mánudagur, desember 20, 2004

Golf og gubb

Já jólin nálgast og við höfum ekki náð að gera helminginn af því sem við ætluðum að gera um helgina... Hinrik veiktist aðfararnótt föstudags, fékk ömurlega gubbupest og niðurgang. Hann var hálf meðvitundarlaus í 2 sólarhringa og á tímabili hélt ég að hann væri að þorna upp, sem betur fer náðum við að koma ofaní hann næringu í eplasafa. Og núna kann litla greyið mitt að gubba í fötu! Hann gubbaði mörgum sinnum yfir mig og Ingó og náði að pissa á mig litla skinnið eins og barasta þegar hann var nýfæddur. Hann er nú allur að koma til í dag og er búin að sofa meira og minna síðan klukkan 4. Við Ingólfur þurfum að skiptast á að vinna næstu daga og vonandi tekst að koma öllu í verk.... Fékk bílinn hans Unnars í dag og er það yndislegt. Gamall rauður golf í topp standi. Ohh ég hlakka svo til að eiga jól hér heima með strákunum mínum og skutlast svo í Hafnarfjörð og Kópavog í jólaboð!!

Engin ummæli: