miðvikudagur, desember 15, 2004

Jólakort

Nú eru jólakortin farin að falla inn um lúguna. Og aldrei þessu vant er ég búin að skrifa okkar jólakort, sem er mikið afrek útaf fyrir sig þar sem ég sendi engin kort í fyrra vegna anna. Óþarfi að segja að auðvitað föndra ég öll kortin sjálf.. í tölvunni og höndunum. Langar oft að vera eins og mamma þegar kemur að jólakortunum, hún opnar þau ekki fyrr en seint á aðfangadagskvöld og á jóladag. Ég hef barasta ekki þessa sjálfsstjórn.. stundum næ ég að geyma svona 5 stykki.. en þá er það vegna þess að Ingó nær að fela þau.

Engin ummæli: