átum og átum og kjöftuðum! Það var nú náttúrulega bara yndislegt og ætlum við að halda þessu áfram. Um helgina verð ég svo að vinna því að leikstjóri, Toscu sem verður eftir árámót, kemur til landsins og þar verða endalaus fundarhöld.

Engin ummæli: