þriðjudagur, desember 14, 2004

Vinir

Maður verður stundum svo andlaus þegar maður ætlar að blogga, Hef byrjað á nokkrum póstum en hætt í miðjum klíðum því mér fannst barasta ég ekki vera að skrifa neitt merkilegt. Það gengur allt út á tvennt hjá mér þessa dagana, Jólin og Toscu. Er orðin svolítið þreytt á vinnunni. Langar í langt frí og læt það eftir mér á næstunni verð lítið í vinnunni næstu 3 daga. Ætla að reyna að sinna jólunum. Annars er það að frétta að bíllinn okkar er algerlega í lamarsessi þessa dagana. Ekki dáinn en þarf að komast í góða aðgerð. Við erum búin að vera að brjóta heilann um það hvað við gætum gert til að bjarga okkur yfir jólin, ómögulegt að ferðast í strætó svona yfir hátíðarnar þó að Hinriki finnist það ekki leiðinlegt!! Þá kom samstarfsmaður minn og vinur okkur til hjálpar og á sunnudaginn fáum við lánaðan bílinn hans yfir hátíðarnar! Mikið er nú gott að eiga góða vini!

Engin ummæli: