þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Sveitamarkaður

Það var rosalega gaman hjá okkur familíunni um helgina, fórum norður til Akureyra og betur því við gistum hjá Kötu frænku og fjölskyldu að Hrafnagili. Notuðum laugardaginn til að skoða handverkssýninguna og svo seldi ég húfur á Sveitamarkaðnum við gömlu gróðrastöðina á Grísará á sunnudeginum. Það var ótrúlega gaman! Hildur móðursystir bakaði vöflur og seldi jafnóðum og Kata frænka bakaði kleinur um morguninn og seldi og seldi, hún var líka með rabbabaramarmelaði með appelsínum og sítrónum sem rann út eins og heitar lummur! Hinrik var í essinu sínu með Jóhanni Gylfa sem er 5. ára sonur Kötu, þeir veiddu fisk um allar sveitir með flotholti og má sjá seríu á heimasíðunni hans Hinriks http://hinrikleonard.barnaland.is/
Mér fannst alveg yndislegt að vera heima hjá Katrínu frænku minni og kynnast henni uppá nýtt, mig dreymir um að flytja í Hrafnagilið og kenna í skólanum sem er fallegur draumur! Það var líka svo rosalega gott veður og alltaf gaman að vera í heimsókn hjá góðu fólki. Ég er samt alveg örmagna eftir keyrsluna og vorum við ekki komin heim fyrr en korter í eitt aðfararnótt mánudags og auðvitað vöknuð klukkan hálf átta morguninn eftir.
Núna er ég að slaka á heima og þvo þvott enda þurrkurinn góður!

Engin ummæli: