föstudagur, júlí 13, 2012

Grænmeti, sól og bolti

Þetta er ávaxta og grænmetisbásinn okkar,
hann er rétt við næsta þorp, Castel Madama,
þar situr hún Adelaide (Aðalheiður) kona á sjötugsaldri með fullkomin kleinuhring.. 
já hún er fúlskeggjuð
Hún selur grænmeti sem er "in stagione" á uppskerutíma, 
núna er það zucchini á 2 evrur kassinn (2 x 160 kr)  
salat fullur kassi á 1 evru, 
þarna er ódýrast og best að versla...
Valentína vinkona okkar tók þessa mynd af okkur að versla.

Það er oft sagt um Mandela að þorpið sé fullkomið.. með tveimur undantekningum... hér er enginn hraðbanki og enginn alvöru ís (kúluís=gelato)
Marco og Sonia hafa nú aldeilis bætt úr ísskortinum og eru komin með rosagóðan gelato... sjáið bara Felix Helga þegar hann fékk sér ís í fyrsta sinn á Campi:



Eline er vinkona okkar frá Hollandi, hún bjó í íbúðinni okkar á undan okkur en býr núna í prestbústaðnum við hliðina á kirkjunni við hliðina á kastalanum,



Nú er í gangi fótboltamót á Campi.. hér að lokum eru nokkrar myndir af Hinriki sem tekur þátt í mótinu og stendur sig auðvitað ótrúlega vel!








Sumar, sól, ís, bjór, sódavatn, sjór, salt, vinir, góður matur, vín, fótbolti, hljóðbækur, saumaskapur, skartgripagerð, sjónvarpsgláp og kisi... já KISI, hún Madonna kom til okkar í pössun fyrir nokkrum vikum síðan... og það var ekki aftur snúið.. núna býr Madonna hjá okkur og Geraldine þegar við verðum ekki heima!




p.s. takk elsku þið sem eruð búin að skilja eftir komment á síðustu færslum!
Takk Takk Takk

fimmtudagur, júlí 12, 2012

Felix Helgi fótboltastrákur

Felix Helgi fékk takkaskó í fyrradag,
hans fyrsta par.
Hann varð undir eins fótboltastrákur!
Og sat fyrir á þessum myndum sem lýsa honum svo vel!














Nú á ég tvo flotta fótboltastráka!

laugardagur, júlí 07, 2012

Hugleiðingar um sumarið og lífið í litlu þorpi!

Þegar ég loka augunum og útiloka hljóðin úr næsta herbergi, þar sem strákarnir mínir þrír eru að horfa á Star Wars, heyri ég ljúfa tóna frá Pizzeríu Marco og Soniu... Það er laugardagskvöld og síðustu helgar hefur lifandi tónlist verið fastur liður á Campi (héðan í frá mun ég nota orðið Campi fyrir Pizzeriu Marco og Soniu, því hún er föst við íþróttavellina hér í Mandela og þar er líka bar... svo kalla allir þorpsbúar staðinn Campi)

Þegar Ingó var á spítalanum byrjaði ég að stunda það að skreppa á Campi klukkan 18.00.  (þegar ég var ekki á spítalanum á þeim tíma)  þar hittast þorpsbúar, fá sér ís eða bjór eða bara vatn og spjalla meðan börnin leika sér, annað hvort á íþróttavellinum eða á veitingastaðnum.  

Hér sést Felix Helgi að leika sér á Campi


Hinrik Leonard að gæða sér á snakki á Campi, í bakgrunninum sést vinur okkar Antonio spila tennis.


Hinrik og Flaminia, 5 mánaða dóttir vina okkar á Campi!

Það er gott að geta farið á Campi, hitt vini og leyft krökkunum að leika saman.


Hér eru strákarnir mínir á heimleið af Campi.. klukkan orðin rúmlega 20.00 og myrkrið að skella á.

Við eigum orðið góða vini í þorpinu.
Búin að fara í tvö matarboð í vikunni fyrst hjá Antonio og Patriziu sem eiga börn á sama aldri og strákarnir mínir.

Svo fórum við í matarboð til Cinziu og Fabio, með tveimur öðrum fjölskyldum, Antonio og Patriziu og Lauru og Roberto og öllum börnunum.. hér eru nokkrar myndir:


Hér sést barnaborðið, 
Felix, Hinrik, Verdiana, Benedetta, Alice og Claudio



Laura og Roberto og Fabio


Felix Helgi og Claudio í  Wii


Flaminia er yngst af þremur börnum Lauru og Roberto


Antonio að pósa fyrir mig!


Patrizia sem engill... :)


Þegar klukkan sló tólf var dregin fram þessi dásamlega kaka sem lítur út eins og sikileyski pastarétturinn "pasta alla norma"  En Patrizia og Cinzia baka kökur og eru með síðu á 
Facebook Cosí fan torte



Hér sést loks í Cinziu sú ljóshærða hægra megin


Við komum ekki heim fyrr en eftir kl. 2, hér sést Ingó háma í sig köku en Antonio var orðin ansi þreyttur!  Enda hittumst við á þriðjudagskvöldi.

Nú fara fjölskyldurnar hægt og rólega að fara í frí niður á strönd, svo koma allir aftur í ágúst og þá verður fjör í þorpinu.
Þorpshátíðin er í ágúst og þá verður mikið um að vera fyrir  börnin.

Nóg í bili

Að lokum smá myndir af strákunum mínum í nýju buxunum sínum sem ég saumaði á þá í dag!