miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Kaffi og sígó

Ég er fíkill! Kaffi og sígófíkill.. síðan Ingólfur fór út er ég búin að hanga svo mikið í tölvunni að ég er að fá ferkanntaða augnsteina.. og drekka kaffi og reykja. Þetta gengur ekki lengur. Um verslunnarmannahelgina ætla ég að kaupa mér nikótíntyggjó og reyna að njóta náttúrunnar reyklaus... gangi mér vel með það!

Við hjónin skoðuðum íbúð hér í Njarðvík á föstudaginn. Hún þarfnaðist mikilla lagfæringa og ég var að berjast við skrítnu tilfinninguna sem ég fékk þegar ég kom inní hana. Ákvað að leggja þetta í guðs hendur og gera ekki tilboð strax. Hringdi áðan til að fá að skoða hana aftur í kvöld með tengdapabba en þá var búið að selja hana! Mér létti. Það er stór ákvörðun að kaupa sér íbúð hvað þá í sveitarfélagi sem er svo langt frá manns fyrri heimaslóðum. Helst vildi ég vera í Hafnarfirði en það er bara svo helvíti dýrt að kaupa og leigja þar. Vonandi dettur eitthvað í hendurnar á okkur núna á næstu vikum mig langar til að búa mér til heimili. Með mínum hlutum í kringum mig. Ekki misskilja mig það er yndislegt að búa hér hjá Tengdó. En ég sakna þess að vera með mína hluti.

Er oft að hugsa um þetta blogg. Það er oft frekar leiðinlegt og hversdagslegt. En stundum hefur maður bara frá engu að segja en langar til að segja samt eitthvað.

Ekki á morgun heldur hinn kemur Ingó minn heim. Ég hlakka svo mikið til hann er búin að finna fullt af fötum á mig og Hinrik.

Engin ummæli: