mánudagur, janúar 24, 2005

Helgin mín.

Ég elska að lita á mér hárið. Var í 33 ár án þess að lita það... búin að dreyma um chillipiparrautt hár í ár. Núna er ég komin með chillipiparrautt hár og elska það! Var líka gaman að aflita það! Hildurina með gult hár.. gaman gaman. Skoðið myndirnar.

föstudagur, janúar 14, 2005

Lífið og vinnan

"Stóra verkefnið er að taka ekki vinnuna með sér heim" "Listin er að skilja vinnuna eftir í vinnunni" Sumir eiga heima í vinnunni og eiga ekkert einkalíf utan hennar. Aðrir er ekki einu sinni í vinnunni þó þeir séu í vinnunni.. sbr. kellurnar á pósthúsinu í gamla daga. En það sem ég var að velta fyrir mér er: Tekur maður ekki alltaf einkalífið með sér í vinnuna? Eða skilur maður lífið eftir heima og fer í vinnuna og skilur svo vinnuna eftir í vinnunni og heldur heim í einkalífið..??? Smá pæling.. Hvar er maður á leiðinni í vinnuna?

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Vinkonur

Ég hef það á tilfinningunni að ég sé of fljót að taka fólki, treysta því og hleypa því inná mig. Held að það sé ekki gott. Er alltaf að lenda í því að eignast vinkonur sem reynast svo ekki vera vinkonur mínar. Heldur bara tækifærissinnar. Veit ekki hvort ég breytist einhverntíma því ég tel það vera kost að treysta fólki og trúa. Spurningin er hvort maður gefi bara skít í viðkomandi og hætti að vera vinkona án orða eða hvort maður eigi að confronta hana og gera upp hlutina... hvað finnst ykkur? Kosturinn við að vera svona er að oftar eignast maður góða vini en maður eignast svikula "ekki" vini!

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Klisjukenndir

Kláraði bókina í gær. Fannst hún mjög skemmtileg og auðlesin góð afþreying... en... í kafla 15. fer ein sögupersónan frá Veróna til Milanó með lest. Og orðrétt stendur "Lestin er á leið til Milanó en stoppar í Flórens." HA?!?? Sko.. það þarf nú ekki mikla rannsóknarvinnu til að sjá að lest frá Veróna til Milanó stoppar ekki í Flórens! Það tekur 1 og hálfan tíma að fara frá Veróna til Milanó en 3 tíma í aðra átt til Flórens. Það er mikilvægt fyrir rithöfunda að hafa svona hluti á hreinu og ekki hefði þurft mikla rannsóknarvinnu til að finna þetta út. Svona hlutir fara rosalega í taugarnar á mér en ég lét þetta samt ekki eyðileggja fyrir mér söguna sem var alveg ágæt.
Skoðið kortið!

Kort af Ítalíu þar sem hægt er að sjá Veróna, Milanó og Flórens

þriðjudagur, janúar 04, 2005


Jólastemning tekið á símann

Ég og Hinrik Leonard á Aðfangadag mynd tekin á símann minn. Ég hundveik.

Megi nýja árið verða það besta sem þið hafið upplifað og það versta af þeim sem eftir eru."

Hlakka til að krullast uppí rúm með Klisjukendir sem Helgi bró og Bryndís gáfu mér í jólagjöf. Byrjaði á henni í baði í kvöld. Lofar góðu. Svaf ekkert í nótt var að hugsa um vinnuvikuna og allt sem ég þarf að koma í verk. Hún fór vel af stað í dag. Gaman þegar það er svona mikið að gera. Langar að vera með stöð 2 í janúar er alveg dottin út úr skjá einum. Sólveig vinkona mín byrjaði að vinna í óperunni í dag eftir smá hlé. Það er yndislegt að vera búin að fá hana aftur. Fyrsta blogg ársins er í stikk setningum. Fíla það. GLEÐILEGT ÁR ELSKURNAR TAKK FYRIR ÞAU GÖMLU. Best að stela kveðjunni hennar Dóru vinkonu: Megi nýja árið verða það besta sem þið hafið upplifað og það versta af þeim sem eftir eru."


Góða nótt