Ohh það er svo gaman þegar maður fær svona skilaboð;
Sæl Takk kærlega fyrir húfuna, við erum ofsalega sátt og drengurinn vill ekki taka hana af sér :D Kveðja Lilja
Gaman að þessu.
mánudagur, júní 25, 2007
fimmtudagur, júní 21, 2007
þriðjudagur, júní 19, 2007
Merkilegur miðill..
Internetið, á síðustu vikum eru þrír einstaklingar búnir að finna mig á internetinu. Gamlir félagar úr fortíðinni. Nína, belgísk vinkona mín sem kom að heimsækja mig fyrir 12 árum síðan, Carlo kennarinn minn þegar ég var skiptinemi fyrir 19 árum og Riccardo vinur minn frá Milano síðan fyrir 10 árum síðan.
Ofsalega gaman að fá bréf á email sem eru eins og gömlu sendibréfin. Ekki bara rað emailar og smáskilaboð.
Gaman að þessu...
ps... sauma og sauma og sauma og sauma og sauma!
Og frábærar breytingar í ágúst.........................?!?!?!?!
Ofsalega gaman að fá bréf á email sem eru eins og gömlu sendibréfin. Ekki bara rað emailar og smáskilaboð.
Gaman að þessu...
ps... sauma og sauma og sauma og sauma og sauma!
Og frábærar breytingar í ágúst.........................?!?!?!?!
miðvikudagur, júní 13, 2007
Overlooked by a neighbour..
þriðjudagur, júní 12, 2007
föstudagur, júní 08, 2007
Mæðravernd og fæðingar
Ég vil endilega benda á umræðu sem á sér stað á bloggi vinkonu minnar Rósu í Danmörku http://rosin.blog.is/blog/rosin/entry/232706/ ég læt mitt innlegg fylgja með hér að neðan;
Það er mæðraverndin sem er ekki eins og hún á að vera eftir að Miðstöð Mæðraverndar var lokað. Við sem göngum í gengum áhættumeðgöngu erum búnar að missa það öryggi sem við höfðum með þjónustunni sem þar var boðið uppá.
Og valið er ekki svo mikið, þú getur til dæmis ekki fætt í vatni uppá Landspítala. Það geturðu gert í Keflavík ef að þú ert svo heppinn að ná þangað þegar þú ert komin af stað og ef að deildin er ekki lokuð vegna sumarleyfa.
Sængurkvennadeildin er líka alltof lítil. Og þú getur ekki gert ráð fyrir því að vera ein í herbergi, fyrir konur eins og mig sem þurfa að liggja allt að 10 dögum á sængurkvennadeild er það hryllingur að mega ekki hafa maka sinn hjá sér þegar maður þarf á því að halda! Og þurfa að deila herbergi með allt að 4 öðrum konum.
Ég hef samanburðin af því að ganga í gegnum 2 erfiðar meðgöngur og fæðingar. Í fyrra skiptið hafði ég Miðstöð Mæðraverndar og í senna var MM lögð niður á miðri meðgöngu. Á mæðravernd á LSH ertu ekki með sömu ljósmóðurina alltaf þegar þú kemur. Þar eru miklu færri ljósmæður og þú hefur ekki lengur það öryggi sem þú þarft á að halda varðandi andlegu hliðina. Þú þarft stöðugt að vera að endurtaka sögu þína við nýja lækna osfrv. Ég vil alls ekki gera lítið úr þeim læknum og ljósmæðrum sem starfa þarna, það er gott fagfólk en umgjörðin er ekki í lagi.
Fæðingarheimilið, MFS og nú síðast Miðstöð Mæðraverndar eru allt “fyrrverandi þjónustur” sem lagðar hafa verið niður. Og EKKI HEFUR NEITT SAMBÆRILEGT komið í staðin!
Ég vil taka undir það sem Rósa segir; það er greinilega viðkvæmt að snerta á þessum málaflokki eins og svo mörgum sem snerta konur. Gagnrýni á þó að vera að hinu góða og gott er að fá umræðu í samfélaginu um þessi mál.
Að lokum vil ég segja að ef að allt gengur vel er þjónustan fín, heilsugæsla, hreiðrið og heim. En ef ekki gengur vel er þjónustan ÖMURLEG, ÓFULLNÆGJANDI OG TIL SKAMMAR!
Og hananú!!!!
Það er mæðraverndin sem er ekki eins og hún á að vera eftir að Miðstöð Mæðraverndar var lokað. Við sem göngum í gengum áhættumeðgöngu erum búnar að missa það öryggi sem við höfðum með þjónustunni sem þar var boðið uppá.
Og valið er ekki svo mikið, þú getur til dæmis ekki fætt í vatni uppá Landspítala. Það geturðu gert í Keflavík ef að þú ert svo heppinn að ná þangað þegar þú ert komin af stað og ef að deildin er ekki lokuð vegna sumarleyfa.
Sængurkvennadeildin er líka alltof lítil. Og þú getur ekki gert ráð fyrir því að vera ein í herbergi, fyrir konur eins og mig sem þurfa að liggja allt að 10 dögum á sængurkvennadeild er það hryllingur að mega ekki hafa maka sinn hjá sér þegar maður þarf á því að halda! Og þurfa að deila herbergi með allt að 4 öðrum konum.
Ég hef samanburðin af því að ganga í gegnum 2 erfiðar meðgöngur og fæðingar. Í fyrra skiptið hafði ég Miðstöð Mæðraverndar og í senna var MM lögð niður á miðri meðgöngu. Á mæðravernd á LSH ertu ekki með sömu ljósmóðurina alltaf þegar þú kemur. Þar eru miklu færri ljósmæður og þú hefur ekki lengur það öryggi sem þú þarft á að halda varðandi andlegu hliðina. Þú þarft stöðugt að vera að endurtaka sögu þína við nýja lækna osfrv. Ég vil alls ekki gera lítið úr þeim læknum og ljósmæðrum sem starfa þarna, það er gott fagfólk en umgjörðin er ekki í lagi.
Fæðingarheimilið, MFS og nú síðast Miðstöð Mæðraverndar eru allt “fyrrverandi þjónustur” sem lagðar hafa verið niður. Og EKKI HEFUR NEITT SAMBÆRILEGT komið í staðin!
Ég vil taka undir það sem Rósa segir; það er greinilega viðkvæmt að snerta á þessum málaflokki eins og svo mörgum sem snerta konur. Gagnrýni á þó að vera að hinu góða og gott er að fá umræðu í samfélaginu um þessi mál.
Að lokum vil ég segja að ef að allt gengur vel er þjónustan fín, heilsugæsla, hreiðrið og heim. En ef ekki gengur vel er þjónustan ÖMURLEG, ÓFULLNÆGJANDI OG TIL SKAMMAR!
Og hananú!!!!
laugardagur, júní 02, 2007
Hinrik Leonard og Þorbjörg Anna
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)