mánudagur, október 18, 2004

Gubb og Góbelín

Litla músin mín sem var svo lasin og raddlaus í dag tók uppá því að fá sína fyrstu gubbupest, ofaní hálsbólguna og jaxlatökuna. Gubbaði tvisvar í dag, fyrst yfir hjónarúmið.. nota bene mín megin og yfir koddann minn! Svo eftir kvöld mat á stofugólfið. Greyið litla vissi ekkert hvað var í gangi hefur aldrei kastað upp áður. Ég er sem sagt búin að vera að knúsa hann í allan dag og litli stuðboltinn minn búin að vera hundveikur og lítið búin að leika sér, bara kúra og horfa á Stubbana, Bubba Byggir, Animal planet og CBBC Prime. Fór nú samt aðeins út í dag, Jónína á loftinu kom niður svo að ég gæti sótt Ingólf í Þjóðminjasafnið. Fékk mér rosalega flotta útsaumsmynd þar, með Góbelín saumspori, heitir riddararós, búin að vera að dúlla við hana í kvöld. Komst í morgun í samband við góðan vin minn í Ameríku sem var skiptinemi með mér á Ítalíu 88-89, hef ekkert heyrt í honum síðan! Það eru svo mörg ár síðan ég frétti af honum að ég iða í skinninu að heyra af honum fréttir, hlakka svo sömuleiðis til að hafa góðan tíma til að skrifa honum emil þar sem ég þarf að segja honum hvað á daga mína hefur drifið síðustu 15 ár!! Óperan bíður mín svo í fyrramálið endalaus fundahöld og skipulagningar, kom þar aðeins við í kvöld bara í 20 mínútur, skrítið að segja svo bara bless!! Farin aftur í útsauminn, ætla að nota myndina á tösku sem ég ætla að sauma, vantar góða nýja tösku!

Engin ummæli: