fimmtudagur, júlí 29, 2010

Tengdafjölskyldan

Fallegu mágkonur mínar, Berglind og Soffía
Felix Helgi matargat

Nú erum við loksins búin að endurheimta tengdapabba eftir 2 mánaða útlegð á Vopnafirði... auvitað var tekið mjög vel á móti honum.

Fjölskyldan mín

Hér sést Helgi bróðir að keppa í hálfum Járnmanni... flottur!!
Helvíti líkur pabba á þessari mynd:)
Sætu frændurnir, Ari Eðvald Gísla(Péturs)son og Felix Helgi minn
Og hlaupa að myndavélinni

Hinrik minn og fallega Amelían

Fjölskyldan er það dýrmætasta sem ég á!

föstudagur, júlí 23, 2010

júlí... 2010

Júlí er búin að ganga út á sumarmarkaðinn á Thorsplani þar sem ég er búin að vera að selja síðustu 3 helgar. Strákarnir mínir eru búnir að vera að hjálpa mér og Hinrik minn er búin að vera með dót til sölu þar sem hann hefur verið að safna sér fyrir takkaskóm.

Eftir tvær helgar var hann búin að safna fyrir skónum og tveimur boltum.

Húfurnar mínar rjúka út, er líka með Steinakallana hennar Auðar frænku og plöntur frá mömmu.

Við familían fílum markaðslífið.

Ætla að reyna að vera duglegri að blogga núna 2010!