Sjónvarpið er tímaþjófur.
Get varla lifað með því og get alls ekki lifað án þess. Ég er loksins að ná pestinni úr mér en er búin að liggja eins og grænmeti fyrir framan sjónvarpið frá klukkan 17 í dag þar til núna kl 23.30.. Ok ég er búin að vera ógeðslega lasin og slöpp og stundum langar manni bara til að slaka alveg... minnir mig á soldið sem ég sá í Sjónvarpinu í kvöld hjá henni Opruh... þar var þrítug kona frá Kúvæt.. sem talaði um að amerískar konur séu svo stressaðar af vinnu og gefi sér aldrei tíma til að slaka á, lesa góða bók eða taka langan hádegisverð, þær fengju alltaf samviskubit þegar þær gera eitthvað fyrir sjálfan sig.. mér líður svolítið þannig, þegar ég hugsa um daginn hjá mér í dag sem hefur verið alger afslöppun, og ég er með samviskubit!
Er nú samt búin að ná að lesa eina og hálfa jólabók af þeim sem ég fékk í jólagjöf. Mæli eindregið með uppáhalds enska höfundi mínum, Jane Green og hennar nýjustu bók sem ég fékk frá Gísla Pétri í jólagjöf, The other woman fjallar um unga konu og samband hennar við tengdamóður sína.. geggjuð bók.
fimmtudagur, desember 30, 2004
laugardagur, desember 25, 2004
Gleðileg jól
Jóladagur hálfnaður og ég ein í kotinu. Þetta var yndislegasta aðfangadagskvöld sem ég hef upplifað en jafnframt það erfiðasta. Ég vaknaði snemma á aðfangadagsmorgun alveg drulluveik. Kastaði upp stöðugt og líkaminn minn algerlega búinn. Strákarnir mínir fóru bara einir á jólagjafarúntinn og einhvernvegin tókst mér að elda dýrindis steik og meðlæti og segja strákarnir mínir að þetta hafi verið besti hamborgarhryggurinn ever!! Og var hann nú góður fyrir! Við opnuðum svo alla pakkana og svo datt ég út. Gubbaði svolítið meira og fékk niðurgang. Núna eru strákarnir mínir í jólaboði hjá Tengdó en ég er ein hér lasin. Við fengum öll þrjú svo yndislegar gjafir að maður á náttúrulega ekki til orð og Hinrik svo hamingjusamur með sitt. Ingólfur fór með hann uppí rúm um 11 leytið og þegar þeir voru búnir að liggja svolítið áttaði Hinrik sig á því að hann var ekki alveg búin að leika sér! Svo hann fór fram og lék sér smá meira.
Núna er ég að hlusta á yndislega tónleika á Rás 2 með Margréti Eir.
Gleðileg jól öllsömul!
Núna er ég að hlusta á yndislega tónleika á Rás 2 með Margréti Eir.
Gleðileg jól öllsömul!
mánudagur, desember 20, 2004
Golf og gubb
Já jólin nálgast og við höfum ekki náð að gera helminginn af því sem við ætluðum að gera um helgina... Hinrik veiktist aðfararnótt föstudags, fékk ömurlega gubbupest og niðurgang. Hann var hálf meðvitundarlaus í 2 sólarhringa og á tímabili hélt ég að hann væri að þorna upp, sem betur fer náðum við að koma ofaní hann næringu í eplasafa. Og núna kann litla greyið mitt að gubba í fötu! Hann gubbaði mörgum sinnum yfir mig og Ingó og náði að pissa á mig litla skinnið eins og barasta þegar hann var nýfæddur. Hann er nú allur að koma til í dag og er búin að sofa meira og minna síðan klukkan 4. Við Ingólfur þurfum að skiptast á að vinna næstu daga og vonandi tekst að koma öllu í verk.... Fékk bílinn hans Unnars í dag og er það yndislegt. Gamall rauður golf í topp standi. Ohh ég hlakka svo til að eiga jól hér heima með strákunum mínum og skutlast svo í Hafnarfjörð og Kópavog í jólaboð!!
miðvikudagur, desember 15, 2004
Jólakort
Nú eru jólakortin farin að falla inn um lúguna. Og aldrei þessu vant er ég búin að skrifa okkar jólakort, sem er mikið afrek útaf fyrir sig þar sem ég sendi engin kort í fyrra vegna anna. Óþarfi að segja að auðvitað föndra ég öll kortin sjálf.. í tölvunni og höndunum. Langar oft að vera eins og mamma þegar kemur að jólakortunum, hún opnar þau ekki fyrr en seint á aðfangadagskvöld og á jóladag. Ég hef barasta ekki þessa sjálfsstjórn.. stundum næ ég að geyma svona 5 stykki.. en þá er það vegna þess að Ingó nær að fela þau.
þriðjudagur, desember 14, 2004
Vinir
Maður verður stundum svo andlaus þegar maður ætlar að blogga, Hef byrjað á nokkrum póstum en hætt í miðjum klíðum því mér fannst barasta ég ekki vera að skrifa neitt merkilegt. Það gengur allt út á tvennt hjá mér þessa dagana, Jólin og Toscu. Er orðin svolítið þreytt á vinnunni. Langar í langt frí og læt það eftir mér á næstunni verð lítið í vinnunni næstu 3 daga. Ætla að reyna að sinna jólunum. Annars er það að frétta að bíllinn okkar er algerlega í lamarsessi þessa dagana. Ekki dáinn en þarf að komast í góða aðgerð. Við erum búin að vera að brjóta heilann um það hvað við gætum gert til að bjarga okkur yfir jólin, ómögulegt að ferðast í strætó svona yfir hátíðarnar þó að Hinriki finnist það ekki leiðinlegt!! Þá kom samstarfsmaður minn og vinur okkur til hjálpar og á sunnudaginn fáum við lánaðan bílinn hans yfir hátíðarnar! Mikið er nú gott að eiga góða vini!
laugardagur, desember 04, 2004
Jólagluggi
Var heima í dag! Í fríi, svaf til hádegis og var svo að taka til eftir hádegi. Við Ingólfur tókum svo fram jóladótið í kvöld og þetta er fallegi glugginn sem ég gerði:
fimmtudagur, desember 02, 2004
Reykskynjarar og húfur
Ég var í adrenalínskasti í hálfan sólarhring, fékk spennufall uppúr hádegi í gær. En ég finn að ég er ekkert hræddari við eld en ég var áður. Sá í Húsasmiðjubæklingi í gær að þar er verið að selja reykskynjara á 695 krónur. Við ætlum að kaupa svoleiðis nokkra og skipta líka út þeim gömlu bara til að vera örugg.
Er að vinna núna en hef ákveðið að vera í fríi á morgun. Kannski ég nái að þæfa svolítið þá. Er búin að selja eina húfu, Margrét frænka gaf sjálfri sér hana í afmælisgjöf. Finnst alltaf svo erfitt að selja mína hluti en þá húfu þæfði ég og tók það 6 tíma, seldi hana á 5000 krónur og er ekki hægt að segja að það sé hátt tímakaup, fyrir utan efniskostnað.
Við Hinrik ætlum að dúlla okkur eftir klukkan 5 í dag því Ingólfur er að vinna til 9.30 í kvöld. Vildi óska þess að það væri ekki svona blautt úti. Ég væri til í að hafa snjó eða froststillu...
Er að vinna núna en hef ákveðið að vera í fríi á morgun. Kannski ég nái að þæfa svolítið þá. Er búin að selja eina húfu, Margrét frænka gaf sjálfri sér hana í afmælisgjöf. Finnst alltaf svo erfitt að selja mína hluti en þá húfu þæfði ég og tók það 6 tíma, seldi hana á 5000 krónur og er ekki hægt að segja að það sé hátt tímakaup, fyrir utan efniskostnað.
Við Hinrik ætlum að dúlla okkur eftir klukkan 5 í dag því Ingólfur er að vinna til 9.30 í kvöld. Vildi óska þess að það væri ekki svona blautt úti. Ég væri til í að hafa snjó eða froststillu...
miðvikudagur, desember 01, 2004
Líður eins og hetju!
já núna er klukkan orðin 2 aðfararnótt miðvikudags og ég veit hreinlega ekki hvort það verði mikið sofið hér í nótt!
Við hjónin sátum og horfðum á sjónvarpið uppúr miðnætti og fundum svo góða matarlykt sem svo breyttist í vonda reykjarlykt.. svo ég fór af stað og opnaði ganginn í kjallaranum.. sem betur fer er ég með lykil, þá gaus svo rosalegur reykur á móti mér að ég hef aldrei séð annað eins, ég hljóp eins og brjálæðingur að sækja símann minn og segja Ingó frá reyknum og svo hringdi ég í 112. Þeir báðu mig að ræsa alla í húsinu og sem betur fer kom nágranni minn heim sem býr á loftinu og ég gat beðið hann að vekja alla á efri hæðunum meðan ég ræsti Jónínu á loftinu og danskan kennara sem býr hér niðri. Það býr pólskt par í kjallaranum þaðan sem reykurinn kom og ég reyndi að komast inn í íbúðina sem var sem betur fer opin en gat ekki farið langt því reykurinn var svo mikill! Nágranni minn sem talar pólsku fór inn í íbúðina og sá manninn meðvitundalausan á stól (konan hans var ekki heima) og reyndi að koma honum út en hann streittist á móti greyið enda komin með reykeitrun og aðeins á nærbuxunum einum fata! Það tók slökkviliðið aðeins eina og hálfa mínútu að koma hingað til okkar sem betur fer og þeim tókst að koma manninum út hann hafði sofnað út frá pottum með kartöflum og kjötkássu og hafði sennilega fengið sér einn eða tvo öllara, annars er ég ekkert viss um það. Slökkviliðið reykræsti íbúðina og fór með manninn á slysó. Víkur nú sögunni að Hinriki! Hann var nú í sjöunda himni! Margir löggubílar og slökkvibíll og sjúkrabíll! Hans æðsti draumur, og slökkviliðsmennirnir voru svo góðir við hann, heilsuðu honum og vinkuðu! Hann sat með stjörnur í augum í fanginu á pabba sínum vafður inní sæng og hálfklæddur en í útigalla! Þegar við máttum svo fara inn horfði hann í augun á okkur og sagði orðrétt: Vá þetta var ROSAGAMAN! Hann er núna búin að vera inní svefnherbergi (eina herbergið sem ekki er lykt í) og leika sér með slökkvibílabókina og slökkvibílapúslið sitt, og síðast þegar ég kíkti var hann með gulan legókubbakassa á hausnum og kallaði út "slökkvibíll", kubbakassinn var náttúrulega hjálmur eins og slökkviliðsmennirnir voru með.
Mér heyrist nú Ingólfi vera að takast að ná honum niður en ég er enn held ég í adrenalínsjokki, er ekki komin enn með alvöru áfall. Þetta var svo ofboðslega mögnuð tilfinning þegar maður upplifir eitthvað svona, og ég hugsaði bara um að koma öllum út úr húsinu og hugsaði ekkert um að bjarga neinum verðmætum, bara strákunum mínum. Það er voðavond lykt í íbúðinni okkar núna þó við höfum haft allt opið í rúman klukkutíma, það er bara orðið svo kalt úti að maður getur ekki lengur haft opið! En það mátti ekki muna miklu, því miður voru engir reykskynjarar niðri en við erum með 2 hérna uppi og Ingólfur ætlar að kaupa fleiri á morgun.
Annars gerðist svolítið einkennilegt í kvöld yfir kvöldfréttunum. Verið var að sýna frá opnun nýs sjóminjasafns í Reykjavík þegar Hinrik kallar upp fyrir sig; Afi Hinrik! og benti á sjónvarpið, ég veit ekki hver það var sem líktist myndinni af pabba svona mikið en Hinrik Leonard þekkir afa Hinrik af myndum hér í römmum. En hann var alveg viss um að hann hefði séð hann í sjónvarpinu! Kannski var pabbi að verki í kvöld þegar ég hljóp af stað til að kanna hvaðan lyktin kæmi!?
Jæja sýnist þessi skrif mín hafi nú róað mig aðeins niður. Fór á yndislegt frænkuföndukvöld í gær og föndraði fínan eplakrans og jólaklemmur og hrökkbrauðsskreytingar... voðagaman að hitta frænkur og systur og mömmu og móðursystur og mágkonu.. árlegur viðburður sem er svoooo skemmtilegur!
Góða nótt...!
Við hjónin sátum og horfðum á sjónvarpið uppúr miðnætti og fundum svo góða matarlykt sem svo breyttist í vonda reykjarlykt.. svo ég fór af stað og opnaði ganginn í kjallaranum.. sem betur fer er ég með lykil, þá gaus svo rosalegur reykur á móti mér að ég hef aldrei séð annað eins, ég hljóp eins og brjálæðingur að sækja símann minn og segja Ingó frá reyknum og svo hringdi ég í 112. Þeir báðu mig að ræsa alla í húsinu og sem betur fer kom nágranni minn heim sem býr á loftinu og ég gat beðið hann að vekja alla á efri hæðunum meðan ég ræsti Jónínu á loftinu og danskan kennara sem býr hér niðri. Það býr pólskt par í kjallaranum þaðan sem reykurinn kom og ég reyndi að komast inn í íbúðina sem var sem betur fer opin en gat ekki farið langt því reykurinn var svo mikill! Nágranni minn sem talar pólsku fór inn í íbúðina og sá manninn meðvitundalausan á stól (konan hans var ekki heima) og reyndi að koma honum út en hann streittist á móti greyið enda komin með reykeitrun og aðeins á nærbuxunum einum fata! Það tók slökkviliðið aðeins eina og hálfa mínútu að koma hingað til okkar sem betur fer og þeim tókst að koma manninum út hann hafði sofnað út frá pottum með kartöflum og kjötkássu og hafði sennilega fengið sér einn eða tvo öllara, annars er ég ekkert viss um það. Slökkviliðið reykræsti íbúðina og fór með manninn á slysó. Víkur nú sögunni að Hinriki! Hann var nú í sjöunda himni! Margir löggubílar og slökkvibíll og sjúkrabíll! Hans æðsti draumur, og slökkviliðsmennirnir voru svo góðir við hann, heilsuðu honum og vinkuðu! Hann sat með stjörnur í augum í fanginu á pabba sínum vafður inní sæng og hálfklæddur en í útigalla! Þegar við máttum svo fara inn horfði hann í augun á okkur og sagði orðrétt: Vá þetta var ROSAGAMAN! Hann er núna búin að vera inní svefnherbergi (eina herbergið sem ekki er lykt í) og leika sér með slökkvibílabókina og slökkvibílapúslið sitt, og síðast þegar ég kíkti var hann með gulan legókubbakassa á hausnum og kallaði út "slökkvibíll", kubbakassinn var náttúrulega hjálmur eins og slökkviliðsmennirnir voru með.
Mér heyrist nú Ingólfi vera að takast að ná honum niður en ég er enn held ég í adrenalínsjokki, er ekki komin enn með alvöru áfall. Þetta var svo ofboðslega mögnuð tilfinning þegar maður upplifir eitthvað svona, og ég hugsaði bara um að koma öllum út úr húsinu og hugsaði ekkert um að bjarga neinum verðmætum, bara strákunum mínum. Það er voðavond lykt í íbúðinni okkar núna þó við höfum haft allt opið í rúman klukkutíma, það er bara orðið svo kalt úti að maður getur ekki lengur haft opið! En það mátti ekki muna miklu, því miður voru engir reykskynjarar niðri en við erum með 2 hérna uppi og Ingólfur ætlar að kaupa fleiri á morgun.
Annars gerðist svolítið einkennilegt í kvöld yfir kvöldfréttunum. Verið var að sýna frá opnun nýs sjóminjasafns í Reykjavík þegar Hinrik kallar upp fyrir sig; Afi Hinrik! og benti á sjónvarpið, ég veit ekki hver það var sem líktist myndinni af pabba svona mikið en Hinrik Leonard þekkir afa Hinrik af myndum hér í römmum. En hann var alveg viss um að hann hefði séð hann í sjónvarpinu! Kannski var pabbi að verki í kvöld þegar ég hljóp af stað til að kanna hvaðan lyktin kæmi!?
Jæja sýnist þessi skrif mín hafi nú róað mig aðeins niður. Fór á yndislegt frænkuföndukvöld í gær og föndraði fínan eplakrans og jólaklemmur og hrökkbrauðsskreytingar... voðagaman að hitta frænkur og systur og mömmu og móðursystur og mágkonu.. árlegur viðburður sem er svoooo skemmtilegur!
Góða nótt...!
mánudagur, nóvember 29, 2004
Scriviamo giusto l´italiano, prego!
Yndislega ljúfri helgi lauk á Slysó! Hinrik datt afturfyrir sig úr stólnum sínum beint á hausinn! Við getum nú þakkað fyrir að búa í gömlu timburhúsi, biði ekki í það hvernig hefði farið ef við hefðum verið með steingólf eða flísar. Urðum samt að fara strax uppá spítala þar sem hann var skoðaður í bak og fyrir og fékk góða einkunn! Annars fór ég í útgáfuteiti á fimmtudagskvöldið niðri í IÐU hjá Margréti Eir. Það var rosagaman og Margrét söng 3 lög. Svo bauð hún mér út að borða á Caruso og ég verð að segja að ég hef aldrei séð jafnlélegan matseðil, mig langaði ekki í neitt og endaði á því að fá mér Calzone. Annars finnst mér það alltaf svo lélegt þegar staðir gefa sig út fyrir að vera ítalskir veitingastaðir og geta svo ekki stafað ítölsku orðin rétt! Það er til svo góð íslensk/ítölsk og ítölsk/íslensk orðabók sem ekkert mál er að flétta í til að fá rétta stafsetningu. Margir vilja meina að þetta sé snobb í mér af því ég tala ítölsku en ég sæi fólk í anda taka því þegjandi ef að T-bone steik yrði stafsett T-bonn steik... eða eitthvað!! Framleiðslan gengur vel. Ingólfur orðin vel virkur í þæfingunni og meira að segja farinn að teygja sig inná hönnunnarsviðið! Go boy!
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Bruni og .. jú auðvitað meiri þæfing
Það er búin að vera svo skrítin lykt hér inni í kvöld. Fór út áðan til að athuga hvort það væri að kvikna í bíl einhverstaðar í nágrenninu en sá ekkert. Sá svo í sjónvarpinu að eldur er laus í Klettagörðum og sannarlega nær reykurinn hér niðrí miðbæ.
Er búin að vera að þæfa.. í allt kvöld. Þetta er frekar gott til að sporna við sjónvarpsglápinu þar sem maður verður að þæfa við gott borð þá er ég að gera þetta í eldhúsinu, bjó til skemmtileg kramarhús sem hægt er að nota sem skúlptúra og líka sem sælgætispoka á jólatré eða í glugga.. set myndir fljótlega.
Brjálað að gera í vinnunni sem fyrr. Var að gæla við að vera að vinna bara hluta úr degi þessa vikuna en sennilega verður nú lítið úr fríi.. verð að fara að reyna að taka út eitthvað að fríinu sem ég er búin að vinna mér inn.
Hendurnar á mér eru eins og á gamalli konu! Held að sápan sem ég nota við þæfinguna sé soldið sterk..þarf allavega að fara að huga að aukinni handáburðsnotkun!
Hinrik er búin að vakna nokkuð oft í kvöld. Kom fram núna og sagðist hafa verið að fljúga.. sennilega draumur því ekki held ég að hann hafi dottið úr rúminu!
Er búin að vera að þæfa.. í allt kvöld. Þetta er frekar gott til að sporna við sjónvarpsglápinu þar sem maður verður að þæfa við gott borð þá er ég að gera þetta í eldhúsinu, bjó til skemmtileg kramarhús sem hægt er að nota sem skúlptúra og líka sem sælgætispoka á jólatré eða í glugga.. set myndir fljótlega.
Brjálað að gera í vinnunni sem fyrr. Var að gæla við að vera að vinna bara hluta úr degi þessa vikuna en sennilega verður nú lítið úr fríi.. verð að fara að reyna að taka út eitthvað að fríinu sem ég er búin að vinna mér inn.
Hendurnar á mér eru eins og á gamalli konu! Held að sápan sem ég nota við þæfinguna sé soldið sterk..þarf allavega að fara að huga að aukinni handáburðsnotkun!
Hinrik er búin að vakna nokkuð oft í kvöld. Kom fram núna og sagðist hafa verið að fljúga.. sennilega draumur því ekki held ég að hann hafi dottið úr rúminu!
sunnudagur, nóvember 21, 2004
Þæfing.. ekki svæfing fyrir málhalta Gísli Pétur!
Laugardagskvöld var þæfingarkvöld á Amtmannsstígnum! Við hjónin erum farin að vinna saman að framleiðslu á listmunum úr ull!! Ég er svo heppin að Ingólfi finnst svo gaman að hjálpa mér og er orðin meistari í að rúlla ullinni og þæfa hana þegar ég er búin að leggja hana. Við gerðum glæsilegar griflur í kvöld! En best að byrja á byrjuninni. Á miðvikudagskvöldið hitti ég stelpurnar og Dagga (vinkona Stellu, þæfingarmeistari) kenndi okkur undirstöðuatriðin og ég gerði glæsilega tösku..sjá mynd! Hún var með alla nýjustu tækni og ég er alveg komin með öll handtökin á hreint! Ég set hér inn myndir svo þið getið dáðst að listinni hehehehe! Annars fór ég í mína aðra heimsókn til heimilislæknisins á fimmtudaginn, fékk þessa líka heiftarlegu hálsbólgu og gat ekki kyngt ekki einu sinni eigin munnvatni nema með harmkvælum! Ég fór því ekkert í vinnuna á fimmtudaginn og föstudaginn. Þetta er svona þegar maður er búin að keyra sig áfram á einhverri aukaorku og gefur sér ekki tíma til að vera almennilega heima þegar maður er veikur þá kemur það niðrá manni endalaust. Núna er ég orðin hress en er samt búin að halda mér inni í þrjá daga. Vonandi verð ég svo hress það sem eftir er vetrar!
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
Þæfing í kvöld
Nú er að koma að þæfingunni! Klukkan 7 í kvöld fer ég að hitta 3 mætar konur sem ætla að kenna mér nýjustu tækni við þæfingu.. mikið hlakka ég til að geta farið að framleiða jólagjafir! Þá vitiði það elskurnar. Segji ykkur allt um þetta í kvöld eða á morgun!
þriðjudagur, nóvember 16, 2004
Snjór
Búin að setja inn nýjar myndir á síðuna hans Hinriks alger sigur. Mikið að gera í vinnunni í dag það voru áheyrnarprufur og rúmlega tuttugu söngnemar komu og sungu! Við eigum nú alveg fullt af efnilegu söngfólki. Yndislegt að horfa út um gluggann í dag og í gær fylltist af jólafíling þegar ég sat niðrá Café Segafredo á Lækjartorgi klukkan 2 um nótt. Við vorum á smá óperulokahófi og snjórinn sat á nýuppsettum jólaskreytingum.. það var yndislegt.
sunnudagur, nóvember 14, 2004
Verðkönnun
Ég er löngu búin að gleyma hvernig það er að sofa út! Þegar maður er orðin svona gamall þá tímir maður ekki að eyða tímanum í svefn.. er búin að vera að nota kvöldin til að hekla húfur svona bæði til að selja og gefa í jólagjafir. Set hér inn 2 myndir með Hinrik sem módel en þetta eru fullorðins húfur. Ingólfur er alltaf að skamma mig fyrir að verðleggja mig of lágt.. og það er nú alveg rétt hjá honum en það er svo erfitt að verðleggja eitthvað sem maður hefur gert sjálfur, hvað finnst ykkur að svona húfur ættu að kosta? Skrifið endilega í commentin.
Sat hér áðan og var búin að skrifa heila ritgerð í bloggið mitt.. þá kom Hinrik og slökkti á rafmagninu á millistykkinu.. ég er enn að jafna mig en ég þoli ekki að missa svona út eitthvað sem ég er búin að skrifa alveg ómögulegt að orða það aftur eins vel og maður gerði í fyrsta skiptið! Steina systir er komin til landsins.. alkomin eftir 10 ára dvöl í Danmörku! Hún er með bloggsíðu http://steineir.blogspot.com/ og ég ætla að nýta mér hennar sérfræðikunnáttu (hún er tölvugúru) til að laga bloggið hjá mér.
Síðasta sýning á Sweeney Todd og ég hvet alla sem ekki hafa séð til að sjá sýninguna hún er alveg meiriháttar! Mamma og Auður móðursystir ætla að koma og hlakka ég til að vita hvernig þeim finnst. Svo er það barasta að ganga frá búningunum uppí geymslu í næstu viku og halda áfram með Toscu.
Ég ætla að fara að drífa myndum inná heimasíðuna hans Hinriks í dag http://www.barnaland.is/barn/11074 ekki seinna vænna að setja inn myndir úr afmælinu sem var fyrir rúmlega mánuði síðan!
Sat hér áðan og var búin að skrifa heila ritgerð í bloggið mitt.. þá kom Hinrik og slökkti á rafmagninu á millistykkinu.. ég er enn að jafna mig en ég þoli ekki að missa svona út eitthvað sem ég er búin að skrifa alveg ómögulegt að orða það aftur eins vel og maður gerði í fyrsta skiptið! Steina systir er komin til landsins.. alkomin eftir 10 ára dvöl í Danmörku! Hún er með bloggsíðu http://steineir.blogspot.com/ og ég ætla að nýta mér hennar sérfræðikunnáttu (hún er tölvugúru) til að laga bloggið hjá mér.
Síðasta sýning á Sweeney Todd og ég hvet alla sem ekki hafa séð til að sjá sýninguna hún er alveg meiriháttar! Mamma og Auður móðursystir ætla að koma og hlakka ég til að vita hvernig þeim finnst. Svo er það barasta að ganga frá búningunum uppí geymslu í næstu viku og halda áfram með Toscu.
Ég ætla að fara að drífa myndum inná heimasíðuna hans Hinriks í dag http://www.barnaland.is/barn/11074 ekki seinna vænna að setja inn myndir úr afmælinu sem var fyrir rúmlega mánuði síðan!
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
Ég sakna... ég hlakka!
Æji ég sakna.. ég sakna svo hans litla bróður míns Gísla Péturs. Finn svo fyrir tómi í hjartanu að geta ekki knúsað hann. Æji ég hlakka.. hlakka svo til þegar jólin koma og Gísli Pétur kemur frá Englandi. Hlakka svo til að elda jólamatinn og opna pakkana með Hinriki. Í fyrsta skiptið sem hann hefur eitthvað vit á því, hlakka til að sauma jólafötin á hann, hlakka til að skreyta jólatréð, hlakka til að hlusta á jólatónlistina, hlakka til að vakna á aðfangadag, sofna á þorláksmessu! Það er alveg nauðsynlegt að hlakka til!
þriðjudagur, nóvember 09, 2004
Pestarbæli
Ég á ekki aukatekið orð þessa dagana. Búin að vera svo veik og Ingólfur líka að það hálfa væri nóg. Skreið samt aðeins í vinnuna í dag, þar sem maður er svo ómissandi alltaf. Skammast mín fyrir að hafa ekki skrifað meira í bloggið mitt en svona er það þegar maður liggur eins og grænmeti á sófanum og getur sig ekki hreyft. Hinrik búin að vera frekar hress! Sem betur fer. Síðustu sýningar á Sweeney Todd verða um helgina, 12 og 14 nóvember. Allir mæta. Sjónvarpsmenningin á fullu hjá mér þessa dagana finn að ég er næstum hætt að horfa á skjá 1 núna þegar ég er með stöð 2 óruglaða, maður hefur alltof mikið val! Er þó búin að hekla 3 húfur það er jákvæða hlið sjónvarpssýkinnar að maður gerir einhverja handavinnu með Idolinu...
fimmtudagur, nóvember 04, 2004
AMERICAS NEXT TOP MODEL OG OPRAHHH
Ég nýt þess að hafa stöð 2 ókeypis þessa dagana.. af því að ég er fjölvarpsáskrifandi og er komin með digital afruglara. Horfði fyrst í kvöld á Americas Next top Model.. finnst hann svvvooo skemmtilegur.. og skammast mín ekkert fyrir það! (Hmm kannski smá!) Horfði svo á Extreme Makeover.. voðagaman og svo auðvitað á Opruhhh... HALDIÐI AÐ OPRAH HAFI EKKI KJAFTAÐ HVER VINNUR AMERICAS NEXT TOP MODEL!! Ég ætla ekki að kjafta því í ykkur en ég er í sjokki yfir þessum fréttum EKKI SÚ SEM ÉG ÁTTI VON Á! My empty television nightlife is on!!
miðvikudagur, nóvember 03, 2004
Blár
Oh hvað ég vona að Kerry vinni þó mér finnist erfitt að halda með einhverjum sem er með bláan flokkslit! Horfði á sjónvarpið til 2 í nótt svo heppin að vera með fjölvarpið og gat því zappað á milli 8 fréttastöðva, náði meira að segja danska ríkissjónvarpinu sem var með útsendingu frá ABC, fannst samt vanta svolítið að einhver kæmi og læsi upp nýjustu tölur eins og gert er hér sem er auðvitað svo spennó en það er nú sennilega ekki hægt í svona stóru landi eins og Bandaríkjunum!
Nóg í bili vinnan bíður.
Nóg í bili vinnan bíður.
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
Sweeney Todd
Ég bið nú þá sem lesa þennan pésa minn afsökunnar á því hvursu ódugleg ég hef verið að skrifa síðustu viku. Flensan lagðist illa í mig og þó ég lægi bara í bælinu í 2 daga og væri svo komin á fullt í vinnu þá hafði ég ekki einu sinni orku til að setjast við tölvuna á kvöldin. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki enn komin með fullan styrk og er þess vegna að skrifa nokkrar línur í vinnunni þar sem ég er náttúrulega með tölvuna hér fyrir framan mín í vinnunni. Nota tækifærið til að hvetja alla til að mæta á Sweeney Todd í óperunni en núna eru 5 sýningar eftir. Reyni svo að blogga eitthvað vitrænt sem fyrst.
fimmtudagur, október 28, 2004
Flensa og sjónvarpsgláp!
Miðvikudagskvöld og við hjónin erum búin að liggja í flensu í nokkra daga! Ingó er búin að vera lasin síðan á sunnudagskvöld og ég lagðist bókstaflega í rúmið á þriðjudaginn og er búin að liggja síðan! Erum búin að staulast framúr til að fara með Hinrik í leikskólann og er hann allur að koma til en er samt enn svolítið lítill og eflaust komin með einhverja sveppasýkingu útaf öllu þessu pensilíni sem búið er að dæla í hann síðustu mánuði. Við Ingó byrjuðum þessa flensu með ógleði en höfum sem betur fer ekki kastað upp enn! Erum með hrikalega eyrnabólgu og hálsbólgu og barasta alveg búin líkamlega! Margrét Ben vinkona mín hringdi í kvöld frá Brussel! oh það var svo gott að heyra í henni, við erum búnar að vera vinkonur síðan við fórum sem skiptinemar 88 - 89 og höfum voða lítið verið í sama landi síðan! Set hér inn mynd af henni með Benedikt syni sínum sem verður 1. árs núna 7 des. Hún er búin að plögga húfurnar mínar í Luxemburg og kannski verða þær seldar þar á einhverjum markaði í lok nóvember! Spennó! Horfði á Americas next top model í kvöld og the L-word strax á eftir! Skil ekki af hverju ég horfi alltaf á svona þætti eins og Top model... finnst þeir svo þunnir en hlakka samt alltaf til að sjá næsta þátt! Reyndar sérstaklega til að sjá næsta því get ekki betur séð en þær verði í heimaborg minni Róm í næsta þætti! Er ekki alveg að meika heimþránna þessa dagana! Sakna svo haustins í Róm og möguleikans á að kaupa allar jólagjafir fyrir 5000 kall og gefa flottar gjafir! Er reyndar að fara að hugsa um jólagjafir þessa dagana á eftir að finna þema ársins síðast voru það púðar kannski verða það töskur núna...???!! veit ekki enn... Nú svo kom þátturinn The L-word.. er ekki alveg að meika hann! Fannst handritið lélegt fyrst en síðustu 2 þættir voru ágætir.. svo kom þessi sýra í kvöld, fer alveg að missa áhugann á þeim held ég svei mér þá. En gleðifregnir.. góbelín myndin er tilbúin og er ég núna að fara að tjasla henni í tösku næstu daga!
sunnudagur, október 24, 2004
Hinrik er komin aftur!
Hinrik er komin aftur! Búin að vera hitalaus í 2 daga og ekkert gubbað í 3 daga. Hlakka svo til að eiga með honum góðan sunnudag þar sem við getum farið á rúntinn. Ingó er að fara að vinna. Ég var að vinna í morgun með fundastand og læti sem gengu nú barasta mjög vel. Svo fór ég á frumsýningu á LITLU STÚLKUNNI MEÐ ELDSPÝTURNAR.. ætla ekkert að tjá mig um það hér. Ætla kannski að tékka á því að fara með Hinrik og vera með hann bara fyrir hlé bara svona til að taka smá test á Hinna í leikhúsi. Hann vill nú reyndar alltaf fara uppá svið þegar hann kemur í óperuna en ég verð að fara að venja hann á að sitja í salnum. Það er svona með litlu heimavönu leikhúsbörnin eins og heimalingar út og upp um allt.
laugardagur, október 23, 2004
Sveskjugrautur og Gubb...svona í þema við síðustu daga...
Alveg fram á unglingsár var ég alveg rosalega matvönd. Ég man eftir mér 7 ára þar sem ég gubbaði yfir sveskjugrautsdiskinn minn vegna þess að mamma sagði að ég YRÐI að borða hann! Ég man líka eftir mér sem 9. ára stúlku með allan hugann við það að borða maískólf þar sem það var svo flott, mér fannst hann ekkert góður en ég ætlaði! Það tókst. Þegar ég var 14 ára á Lignano á Ítalíu með fjölskyldunni borðaði ég ekkert nema kjúkling og hamborgara, og reyndar tvisvar vínarsnizel.. Við vorum þarna í 5 vikur og ég lærði á hamborgarastöðunum að segja :PANE (brauð), KETCHUP, AMBURGER (hamborgari), KETCHUP, PANE!!! Því ég vildi ekkert á hamborgarann minn nema tómatsósu. Svo fór ég sem skiptinemi til Ítalíu og mamma hló! Í fyrsta lagi ég "litla stúlkan með heimþránna" að vera úti í eitt ár og í öðru lagi HVAÐ ÆTLAÐI ÉG EIGINLEGA AÐ BORÐA!! Ég meina var á Ítalíu í 5 vikur og smakkaði ekki einu sinni pízzu eða pasta!! Mamma hafði samt fulla trú á mér og ég byrjaði að borða næstum allt þegar ég var skiptinemi... ég er í þessum pælingum núna því Hinrik hefur verið svo veikur og ekki með neina matarlist.. og hann er svo lélegur að borða fyrir... er æska mín að koma í hausinn á mér!? Ég finn svo til með mömmu núna, þetta hefur ekki verið skemmtilegt að reyna að koma einhverju ofaní mig og ekkert skrítið að ég hafi verið neydd til að borða sveskjugrautinn! Veit ekki hvað ég á að gera með Hinrik. Hann borðar sárasjaldan kjöt, ekki hamborgara, ekki kjúkling, er nýbyrjaður að naga smá pylsur... hvað á ég eiginlega að gera? Get ekki haft soðna ýsu á hverjum degi! Gengur reyndar vel núna að borða í leikskólanum, hefur borðað kjötfars, kjúkling og meira að segja nýru þar.. en ekki sama mat heima... er einhver sálfræði sem ég þarf að nota?? Bara spyr!
fimmtudagur, október 21, 2004
Indverskar kjúklingabringur
Þetta er nú búin að vera meiri vikan, Hinrik Leonard er búin að vera svo veikur að ég hef ekki þekkt barnið mitt. Borðar ekki neitt, drekkur varla og gubbar bara og er með niðurgang. Við höfum ekki enn náð að gefa honum pensillínið við eyrnabólgunni vegna þess að hann heldur engu niðri. Ömmurnar komu báðar með pakka og ég hef verið dugleg að koma með smá gjafir til hans. Annars hefur hann bara setið á sófanum og horft á sjónvarpið og sofið. Þegar hann er sem hressastur þá litar hann í litabók eða les, en allt sitjandi í sófanum. Við Ingólfur höfum sjálf ekki farið varhluta af þessum vírus, hefur ekki gengið svo langt að kasta upp en næstum því, verið mikið óglatt og slöpp. Já svona líða dagarnir og maður druslast einhverja tíma í vinnuna svona til málamynda! Annars var yndislega gaman á þriðjudagskvöldið hjá okkur Stellu og Sollu. Stella er svoddan rosakokkur og hristi meiriháttar máltíð fram úr erminni. Indverskar kjúklingabringur! Við sátum og átum og átum og kjöftuðum! Það var nú náttúrulega bara yndislegt og ætlum við að halda þessu áfram. Um helgina verð ég svo að vinna því að leikstjóri, Toscu sem verður eftir árámót, kemur til landsins og þar verða endalaus fundarhöld.
þriðjudagur, október 19, 2004
Ömmur með pakka
Hinrik Leonard er búin að vera alveg hundveikur í dag! Fórum með hann í Domus Medica og fengum að vita að hann er með hrikalega eyrnabólgu og hann fékk pensillín við því en hann er líka með einhvern vírus sem orsakar þessi uppköst og niðurgang, hann er með rosalega bólgið tannhold og ekkert skrítið að hann vilji ekki borða neitt svo er hann með hálsbólgu og hósta ofaná allt saman. Litla strýið búin að gubba svo oft í dag og ég er núna vakandi til að reyna að þvo sem mest því morgundagurinn verður sennilega svipaður. Getum ekki byrjað að gefa honum pensillínið fyrr en í fyrsta lagi á morgun þar sem hann heldur engu niður. Ingólfur var heima með hann í dag og ég var í vinnunni. Í fyrramálið fer ég að vinna en verð að vera svo heima milli 13 og 17 meðan Ingó fer að vinna. Annað kvöld fer ég svo í stelpumatarboð hjá Stellu með Sollu. Það verður nú gaman að slúðra svolítið og fá útrás vinkonurnar eftir þessu klikkuðu törn. Held að vélin sé búin þannig að það er best ég fari og hendi í þurrkarann, góbelínsaumurinn gengur vel og hefur ekki orðið fyrir gubbugusu enn... en sama má ekki segja um fötin mín, sófann okkar, rúmið ofl..
ps. Hinrik hefur óskað eftir því að fá Ömmur í heimsókn með pakka! Búin að senda skilaboð á Ömmu Sigrúnu, sendi á Ömmu Guðbjörtu á morgun!
ps. Hinrik hefur óskað eftir því að fá Ömmur í heimsókn með pakka! Búin að senda skilaboð á Ömmu Sigrúnu, sendi á Ömmu Guðbjörtu á morgun!
mánudagur, október 18, 2004
Gubb og Góbelín
Litla músin mín sem var svo lasin og raddlaus í dag tók uppá því að fá sína fyrstu gubbupest, ofaní hálsbólguna og jaxlatökuna. Gubbaði tvisvar í dag, fyrst yfir hjónarúmið.. nota bene mín megin og yfir koddann minn! Svo eftir kvöld mat á stofugólfið. Greyið litla vissi ekkert hvað var í gangi hefur aldrei kastað upp áður. Ég er sem sagt búin að vera að knúsa hann í allan dag og litli stuðboltinn minn búin að vera hundveikur og lítið búin að leika sér, bara kúra og horfa á Stubbana, Bubba Byggir, Animal planet og CBBC Prime. Fór nú samt aðeins út í dag, Jónína á loftinu kom niður svo að ég gæti sótt Ingólf í Þjóðminjasafnið. Fékk mér rosalega flotta útsaumsmynd þar, með Góbelín saumspori, heitir riddararós, búin að vera að dúlla við hana í kvöld. Komst í morgun í samband við góðan vin minn í Ameríku sem var skiptinemi með mér á Ítalíu 88-89, hef ekkert heyrt í honum síðan! Það eru svo mörg ár síðan ég frétti af honum að ég iða í skinninu að heyra af honum fréttir, hlakka svo sömuleiðis til að hafa góðan tíma til að skrifa honum emil þar sem ég þarf að segja honum hvað á daga mína hefur drifið síðustu 15 ár!! Óperan bíður mín svo í fyrramálið endalaus fundahöld og skipulagningar, kom þar aðeins við í kvöld bara í 20 mínútur, skrítið að segja svo bara bless!! Farin aftur í útsauminn, ætla að nota myndina á tösku sem ég ætla að sauma, vantar góða nýja tösku!
sunnudagur, október 17, 2004
3. daga vöflur..
Jæja laugardagur að kveldi komin og hér sit ég enn með vöflur í hárinu síðan í fyrradag og enn í náttfötunum. Hinrik Leonard tók sig til og veiktist í gærkveldi þegar við komum heim úr óperunni og var með 39 til 40 stiga hita í allan dag. Ingólfur var að vinna svo ég var hér heima í bíló, barnabókalestri og kubbastandi. Merkilegt hvað sonur minn er þó alltaf sprækur þó að hitinn sé yfir 40. Ég var mikið að hugsa um það hvort ég ætti að hoppa í sturtu.. svona fram eftir degi, svo gaf ég bara skít í það og fer barasta í bað í fyrramálið! Orðnir margir mánuðir síðan ég átti svona dag heima og nauðsynlegt fyrir mann að hvílast, ég var samt hálfstressuð að einhver myndi droppa við í heimsókn svona óvænt og ég eins og Dýrið í Fríðu og Dýrinu en sem betur fer voru það bara mamma sem kom fyrripartinn og tengdó eftir kvöldmat svo að það var nú allt í lagi. Vonandi verður Hinni hitalaus á morgun svo við getum farið á rúntin í "nýja" bílnum en Siggi hennar Elínbjartar vað að skipta um kúplingu fyrir okkur í dag og ég get ekki beðið eftir að prófa klárinn.
laugardagur, október 16, 2004
föstudagur, október 15, 2004
Bloggpælingar
Sonurinn sofnaður og klukkan rétt rúmlega 8. Jónína á loftinu ætlar að passa í kvöld þar sem ég ætla að skreppa í óperuna, Ingólfur er á sýningunni en ég ætla að skreppa og vera frá hléi og fram eftir. Það er svolítið erfitt að framleiða svona sýningu og vera að vinna bókstaflega allan sólarhringinn og þurfa svo að sleppa hendinni af öllu saman! Ég geri það allavega ekki auðveldlega. Ætti svo auðvitað að vera í fríi í nokkrar vikur til að taka út það frí sem ég er búin að vinna mér inn í þessari uppsetningu en sé ekki fram á að geta tekið nokkuð að ráði þar sem næsta pródúksjón er komin á fullt. En nóg um það. Fer allavega í óperuna á eftir og fæ mér kannski barasta einn bjór eftir sýningu.
Ingólfur setti inn þessa mynd af mér hér fyrir neðan í dag. Hún er tekin fyrir viku síðan á frumsýningu Sweeney Todd og ef vel er skoðað sést að ég er með linsur, svona eins og dáleiðingarskífa. Bubba hármeistari greiddi mér með þessa líka flottu frumsýningargreiðslu með krullum og alles og Pía förðunarpía málaði mig. Maður er náttúrulega með alla þessa meistara við höndina á frumsýningu.
Búin að vera svolítið að hugsa um þessa bloggsíðu í dag síðan ég setti hana upp. Ég hugsa oft þegar ég er að skrifa á síðuna hans Hinriks um það hvað maður er í raun og veru að ritskoða sig mikið þegar maður skrifar svona á netið, en hugsa að ég muni gera það minna hér þar sem ég á ekki von á því að margir aðrir en vinir og fjölskylda muni nenna að lesa þetta, og þess vegna er þetta svo gaman því að svona getur maður komið fréttum af sér og sínum á framfæri á auðveldan hátt. Og svo er það þessi pennavinasýki sem ég minntist á fyrr í dag. Þegar ég var unglingur átti ég marga pennavini og man sérstaklega eftir Fanis Foukas í Grikklandi sem ég skrifaðist á við í mörg ár. Við sendum alltaf kassettur á milli þar sem ég kenndi honum íslensku og hann mér grísku, þá var biðin svo löng eftir hverju bréfi og stundum var ég langt komin með bréfið til hans áður en hann svaraði mér. Svo þegar ég fór sem skiptinemi til Ítalíu þá fór Margrét Ben vinkona mín til Aþenu og hitti hann í persónu. Það var rosalega skrítið að hún skildi svo hitta hann en jafnframt gaman að vita það að hann var í raun og veru til!! Þó hann byggi ekki á Akropolishæð eins og hann sagði, heldur í fátækrahverfi borgarinnar! Allavega finnst mér gaman að fá svona útrás og ætla að reyna að halda þessu áfram eftir bestu getu.
Ingólfur setti inn þessa mynd af mér hér fyrir neðan í dag. Hún er tekin fyrir viku síðan á frumsýningu Sweeney Todd og ef vel er skoðað sést að ég er með linsur, svona eins og dáleiðingarskífa. Bubba hármeistari greiddi mér með þessa líka flottu frumsýningargreiðslu með krullum og alles og Pía förðunarpía málaði mig. Maður er náttúrulega með alla þessa meistara við höndina á frumsýningu.
Búin að vera svolítið að hugsa um þessa bloggsíðu í dag síðan ég setti hana upp. Ég hugsa oft þegar ég er að skrifa á síðuna hans Hinriks um það hvað maður er í raun og veru að ritskoða sig mikið þegar maður skrifar svona á netið, en hugsa að ég muni gera það minna hér þar sem ég á ekki von á því að margir aðrir en vinir og fjölskylda muni nenna að lesa þetta, og þess vegna er þetta svo gaman því að svona getur maður komið fréttum af sér og sínum á framfæri á auðveldan hátt. Og svo er það þessi pennavinasýki sem ég minntist á fyrr í dag. Þegar ég var unglingur átti ég marga pennavini og man sérstaklega eftir Fanis Foukas í Grikklandi sem ég skrifaðist á við í mörg ár. Við sendum alltaf kassettur á milli þar sem ég kenndi honum íslensku og hann mér grísku, þá var biðin svo löng eftir hverju bréfi og stundum var ég langt komin með bréfið til hans áður en hann svaraði mér. Svo þegar ég fór sem skiptinemi til Ítalíu þá fór Margrét Ben vinkona mín til Aþenu og hitti hann í persónu. Það var rosalega skrítið að hún skildi svo hitta hann en jafnframt gaman að vita það að hann var í raun og veru til!! Þó hann byggi ekki á Akropolishæð eins og hann sagði, heldur í fátækrahverfi borgarinnar! Allavega finnst mér gaman að fá svona útrás og ætla að reyna að halda þessu áfram eftir bestu getu.
Ný á blogginu
Jæja þá er ég komin í bloggheiminn langar bara svona til að prófa hvort ég fái útrás fyrir gamla pennavinafílinginn með því að halda út bloggsíðu. Veit ekkert hvort ég muni hafa tíma fyrir þetta með hinni yfirgripsmiklu vinnu minni en látum nú reyna á.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)