Rúmlega vika liðin af nýja árinu og ég er enn og aftur komin á kaf í vinnu. Er mikið að hugsa um það þessa dagana hvernig ég næ því að taka hlutum með stóískri ró og reyna að greiða úr flækjum í pródúksjóninni sem ég er að vinna að núna. Næsta pródúksjón bíður svo handan við hornið, ég verð að finna tíma í næstu viku til að teikna búninga því ég er líka búningahönnuður þar. Það er skelfilega mikið starf og ég verð að byrja að vinna að þeim.
Upplifði skrítin hlut í kvöld.. var að horfa á heimildarmyndina um málverkafölsunnarmálið og einn sakborninganna sagði að besti tími hans í öllu þessu ferli hefði verið 6. mánuðir á Kvíabryggju, þar sem enginn erill hafi verið engir símar og ekkert fjölmiðlavesen.. guð ég hugsaði "Ójá ég væri til í þetta... kannski ekki í 6 mánuði en 1. vika einhversstaðar þar sem engin getur truflað mig, bara ég Ingó og Hinrik Leonard.. það er rosalega spennandi tilhugsun.. aldrei að vita nema ég reyni að skreppa burtu eftir 5. febrúar í einhvern bústað þar sem ekki næst í gsm.
Við Ingó verðum svo 70 ára í febrúar og okkur langar svo til að halda kaffiboð.. veit bara ekki alveg hvar við ættum að halda það.. einhverjar hugmyndir?
mánudagur, janúar 09, 2006
mánudagur, janúar 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)