laugardagur, mars 31, 2012

Það er laugardagskvöld í Kastalanum,  strákarnir liggja allir þrír uppi í rúmi að horfa á mynd og ég var að klára að vaska upp eftir dásamlegan kvöldmat... pasta með kjötsósu.. uppskrift í næsta bloggi!

Það eru alveg að koma páskar, og strákarnir verða í löngu páskafríi, vetrarfríið splæsist aftaná páskana þannig að þeir byrja ekki aftur í skólanum fyrr en 16. apríl.. byrja 5. apríl.
Hér sjást þeir með páskaeggin sín,  Felix Helgi með Spiderman egg og Hinrik Leonard með Simpsons.  Eggin eru úr súkkulaði en inní þeim eru gjafir.. ekki nammi.  Verður spennó að sjá hvað kemur úr þeim á páskadag...
Hér sjást eggin bíða þolinmóð eftir páskadegi, ofaná skápnum mínum í vinnuherberginu sem er loksins að verða tilbúið.. búin að hafa gaman að því að föndra á veggina.. hér eru nokkrar myndir úr vinnuherberginu:

Það er svo sannarlega komið vor og nú bíðum við eftir skordýrunum, heyrði í leðurblöku áðan og hittum þennan í gær þegar Eline vinkona okkar og nágranni kom í heimsókn með gest:RISASTÓR engisspretta!!
Hún reyndi eins og hún gat að hoppa úr plastboxinu og við slepptum henni svo út um gluggann!

Enda á einni vormynd úr kastalagarðinum


Sæta Fanney frænka mín:*

Hádegismatur í Kastalanum

 Penne al pomodoro,
Pasta með tómatsósu.
 Einfaldasti matur í heimi...

 Og strákarnir mínir elska þennan mat!
 Eins og Hinrik sýnir hér greinilega!!
Og hér er uppskriftin:

Efni: 
Penne pasta
Tómatur í dós eða flösku
Hvítlaukur
Laukur
ólívuolía
ferskt basilikum
balsamik edik
smá rjómaostur eða Philadelfia ostur
Salt og pipar
Parmesan ostur

Aðferð:
Léttsteikið einn lauk (fínt skorin) og 3-4 hvítlauksrif í olívuolíu,
hellið svo tómat (úr dós eða flösku) yfir og kryddið með salti og pipar.
Hellið smá balsamic ediki í sósuna... bara c.a. rúmlega teskeið.
Skellið svo einn matskeið af rjómaosti eða Philadelfia osti í sósuna 
og látið malla meðan þið sjóðið pastað.  
Skellið svo smá ferskri basiliku útí sósuna.
Rífið svo vel af parmesan osti yfir og skreytið með basiliku!

Buon appetito!

miðvikudagur, mars 21, 2012

Sköpunarþörf...kraftur!

Miðvikudagur,
Meðan strákarnir mínir fóru í fjallgöngu


Sluppu nokkur fiðrildi út og settust að í Kastalanum,Tveir konfektkassar fundu sér svo stað á veggnum,


og Sólblóm settist að í glugganum,


Það er svo sannarlega komið vor, eins og eftirfarandi myndir sýna sem teknar voru í Tivoli í dag,


Þetta er Sólboði, (Mamma sagði mér það!)  og ber svo sannarlega nafn með rentu!

Og hér að ofan er svo Sólargeislinn minn hann Felix Helgi sem byrjar í leikskólanum á morgun!

þriðjudagur, mars 20, 2012Það er komið vor, hásumar á íslenskum mælikvarða.
Strákarnir fengu fyrsta ís vorsins í Tivoli í dag, Hinrik Leonard er í Henson jakka af pabba sínum, hafið verið að leika sér í þorpinu áður en við fórum og var bara í stuttermabol..
Felix Helgi fékk sér Strumpa og Bananaís, Hinrik Leonard fékk hins vegar Strumpa og Stracciatella.

Við Felix Helgi fórum á Róló fyrr um daginn, hann vildi vera í vestinu sínu því það er ótrúlega erfitt að venjast því að koma úr stinningskulda á Íslandi í hitann á Ítalíu.

Brátt kemst daglegt líf aftur í fastar skorður.

Það er sárt að sakna.